Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 14
218 B J A R M I inni máltíð gerði hann aftur bæn sína, svo stóð hann upp og bað Guð að launa mjer matinn. Þvi næst fór hann leiðar sinnar«. Prestskonan þagnaði við, svo hjelt hún sögunni áfram: »Jeg hefði lík- lega ekki hugsað svona mikið um ókunna manninn, ef mig hefði ekki dreymt svo einkennilegan draum í nótt. Mjer þólti jeg vera á ferð um veglausa eyðimörk, jeg gekk áfram, án þess að vita eiginlega hvert jeg var að fara. Mjer fanst jeg vera orðin alveg úrvinda af þreytu og hungri. Pá þykist jeg mæta ókunn- um manni, sem fer að segja mjer til vegar heim til sín. Þelta er þá sami maðurinn, sem kom til mín f gær- morgun. Jeg varð hreint hugfangin af hinu elskuverða viðmóti mannsins og gekk við hlið hans þegjandi og hlýddi undrandi á orð hans. Við gengum upp snarbratta hrekku, þegar við komum upp á brúnina, námum við staðar hjá unuðsfögrum aldingarði. Blasti þar við augum minum ósegjan- leg dýrð, stm gagntók mig. Föru- nautur minn leiddi mig inn í lauf- skála einn mikinn, skygðan fegurstu rósatrjám. Inni í laufskálanum var borð alselt miklum og margvíslegum ávöitum, Síðan leiddi hann mig til sætis og bauð mjer að bragða á hinum svalandi ávöitum, þar eð jeg væri bæði vegmóð og þyrst. Og svo sagði hann við mig, með röddu, sem jeg gleymi ekki: »Hungraður var jeg og þjer gáfuð mjer að eta 1« »t*u ert Kristur!« hrópaði jeg þá og varpaði mjer við fætur hans. bÞví sagðirðu mjer það ekki, þá hefði jeg gefið þjer betra að borða!« »Þú gafst mjer það, sem þú batðir fyrir hendi«, sagði hann. »Og þú hafðir viljann til að gera betur til min«. — — — Þegar prestskonan hafði lokið máli sínu, tók aldraða konan til oiða og var mjög skjálfiödduð og lágtöluð: »Mig dreymdi líka draum«, sagði hún. »Mjer þótti jeg vera orðin svo ósköp fátæk og varð að biðjast bein- inga. Iíom jeg þá að stóru húsi, bæði hungruð og þreytt, og drap þar að dyrum. — Jeg ætla ekki að segja ykkur hvernig mjer varð við, þegar dyrunum var lokið upp, og maður- inn, sem jeg rak burt með ónotum f gær, kom út til mín. Jeg þóttist verða mjög vandræðaleg, en stundi þó upp eiindinu, og bað hann að gefa mjer eitthvað að boiða. En hann horfði á mig alvörugefinn og sagði hnugginn í bragði: »Hungraður var jeg og þjer gáfuð mje.r ekki að eta 1« Pá skildi jeg á augabragði hver hann var, og hneig magnþrota að fótum hans, og sagði hágrátandi: »Herra, hefði jeg vitað að það varst þú — hefði jeg vitað« — — — Svo vaknaði jeg og mjer leið illa, en huggaði sjálfa mig með þvi, að þetta ~væri að eins draumur, og jeg hætti að hugsa um hann«. — »Þessi draumur er bending til okkar alira«t sagði prestskonan. — »Við eigum fyrst og fremst að muna eftir þessum orðum Krists: »Það sem þjer gerið einum af þessum minstu bræðrum mfnum, það hafið þjer gert mjer« — og gera öðrum gott á meðan við höfum tíma og tækifæri til«. G. L. Gjafir til kristniboös: Safnað í Bol- ungarvik af konu 70 kr., önnur 10 kr. — Til Prestslaunasjóðs Strandarkirkju, kona í Rf. 5 kr. Bæring Akureyri 5 kr.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.