Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.1929, Qupperneq 22

Bjarmi - 01.12.1929, Qupperneq 22
230 B J A R M I lutherskrar kirkju að sjá um að þetta blessaða smákver fái að njóta sin á heimilum, skóla og kirkju, og óskar sjerstaklega að því takist alstaðar að ná því sæti og halda því sæti í krist- indómskenslu skólanna, sem þvi ber eftir eðli sínu og þýðingu, III, Bróðurkærleikur og hjálpsemi. Lútherska alþjóðaþingið, er lætur sjer ant um að efla samfjelag lút- herskra kirkna í trú og játningu, telur biýna nauðsyn til að sami fórn- fúsi kærleikurinn, sem svo fagurlega birtist um og eftir ófriðinn, haldist við og láti til sin taka. I5að biður innilega alla lúthersk-kristna menn að þreytast ekki að sýna trúbræðr- um sinum slika kærleikshjálp fram- vegis. Þegar litið er á erfiðleikana, sem margar lútherskar kirkjur eiga við að búa, þá telur alþjóðaþingið nauðsyn á skipulagsbundinni hjálparstarfsemi og felur framkvæmdarnefndinni, er undanfarin ár hefir stjórnað henni drengilega, að halda þvf starfi áfram og gera þær ráðstafanir því viðvíkj- andi, sem hentugastar þykja, í sam- vinnu við þau fjelög, sem þegar starfa í þá átt. IV. Efling einingar meðal lútherskra kirkna. Þar sem II. lútherska alþjóðaþing- ið telur samfjelagið um trú og játn- ingu, sem þegar á sjer stað, hinn sanna og eina grundvöll að einingu hinna ýmsu lúthersku kirkjufjelaga, og lif- andi vitnisburð um þessa sameigin- legu trú besta, og í rauninni eina áhrifarika ráðið til að efla meðvitund og framkvæmd þessarar einingar, þá felur það framkvæmdarnefndinni að gera ráðstafanir til að margskonar kirkjuleg starfsemi trúarlífsins kynnist áþekku starfi og öðrum högum ann- ara lútherskra safnaða, svo að við- kynning og lifandi vitnisburður geti orðið gagnkvæm leiðbeining og upp- hvatning. Þingið bendir þá sjerstak- lega á þessar ráðstafanir: innbirðis heimsóknir kirkjumála-leiðtoga, skipu- lagsbundna fræðslu hjá lútherskum blaðfregnastöðvum, bókmentir og fjár- hagsstuðning til guðfræðisstúdenta úr fámennum kirkjufjelögum, að þeir geti stundað nám við höfuðskóla lútherskrar kirkju. V. Úrlausnarefni þjóðmála. Alþjóðaþingið felur framkvæmdar- nefndinni að taka afstöðu lútherskrar kirkju tíl vandamála þjóðskipulags vorra tíma til rækilegrar meðferðar. En skorar þó jafnframt á öll lúthersk kirkjufjelög, að beita sjer til heppi- legrar úrlausnar þeirra mála og boða þannig starfandi kristindóm í anda fagnaðarerindisins á öllum sviðum raunveruleikans. VI. Hátið Ágsborgarjátnlngar. Viðvíkjandi 400 ára minningarhátíð Ágsborgarjátningar (að ári) ályktar ályktananefndin samkvæmt áskorun dr. Behms, landsbiskups, að leggja þessa tillögu fyrir forseta alþjóða- þingsins: II. Alþjóðaþingið minnist þeirrar staðreyndar að árið 1930 er 400 ára minningar ár Ágsborgarjátningar. Það þakkar Guði, Drotni vorum, fyrir þessa játningargjöf, er hann hefir veitt lútherskri kirkju. Þingið telur alveg sjálfsagt að lúthersk kirkja um allan heim sje sammála um að þakka fyrir þennan játningar-grundvöll, sem hún er reist á, svo að við það styrkist einingarbandið meðal hennar.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.