Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 32

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 32
240 BJARMI henni og þrýsti andlitinu að eyra hennar. »Mamma«, hvíslaði hann, »þú verður að segja mjer dálítið«. »Hvað er það, elskan min?« »Hvað er að vera hjervillingur ?« »Hvers vegna spyrðu að því?« »Af því — af því jeg vil vita það«. Móðir hans skýrði orðið fyrir hon- um, og sagði að hjervillingur væri sá nefndur, sem ekki væri fullvita. Henni virtist andlit hans kælast skyndilega, en hún hjelt að það væri af því að glugginn væri opinn. Hún lagði hann út af í rúmið og breiddi vel ofan á hann sængina. — »Jeg ætla að fara að sofa«, sagði hann. — En þegar faðir hans kom inn, lillu seinna, var Hinrik litli grátandi, en ekki vildi hann segja af hverju hann væri að gráta. t*að kvöld komst þung sorg í litla barnshjartað. Leynileg angist gagntók hann. Það var eins og hann gæti aldrei orðið glaður framar. Nú skildi hann af hverju börnin vildu ekki leika við hann. Þau voru hrædd við hann, eins og hann Jens, son smiðsins, sem altaf var lokaður inni. Hann mátti aldrei koma út, þegar hann var orðinn stór. Hann hafði heyrt kenn- arann tala um fólk með aveikan heila«. Honum fanst hann stundum vera veikur í höfðinu. Það var víst í heilanum. Ó, hvað hann langaði til að tala um þetta við pabba og mömmu. Pau höfðu víst ekki tekið eftir því enn þá, að hann var bjervillingur, minsta kosti höfðu þau aldrei sagt það við hann. Það var vegna þeirra, sem hann reyndi að læra eitthvað í skólanum. Það var sárt fyrir pabba og mömmu, sem voru svo góð, að eiga hjervilling fyrir son. Stundum kom honum til hugar að drekkja sjer í ánni, hann hafði heyrt sagt að það væri ekkert slæmt að drukkna — og engan mundi gruna neitt; pabbi og mamma hjeldu að hann hefði dottið í ána af brúnni. En það var þó einn, sem ekki ljet blekkjast — Guð, sem vissi alt, og það var á móti Guðs vilja að fyrir- fara sjer, það vissi Hinrik. Mamma hans sá að það gekk eitt- hvað að drengnum, hann var orðinn svo þegjandalegur. Stundum varð hann svo ákafur, að hann varpaði sjer um hálsinn á foreldrum sinum og þrýsti sjer upp að þeim, en svo fór hann alt í einu að gráta og þaut í burtu. — Pegar þau spurðu hann hvers vegna hann væri að gráta, svaraði hann oftast: »það kemur einhvern veginn að mjer«. Foreldrarnir töluðu saman um þetta og voru áhyggjufull. Pað var auðsjeð að drengurinn var veiklaður, þreyttur og yfirbugaður. En svo kom þeim til hugar að þetta væri bara ef til vill vegna þess, að drengurinn væri sjerstaklega sönghneigður. Pað bar snemma á því hjá honum, og hann var búinn að læra dálitið að leika á orgel hjá móður sinni. þau hugguðu sig með þeirri hugsun. Og faðir hans vann og auraði saman, því það var dýrt námið í Osló. En svo gaus upp illkynjuð »inflú- enza« í bygðarlaginu. Skólabörnin lögðust mörg, þar á meðal Hinrik litli. Foreldrar hans viku tæpast frá rúminu hans. Læknirinn gaf litlar vonir um bata eða heilsu, því að eftir lítinn tíma var Hinrik búinn að fá ákafa lungnabólgu. Seinasta kvöldið hans fjekk hann alt í einu fult ráð og rænu; mamma hans var ein hjá honum. »Mamma 1« sagði hann með ákefð. »HjáIpaðu mjer til þess að biðja Guð

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.