Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 30

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 30
238 B J A R M I þá voru 23266 teknir höndum fyrir drykkjuskap í borginni, — enda þótt þá væru miklu vægari lagafyrirmæli um drykkjuskap á almannafæri og miklu siður en nú skift sjer af því þótt einhvrr sæist ölvaður á götu. í fám orðum: fessar tölur, eins og allar rjettar skýrslur um þessi efni, sýna, að bannlögunum er hvergi nærri vel hlýtt á Finnlandi, en þó hefir drykkjuskapur þverrað stórkostlega síðan þau komust á. — Og það kem- ur engum Finnlending til hugar að nokkur líkindi sjeu til að þjóð og þing hafni lögunum á næstu árum. Hjervillingurinn. Ingibjörg Ólafsson segir frá. Atburður sá, sem jeg ætla að segja frá, skeði fyrir nokkrum árum í af- skektri sveit í Noregi. Eldra fólkið talar ott um það sín á milli, og ung- lingarnir hlusta þögulir á, — það hafði kostað margan þeirra heit tár og þung. Fyrir á að giska 15 árum fluttust ókunnug hjón í bygðarlagið. Þau keyptu sjer lítið, ómálað timburhús lengst inn í skógi. Falleg voru þau bæði og ung. Það var skrafað margt um þessi aðkomu-hjón. Sumir sögðu að konan væri sýslumannsdóttir, og að hún væri eins vel að sjer eins og sjálf prestskonan. En maðurinn var óbrotinn verkamaður, ekkert sögu- legt við hann, annað en giftingin. Margt var um það skrafað, hvernig þau hefðu farið að ná saman, sumir fullyrtu jafnvel, að þau væru alls ekki gift. En svo sló presturinn á alt þvaðrið einn góðan veðurdag í kaffisamsæti hjá oddvitanum, með því að segja hátt og í heyranda hljóði, að þau væru rjett hjón, bæði fyrir Guði og mönnum; hann hefði sjálfur sjeð giftingar-vottorðið. Og enn fremur sagði presturinn að hann þekti vel til þessara bjóna. Maðurinn hefði verið vinnumaður hjá sýslu- manni, föður konunnar, þeim hefði þegar litist vel hvoru á annað, en sýslumaður hefði ekki viljað leyfa þeim að eigast og rekið piltinn úr vistinni. En þá hefði dóttirin sam- stundis farið til Osló, og þar hefðu þau gift sig. »Svona er nú sagan«, sagði prest- urinn. Og svo bætti hann við, ákveð- inn og einarður, eins og hans var vandi: »Ætli fólk geti svo ekki látið sjer það lynda, og hætt að baktala þessi heiðurshjón?« Oddvita-frúin flýtti sjer að brydda á öðru umtalsefni. Presturinn gat verið svo einstaklega tannhvass, og sagt sóknarbörnunum beiskan sann- leikann upp í opið geðið á þeim. Hann naut almennrar virðingar, og orð hans hrifu. Pegar það frjeltist að presturinn hefði tekið svari ný- komnu hjónanna, fóru menn að verða miklu hlýlegri við þau. Bændakon- urnar báru nú virðingu fyrir ungu konunni, sem vissi svo langtum meira en þær, og svo var litla heim- ilið hennar æfinlega hreinlegt og vist- legt. Þær sögðu að hún »skúraði« hjá sjer á hverjum degi, og það þótti þeim nú helst um of. Ungu hjónin lifðu hamingjusömu lífi í litla timburhúsinu sínu, og höfðu ekki minstu hugmynd um skrafið í fólkinu. Maðurinn vann að viðarhöggi. Bæði voru þau iöin og sparsöm, og höfðu því nóg fyrir sig að leggja. í fyrstu höfðu þau engin kynni af nágrönnum sinum, en það smábreyttist og fjell öllum þaö vel. Eftir tveggja ára samveru eignuðust þau dreng, sem þau ljetu heita Hinrik.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.