Vorið - 01.12.1970, Side 26

Vorið - 01.12.1970, Side 26
SEYÐISFJÖRÐUR er kaupstaður á Austurlandi við sam- nefndan fjörð. íbúar eru 940 (1968). Aðalatvinnuvegur er sjávarútvegur. Þar var mikil síldarsöltun meðan síld veidd- ist fyrir Austurlandi á síðasta áratug. Á Seyðisfirði er sjúkrahús og læknis- setur, sýslumannssetur, kirkja, prests- setur, elliheimili, sundhöll og félags- heimilið Herðilbreið. Fjórðungsbóka- safn fyrir Austurland er þar, prent- smiðja var þar og allmikill blaða- og bókaútgáfa um tíma. Verzlun hófst á Seyðisfirði 1843, og hann hlaut kaupstaðarréttindi 1894. Mikil upgangsár voru á Seyðisfirði á síðustu árautugum 19. aldar og fjölgaði fólki þar þá mikið. En þessi þróun hélt ekki áfram eftir aldamótin og er fólk þar nú færra en var á tímabili. Sæsími var lagður í land á Seyðis- firði frá útlöndum 1906. Ottó Wathne, norskur framkvæmda- maður, átti mikinn þátt í vexti kaupstað- arins. Minnismerki er um hann í bænum. Vorið hefur um 40 áskrifendur á Seyðisfirði og er Guðbjörg Úlfsdóttir útsölumaður blaðsins þar, og hefur fjölgað kaupendum, síðan hún tók við því starfi. E. Sig. 168 VORIÐ

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.