Vorið - 01.12.1970, Side 24

Vorið - 01.12.1970, Side 24
halda áfram að leita þeirra, jafnvel þótt við þyrftum að fara umhverfis jörðina til að finna þá.“ Þessi orð vöktu mikla hrifningu með- al áheyrenda, og þegar prófessorinn hafði lokið máli sínu, stóð Glenvan upp og tók innilega í hönd hans. „Já, já, faðir minn er þarna,“ sagði Róbert og hvessti augun á landabréfið. „Hvar sem hann er,“ mælti Glenvan, „þá skulum við finna hann, ungi vinur minn. Við förum hiklaust eftir þessari bendingu Paganels.“ „Það er nú gott og blessað,“ mælti John Mangles. „En, herra prófessor, er ekki þessi smávægilega gönguferð yðar yfir þvera Ameríku dálítið torfær?“ „Alls ekki,“ fullvissaði prófessorinn. „Margir hafa farið þessa leið á undan okkur og farnazt vel. Loftslagið er heil- næmt, og ekki verðum við í vandræðum með að rata leiðina.“ „Herra Paganel,“ mælti María Grant með titrandi rödd. „Hvernig getum við systkinin endurgoldið yður og öllum þessum vinum okkar þá fórnfýsi, er þið leggið ykkur þannig í hættu okkar vegna?“ „Hættu!“ mælti landfræðingurinn. „Hver hefur nefnt nokkra hættu?“ „Ekki ég,“ mælti Róbert eldrauður í framan og með tindrandi augu. „Ég fer með yður, hvert sem þér farið.“ „Kæri prófessor,“ mælti greifafrúin, „haldið þér, að Indíánarnir hafi þyrmt lífi skipbrotsmannanna?“ „Já, ég held nú það. Indíánarnir eru engar mannætur. Landi minn einn, Ginnard að nafni, hefur verið fangi í þrjú ár 'hjá Sléttu-Indíánunum. Indíán- arnir vita vel, hve dýrmætur Evrópu- maðurinn getur verið. Þess vegna gæta þeir hans eins og sjáaldurs augna sinna.“ „Jæja, þá er ekki vert að hika leng- ur,“ sagði Glenvan. „Við leggjum af stað samstundis. Hvaða leið eigum við að velja?“ „Greiðfæra og auðsótta leið,“ mælti Paganel. „Fyrst yfir dálítið fjalllendi, þar næst förum við niður þægilegar fjallahlíðar og loks yfir sléttur, ýmist gresjur eða sandflæmi.“ „Við skulum líta á landabréfið,“ sagði Lindsay. „Hér niður við strendur Chile kom- umst við á 37. breiddargráðuna. Við förum gegnum einstígið Antuco við samnefnt eldfjall, síðan yfir Andesfjöll- in og niður á Pampassléttuna. Þá erum við komin að landamærum Boenos Ayr- es. Við höldum yfir þau og höldum leil- inni áfram alla leið austur að strönd Atlantshafsins. Vegurinn blasir við okk- ur, vinir mínir, og við förum þessa leið á 30 dögum og verðum komin til austur- strandarinnar á undan „Duncan“.“ „Er þá ætlunin, að „Duncan“ bíði við austurströndina?“ spurði John Mangles. „Jó.“ „Hverjir eiga að taka þátt í leiðangr- inum?“ spurði greifinn. , „Aðeins fáir menn. Hér er aðeins um það að ræða að finna Grant skipstjóra, en ekki það að heyja neitt stríð við Indí- ánana. í förinni verða greifinn, sem er húsbóndi okkar allra, majórinn, og svo þjónn yðar, Jakob Paganel...“ „Og ég,“ bað Róbert Grant. „Róbert, Róbert!“ hrópaði María. 166 VORIÐ

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.