Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 8
212 B J A R M » ( reið, sem Jónas K'istjánsson hjer- aðslæknir Skagíirðinga var að láta sækja suður. Um kl. 7 um kvöldið komu bif- reiðarnar báðar að Fornahvammi. Er þar steinhús nýtt og rúmgott, sem kunnugt er. Af þvi að hópurinn var svo margmennur, var afráðið að gista þar fremur en að þurfa að skifta liði norðan Holtavörðuheiðar. Uistingin var góð og allur beini, en ekki var laust við að mjer þætti það dálítið rýstárlegt, að hafa litla mat- arlist i Fornahvammi, af því að mað- ur var svo að segja nýbúinn að borða f — Borgarnesi. — Fyr á árum hefði það þólt ótrúlegt, því að þá var full dagleið á irtilli Fornahvamms og Borgarness. Tíu sinnum kom jeg að Fornahvammi á skólaferðum fyrrum og oft siðan, en aldrei hafði jeg þó gist þar fyrri. Hvammur og Sveina- tunga í Norðurárdal, voru »mínir bæir« á þeim árum, en Melar norð- an heiðar. þólti mjer miður að geta ekki komið við á neinum þeim bæ í förinni. Skólabræðrum mínum þóltu slæmir hagar og lítil húsakynni til gistingar í Fornahvammi fyrrum, en gott var þó að fá sjer þar kaffii á haustin, þegar hrakveður var á Holta- vörðuheiði. Man jeg að vjer komum þar einu sinni f stórum hóp og stórrigningu norðan af heiði, og skipuðumst þjelt um ofninn í litlu gestastofunni. — Varð þá einum, sem nú er orðinn orðvar prófastur, það á að segja í áheyrn bóndans: »Það er nógu gott að hafa svona skómaskot til að skríða inn í þegar vont er veður«. Bóndinn hló góðlátlega, því að hann þekti skólapilta, en við hinir notuðum tækifaerið til að setja ræki- lega ofan í við fjelaga okkar, með- fram líklega af því, að það þóttu einsdæmi að hann gæfi nokkurn höggstað á sjer með ógætnum orðum. Nú dettur engum feiðamanni »skúmaskot« í hug, er kemur að Fornahvammi, enda var þar húsfyllir ferðamanna nærri daglega í sumar. Daginn eftir var farið af stað um miðjan morgun; vegurinn var góður inn dalinn að gamla sæluhúsinu, eða þangað sem vegabótamenn voru komnir. Lakari vegur, en þó sæmi- legur úr því, og svo vel áfram hald- ið að við komumst i morgunkaffið á Melstað um dagmálaleytið 14 í hóp. Að Miðhópi, Blönduós og sjerstak- lega á Æsuslöðum í Langadal var nokkur viðdvöl. Var tilætlunin að skrafa við síra Gunnar Árnason, en hann var ekki kominn heim frá messugjörð á Bergsstöðuin. Tengda- foreldrar hans, sira Stefán á Auð- kúlu og kona hans, voru stödd á Æsustöðum hjá dóttur sinni, og fögn- uðu þau öll vel ferðafólkinu. 1 Bólstaðahlíð, sem ekki er i Langa- dal, eins og nýlega stóð i ferðasögu að norðan, heldur í Svartárdal, var farið um hlaðið, og rjett tækifæri til að taka í hönd húsbóndans, Klemens Guðmundssonar, og lofa að koma við á suðurleið. Vegurinn þaðan upp á Vatnsskarð er nokkuð brattur og líklega viðsjáll í rigningu, en nú var þurkur og skarðið sæmilegt yfirferð- ar; brá þó stórum um til bóta, er komið var á Skagfirðingabraut fyrir neðan Víðimýri. Um kl. 7 að kvöldi var staðar numið á Sauðárkrók, og hjet jeg því að fara ekki svo langa dagleið og krókalausa á heimleið- inni. Vinir okkar á Sauðárkrók tóku okkur svo vel, að við komumst ekki þaðan fyr en eftir miðjan dag dag- inn eftir. Síra Hálfdán vígslubiskup flutti okkur í bifreið yfir að Vatns-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.