Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 23

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 23
B J A R M I 231 VII. Sjerstök málefni tll þingsins. Frá sjerfundum er haldnir voru þingdagana hafa þessar tillögur komið til ályktana-nefndarinnar: a. Frá sjerfundi um heimatrúboð f»innri missionvj. Ályktana-nefnd II. lútherska al- þjóðaþingsins ætti að fara fram á, að heimatrúboðsnefnd verði mynduð frá þeim lútherskum kirkjufjelögum, sem taka þátt i alþjóðaþinginu. Þessi nefnd hafi það hlutverk, í fullri sam- vinnu við framkvæmdarnefndina, að skýra greinilega á fundum alþjóða- þingsins frá margbreyttri reynslu heimatrúboðsstarfsins í ýmsum lönd- um og efla milli þinga innbirðis viðkynningu heimatrúboðs lútherskra Ianda«. b. Frá sjer/undi um sjómanna og útflgtjenda-trúboð. II. Lútherska alþjóðaþingið játar það skyldu hvers lúthersks-kristins manns og þakkar fórn fyrir meðtekna náð Guðs, að taka alvarlegan þátt í þjóðfjelags-umbótum, og vekur jafn- framt eftirtekt allra lútherskra kirkna og fjelaga á þeim meinum og erfið- leikum, sem alþjóðasamtök ein fá bætt verulega úr, og má þá fyrst og fremst nefna erfiðleika útflytjenda og sjómanna fjarri heimilum sinum. Þingið leyfir sjer að beina alvöru- fylstu tilmælum til allra leiðtoga rík- is og kirkju, að gerðar sjeu opinber- ar ráðstafanir til að koma í veg fyr- ir illa meðferð útflytjenda og sjó- manna í hafnarbæjum, að styðja og efla starf kirkju vorrar meðal sjó- manna og útflytjenda, er hún hefir haft með höndum undanfarna ára- tugi, og að koma til vegar að sjó- menn geti notið sunnudagshelginnar, sem aðrir menn«. c. Frá sjerjundi um lútherska blaðamensku. Blaðanefndin er sannfærð um að mikilsvert sje að koma á meiri sam- vinnu lúlherskra blaða til stuðnings lútherskri kirkju um allan heim og leggur til að eftirfarandi ályktanir sjeu gerðar í því máli: I. í sjerhverju lúthersku kirkjufje- lagi ætti að vera blaðafregnstofa sje þess nokkur kostur, er starfi örugglega í anda lútherska al- þjóðaþingsins, alveg hliðholl lút- herskri játningarkirkju, II. Frumstofn þessara frjettastofa einstakra landa ættu að vera þrjár aðalstöðvar, ein fyrir Vest- urheim, önnur fyrir Þýskaland og sú þriðja fyrir Norðurlönd, sem skiftust á um frjettir og annað efni, sem hver um sig sendi blöðunum. III. Aðalmarkið, sem að þarf að keppa, er að koma á lútherskri alþjóða-skrifstofu, er gefi út fregnir sínar á þrem aðalmálum lút- herskra manna, þýsku, ensku og »skandínavisku«. Æskilegt væri og að koma á myndaútvegun, ef til vill í sambandi við mynda- stofu í Dresden (á Þýskalandi). VI. Það þyrfti sem fyrst að gefa út »handbók lútherskra blaða«, þar sem væri greinileg áritun allra slíkra blaða, sjerkenni hversblaðs og heimilisfang ritstjóranna. Á þann veg v&ri unt að koma á blaðaskiftum til eflingar nánari viðkynningar«. Ályktana-nefndin Ieggur til að þessar tillögur verði sendar fram- kvæmdarnefndinni án þess að þingið taki ákveðna afstöðu eða ályktanir um þær. Vjer erum sannfærðir um að framkvæmdarnefndin muni taka

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.