Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 5
B J A R M I
209
Sadhu Sundar Singh.
Eins og minst var á í síðasta
biaði, er búist við að Sundar Singh
haíi andast á kristniboðsferð í Tíbet,
af því að ekkert hefir til hans spurst
í marga mánuði. — Dr. Watson, for-
stöðumaður holdsveikrabælis rjett bjá
heimili S. Singh’s á Norður-Indlandi,
skrifar vinum hans á þessa leið:
Sahathu Simla Hills.
Iudia 3. sept. 1929.
Kæru vinii 1
Þann 13. april sl. leit Sadhu
Sundar Smgh inn til min, til að
kveðja. Hann var þá á förum í
kristmboðsferð til Tibet. I fyrra fór
hann frá oss um sama leyti, og var
kominn gangandi 40 milur fjallaveg-
ina frá Rishil (við lætur Himalaya
hjá Ganges) er hann fjekk blóðspýt-
ing. — Förunautar hans frá Tibet
urðu að bera hann til næstu járn-
brautarslöðva, og þaðan komst hann
heiin aftur hingað til Sabathu, og
fjekk svo smám saman aftur heilsu.
I þetta sinn ætlaði hann að verða
samferða verslunarmönnum frá Tíbet,
og hafði sammælst við þá brjeflega.
Áætlunin var að þeir færu gang-
andi fjöiförnu pílagrímsleiðina til
Hindúa-musteiisins hjá Badrinath1).
Reyndar gat Sadhúinn þess við
mig, að þeir myndu ekki fara alla
leið til Badiinath, en beygja við áður
til austurs um Niti-skarðið til Tíbet.
— Hann ráðgerði, ef Guð leyfði, að
snúa við sömu leið til baka og koma
heim í lok júnímánaðar.
1) Badrinath er ofan til í Ganges-
dalnum, 3100 metra ofar sjó, og við rætur
samnefnds fjallgarðar, sem er 7130 metra
hár. Gamalt Vishnu musteri og heilsusam-
legar laugar laöa 'pangað um 5000 píla-
gríma á ári. Ritstj.
Hann bað mig að taka á móti
öllum brjefum sínum og svara þeim,
sem eitthvað lægi á svari, þessa 2—3
mánuði, því að póstgöngur eru engar
í þeim bjeruðum, sem hann ætlaði til.
En svo leið langt fram á sumar,
að hann kom ekki aftur og ekkert
heyrðist um hann. Hann halði lofað
að senda oss boð, ef hann yrði
veikur. En jafnframt fól hann tveim
vinum sínum, að annast um fram-
kvæmd erfðaskrár sinnar, ef hann
kæmi ekki aftur. Annar þeirra, hr.
Riddh frá kristniboði Öldungakirkj-
unnar, taldi sjer skylt að reyna að
leita hans, þegar ekkert spurðist um
hann. Fjekk hann dr. Taylor frá
Roorkee með sjer, og fóru þeir i 4
vikur gangandi um fjallabygðirnar,
komust 8000 metra yfir sjó og 4 milur
inn í Tibet. En þeir urðu einskis
vísari. Enginn þótlist hafa orðið var
við Sundar Singh, og á sama veg fór
um fyrirspuinir landamæravarðanna.
Er það bæði raunalegt og einkenni-
legt að ekkert skuli um för hans
spyrjast.
Tel jeg mjer skylt að tjá vinum
hans þessar raunalegu frjettir.
Siöasta bók hans: »Með og án
Krists«, sem jeg tel bestu bókina, er
hann ritaði, kom út i vor. Hún veitir
oss fullvissu um, að sje jarðneskri
vegferð hans lokið, þá veitist honum
nú blessunarrík návist Krists i fyllra
mæli en nokkru sinni fyr.
Páll segir i brjeíi sínu til Filippf-
borgarmanna: »Mig langar til að
fara hjeðan og vera með Kristi, því
að það væri miklu betra«. Og með
þau orð í huga er oss ljúft að sam-
gleðjast bróður vorum Sadhu Sundar
Singh, að nú hefir hann hlotið gleð-
ina og sæluna hjá Kristi, og jafn-
framt hugsum vjer sjálfir um sæla
endurfundi á lifenda manna landi.
(Jóh. 10 : 27—28; 11 : 25).