Vorið - 01.12.1970, Side 31
Lag: Ó, blessuð sértu sumarsól.
Við dýrkum kónginn dægrin löng
og dýrð hans túlkum við í söng.
Við erum glaðir ha ha ha
tra la la la la la.
í höllinni við höfum gott
og heitum báðir Pitt og Pott.
Við erum glaðir ha ha ha
tra la la la la la.
KÓNGURINN: Góðan dag, Lilla.
PRINSESSAN: Góðan dag, pabbi.
KÓNGURINN: Hefurðu sofið vel?
PRINSESSAN: Já, þökk. (Stynur.)
KÓNGURINN: Ég fer úr einu í annað.
í dag verður þú að vera inni, barnið
mitt, því að nú er von á biðlum.
PRINSESSAN: Já, pabbi. Ég er nú allt-
af inni.
KÓNGURINN: Ekki fröm, barnið mitt.
(iHirðfífliri glotta.) Að hverju eruð
þið að glotta? Ekki líklega að mér.
HIRÐFÍFIN: Nei, við erum ekki að
glotta.
KÓNGURINN: Uss, hlýðið á boðskap
minn. (Slær stafnum í gólfið.) Hér
situr einn, sem er framur í svörum og
aðrir hlæja að mér. Það er ekki hægt
að baga sér þannig. Jæja, ég verð að
setjast í stólinn minn. Og þið, Pitt og
Polt, setjið spiladósina af stað og
reynum að eiga hér ánægjulega stund.
(Spiladósin er sett af stað.)
KÓNGURINN: Svona. Nú er hér við-
kunnanlegt það finnst mér að minnsta
kosli.
Þögn. Það er barið að dyrum.
KÓNGURINN: Kom inn.
KNÚTUR: Afsakið, góðan daginn, er
þetta hjá — er þetta hjá —
KÓNGURINN: Já, drengur minn. Þetta
er heima hjá kónginum og prinsess-
unni. Hvað heitir þú?
KNÚTUR: Ég heiti Knútur.
PRINSESSAN: Oj, það er leiðinlegt
nafn.
(Hirðfíflin glotta.)
KÓNGURINN: Og hvert er erindi þitt?
KNÚTUR: Hvaða erindi? Ég vil — ég
vil------
KÓNGURINN: Þú ætlar ef til vill að
biðja prinsessunnar?
KNÚTUR: Já, þökk (herðir sig upp).
Það var erindið.
KÓNGURINN: Jæja þá. Heldurðu að
þú sért fær um að vera prins hér í
höllinni?
KNÚTUR: Já, það álít ég.
PRINSESSAN: Það held ég ekki.
(Hirðfíflin glotta.)
KÓNGURINN (slær stafnum í gólfið):
Uss, munið hvað ég hef sagt. Standið
ekki þarna og glottið, sækið heldur
stóru bókina mína. Því að nú ætlum
VORIÐ 173