Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 19
B J A R M I
227
Auðlegð lútherskrar trúar.
Á lútlierska alpjóðaþinginu í Kaup-
mannaliöfn flutti dr. Stadener, biskup frá
Svíþjóð, höfundur að ræðusöfnum góð-
kunnum um Norðurlönd, — erindi um
hvað lúthersk trú getur veitt kristninni,
og er hjer ágrip þess, þýlt úr »Kristilegu
Dagblaði«:
Umtalsefnið gerir ráð fyrir að lút-
hersk trú sje svo efnum búin, að hún
geti verið veitandi gagnvart öðrum
kirkjudeildum. Lúther var sjálfur
sannfærður um það. En samt lita
margir öðruvísi á. — Almenn skoðun
víða hvar er sú, að lútherskan sje
stefnulítil og fátæk kristindómsskoðun.
Rómverska kirkjan segir að sjerkenni
lútherskunnar sje afneitun og hugræn
sjálfshyggja. Rjetttrúnaðar kirkjan
gríska þykist finna ótrúlega mikinn
trúarkulda í lútherskri trú og ákærir
hana fyrir skynsemsku. Innan re-
formertra kirkna er sú skoðun all-
almenn, að lútherskan beri á sjer of
mikinn veraldarblæ, og sje, jafnvel
þar sem hún er best, lömuð af
óheiilavænlegri dultrúar kyrstöðu.
Því rniður á lúthersk trú sjálf
nokkra sök á þessum »fátæktar-
orðróm«, því að hún hefir að nauð-
synjalausu lánað kennisetningar,
lielgisiði og starfsaðferðir frá öðrum
kirkjufjelögum. Hún hefir gerst sek
um trúar-sambland, sem ekki var
heppilegt.
Hið nýja og mikilvægasta, sem
lútherskri trú var veitt að ílytja, var,
að ekki væru 2 eða fleiri eða margir
hjálpræðisvegir, en að eins einn ein-
asti. Hið nýja var, að alt safnaðist
um »Solam fidem« (trúna eina), að
trúin var svo kröftuglega boðuð. —
Utan frá sjeð kann það að virðast
fátæklegt, en er í raun og veru hin
mesta auðlegð. Lykillinn að öllu
himnariki er fyrirgefning syndanna
og rjettlæting af trúnni. Sá lykill
gengur að játningum gömlu kirkj-
unnar, að ummælum biblíunnar og
leyndardómsfylstu dyrum mannlegs
lifs. Andleg upplýsing, kraftur til
heilags lífernis og friður við heilagan
Guð, — alt þetta felst i trúnni.
Það er að rjeltu lagi engan veginn
erfilt að hrekja sögusagnirnar um
fátækt lútherskrar kirkju.
Meðal yfirburða lútherskrar trúar
má nefna, að hún hefir uppgötvað,
að trúin veitir frjálsmannlega lífs-
skoðun, án þess að setja það fyrir
sig, hvort alheimsskýring er fundin
að fullu eða ekki. — Annar yfirburður
hennar er örugg og þó frjáls afstaða
gagnvart heilagri ritningu.
í siðferðilegu tilliti veitir lútherskan
oss fyrst og fremst þá uppgötvun
trúarinnar, að ekki sje nema einn
einasti mælikvarði fyrir siðferðilega
breytni, sem sje samviskan bundin
af Guðs orði.
Þjóðlífinu hefir lúthersk trú verið
mikilvæg að þvi leyti, að hún hefir
verið þar sí-endurnýjandi kraftur,
þar sem hún hefir valdið samvisku-
þroskun, sem styður og hreinsar
þjóðfjelagið. Fremur öllu skapar
þessi trúarörugga samvisku-þroskun
samræmi og fasta viljastefnu ötulla
manna, manna, sem hlaupa ekki
eftir Guðs ríki f kirkjunni eða ann-
arsstaðar, en eiga Guðs ríki hið
innra með sjálfum sjer.
Hin dýrmætasta auðlegð lútherskrar
trúar er það, sem hún flytur í trúar-
legu tilliti. Alt lífið er skoðað frá
sjónarmiði trúarinnar, hvað Guð er
og til hvers menn trúa á Guð, þýð-
ing og hagnýting timanlegra gæða, —
um það alt leikur ljós trúarinnar.
Lúthersk trú ratar leið út úr óviss-
unni, og flytur oss skammsýnum
syndurum og fallvöltum mönnum
með því blessun, meiri en orð fá
lýst. Hún sýnir oss leiðina til trúar-