Vorið - 01.12.1970, Page 39

Vorið - 01.12.1970, Page 39
um nágrenniS og kaupa el okkur van- hagaði um eitthvað. Var það og gert. Laust fyrir kl. 11 vorum við svo mætt á Lundúnaflugvelli. Þar beið „Gullfaxi“, þota Flugfélags íslands, eftir okkur. Var nú farið í gegnum vegabréfaskoðun, tollskoðun og útlendingaeftirlit. Er út í flugvélina kom sagði flugstj órinn, sem var Skúli Magnússon, að við myndum tefjast í um það bil hálftíma vegna mik- illar umferðar en ekki „loðinbarða“, eins og á útleiðinni. Loks komumst við þó upp í háloftin og var okkur tilkynnt, að við flygjum í 32 þúsund feta hæð. Ferðin til Keflavíkur gekk vel og er þangað kom kvaddi ég ferðafélaga minn Sóleyju Jóhannsdóttur. Fórum við síð- an til Reykjavíkur með rútunni og þar kvaddi ég þá Svein og Grím og flaug að lokum heim til Akureyrar um kvöldið. Og að lokum vil ég þakka „Vorinu“ og Flugfélagi íslands fyrir hina eftir- minnilegu og skemmtilegu ferð, sem ég hlaut í verðlaun í ritgerðarsamkeppn- Valhildur, Sóley og Páll H. Jónsson. inni um London. Einnig vil ég þakka Sveini Sæmundssyni, Grími Engilberts góða leiðsögn og Sóleyju Jóhannsdóttur fyrir skemmtilega samfylgd. Valhildur Jónasdóttir. Broslesr svör Kennarinn: Geturðu nefnt mér dœmi um eitthvað, sem stækkar við liita, en dregst saman við kulda? Nemandinn: Já, sumarleyjið er langt, en jólaleyfið stutt. ★ —- Veiztu, að nú liafa þeir fundið upp vatnsglös, sem ekki láta eftir sig hringi á horðunum? — Nei, livernig eru þau? — t>au eru ferhyrnd. Drengur nokkur var eitthvað óá- nægður með tilveruna og hrœkti á húðarglugga. Eigandi búðarinnar sá þetta, tók í liákinn á stráknum og sagði: — Hvað heldur þú að mamma þín mundi segja, ef ég kæmi og hrœkti á gluggann hennar? — Hún mundi segja, að það vœri vel af sér vikið, því að við húum á fimmtu hœð, svaraði strákurinn kot- roskinn. VORIÐ 181

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.