Vorið - 01.12.1970, Síða 32

Vorið - 01.12.1970, Síða 32
aftur með stóru bókina.) við að ráða gátur. (Hirðfíflin hlaupa út og koma fljótt KÓNGURINN: Þakka ykkur fyrir. (Blaðar í bó'kinni.) Nú skulum við sjá, hvort þú ert duglegur að ráða gátur. KNÚTUR: Ég held ég sé það. KÓNGURINN: Jæja, svo að þú álítur það. Já, já, nú sjáum við til. — Get- urðu sagt mér hvaða steinn er holur innan? KNÚTUR: Hvaða steinn er holur inn- an? Það veit ég ekki. Er það knötlur. KÓNGURINN: Fótbolti? KNÚTUR: Já, er hann ekki holur inn- an? KÓNGURINN: Já, en það álti að vera steinn. KNÚTU'R: Já, það er satt. Það athug- aði ég ekki. KÓNGURINN: Við verður að reyna aðra gátu. Kannski gengur þá betur. Getur þú sagt mér, hvaða nálar eru ekki í nálapúðanum hennar mömmu? KNÚTUR: Hvaða nálar finnast ekki í nálapúða mömmu? Ég veit það ekki — geta það verið títuprjónar? KÓNGURINN: Títuprjónar? Hefur mamma þín ekki líka títu])rjóna í nála- púðanum sínum. KNÚTUR: Jú, það er satt. Það athug- aði ég ekki. KÓNGURINN: Ég held ekki að þú hugs- ir mikið. Þú kannt ekki neitt. Farið með hann út. (Slær í gólfið með stafnum.) KNÚTUR: Æ, sleppið mér — ég hef ekkert gert af mér... . Klípið mig ekki. Æ, hef ég sagt. . . . Hirðfíflin draga hann út með valdi, þó að hann mótmæli með hávaða. KÓNGURINN: Hann er reglulega heimskur. Finnst þér það ekki, Lilla? PRINSESSAN: Jú, faðir minn. KÓNGURINN: Já svo rogginn og drambsamur. Þá bíðum við eftir þeim næsta. (Þau geispa bæði. Það er drepið á dyr.) KÓNGURINN: Kom inn. (Dyrnar opn- ast.) PÉTUR: Góðan dag konungur. Góðan dag prinsessa. Hvað heitir þú? PRINSESSAN (alvarleg): Ég heiti Lilla. En hvað heitir þú? PÉTUR: Ég heiti Pétur, en sumir kalla mig Heimska-Pétur. KÓNGURINN (hlær): Heimska-Pétur? Það var sniðugt nafn. Og hvaða er- indi áttu hingað? PÉTUR: Ég? Ég vil biðja prinsessunn- ar. Ég hef heyrt, að hún væri svo falleg. KÓNGURINN (hlær): En segðu mér Heimski-Pétur -— ég á við Pétur. Heldurðu að þú sért fær um að vera prins hér í höllinni? PÉTUR: Ég veit ekki, en það hlyti að vera anzi gaman. KÓNGURINN: Jæja, þú heldur að það væri gaman. En ertu duglegur að ráða gátur. Geturðu sagt mér hvaða steinn er holur að innan? PÉTUR: Hvaða steinn er holur að inn- an? (Tuldrar við sjálfan sig.) Múr- steinn, grásteinn, hverfisteinn. Nei það veit ég ekki. (Attar sig.) Bíddu aðeins. Bobbinn. Hvar hef ég látið hann? .... Hér er hann. (Hlustar. 174 VORIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.