Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 24
232 B J A RMI vinsamlegt tillit til þeirra eftir því sem aðstæður í ýmsum löndum frekast leyfa. VIII. Þakkir1). II. lútherska alþjóðaþingið sam- þykkir í einu hljóði að þakka hjart- anlega framkvæmdarnefndinni, og þá sjerstaklega sex manna úrvalinu inn- an nefndarinnar, þeim herrum: dr. Morebead, biskup Ihmels, prófessor Jörgensen, baron von Pechmann, dr. Pehrsson og dr. Boe fyrir margbreytt, erfið, en blessunarrík nefndarstörf þessi 6 ár, er hún hefir starfað (síð- an á I. þingi í Eisenach). Jafnframt þakkar þingið innilega dönsku nefndinni, þar sem Ostenfeld biskup er formaður, fyrir margháttuð undirbúningsstörf, umsjón og gestrisni þessa þingdaga. Loks þakkar þingið borgarstjórn Hafnar, heimatrúboðinu fyrir funda- húslán og öllum gestgjöfunum og vinum þingsins fyrir auðsýnda gisti- vináttu. Framkvæmdarnefndinni er falið að vekja eftirtekt hinna ýmsu lúthersku kirkjufjelaga á þessum ályktunum, sem hjer hafa verið samþyktar, til þess að framkvæmd þeirra lánist. Jafnframt eru allir viðstaddir fulltrú- ar mintir á, að gera þær kunnar kirkjum, sem þeir eru frá, og jafn- hliða vinna sjálfir persónulega í heimakirkjum sínum að þeim hlut- verkum, er efla allsherjar bræðralag. N æ s t a allsherjarþing lútherskra rnanna á að verða í Chicago í Banda- ríkjunum árið 1934. 1) Pessi grein er talsvert orðfleiri á frummálinu. Ptjðandinn. Svo víða um heim. Svo víða um heim sem himinsól fer og heimkynni manna liggja, til boða náð Drottins öllum er þá ástgjöf sem vilja þiggja. Hann sjer hverja instu eilífðarþrá, sem alt hjer um svölun neitar, og hlustar hvert nætur-andvarp á, sem upp að hans hástól leítar. Hann tendrar silt orð, það iýsir leið, sú leiðsögu-stjarnan skæra hún huggar, hún vermir, hleypur sitt skeið uns bjartað sjer frelsarann kæra. Og sitjir þú dýpsta afkima í og allir á jörðu þjer gleymi, og sjert þú hinn aumasti’ af öllu því, sem aumast er kailað í heimi. Og hreyki sjer synd þín hærra en ský og heyrir þú dómsorðið stranga, og þyki þjer minning hver þung sem biý og þrumur og eldingar ganga — Pá kalla til hans í himininn, hann heyrir, er syndari biður; hann lætur þig flnna frelsara þinn, sem friðar og huggar og styður. Og finnir þú hann, alt þú finnur þá, þá fjarlægist alt sem lamar; pá blómgast vonin, sem barst í dá, og bliknar svo aldrei framar. Wexels orkti á norsku. — B. J. þýddi á ísl. 2 yngstu ræðumenn lútherska alþjóðaþingsins, báðir þýskir, töluðu af eldmóði um hve mannlegur máttur megnaði smátt i guðsríkisstörfum. — »Verum ekki svo barnalegir«, sagði annar þeirra, »að tala um að vjer sjeum að reisa Guðs ríki á jörðu, þótt vjer getum unnið einhver líknarverk eða komið á ofurlitlum þjóðfjelagsumbótum. Nei, það er ekki annað en lítilsháttar þakkarfórn vor fyrir óendanlega náð heilags Guðs við oss, synduga menu«. — Petta er vel mælt, en greinileg eru þar áhrif frá Barth’s-stefnunni, nýjustu guðfræðistefn- unni í Mið-Evrópu.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.