Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 20
228 B JARM 'vissu. Sumar aðrar kirkjudeildir neita því, að sál mannsins geti náð til hjálpræðis-fullvissu og setja þar mörg skilyrði, er rugla menn, en lútherskan styðst eingöngu við fyrir- heiti Guðs orðs, trúir þeim og öðlast vissuna. í þessu tilliti þarf öll kristni jarð- arinnar að verða lúthersk, eignast og boða trúarvissuna. — — Zoellner biskup. Kirkjanogþjóöfjelagsmeinin. Viö umræöurnar um það efni á lútherska alpjóöaþinginu vakti Zoellner biskup, frá Múnster á Pýskalandi, mikla athygli. Ágrip af þeirri ræðu hans er hjer þýtt, að mestu úr »Kristeligt Dagblad«: Fyrst lýsti biskupinn ýmsu skugga- legu ástandi hjá Þjóðverjum og ná- grönnum þeirra og mælti svo meðal annars: Þjóðfjeiagsmeinin verða alstaðar fyrir manni. öll verömæti er verið að umsteypa, og vestræn menning er í hættu. í austri er blóðrauð ráð- stjórnar-stjarna við sjóndeildarhring- inn. Vonleysi og vandræöi alþjóða er framtíðarvon þar eystra, því meiri fátækt og eymd, því hægara að koma á byltingu og jarða alla vestræna og kristilega menningu. Miklar og djúpar eru ytri mein- semdirnar: atvinnuleysi, híbýlaskort- ur, fjárskortur, — en dýpri eru innri meinsemdirnar. Þar er aðalmeinsemd- in, að mannsandinn ímyndar sjer að að hann þurfi ekki á lifandi Guði að halda. Hinn gamli draumur Grikkja hefir endurtekist og var orðinn almennur: Ekkert er æðra en maðurinn og hann er takmark alls. 1 siðferðilegu tilliti er hver maður óháður öllu nema sjálfum sjer, Guðs vilji er honum óviðkomandi. Og svo kom til við- bótar í sambandi við rjetta eða rang- skilda heimspeki Hegels og rangskilda Darvinskenningu menningar-bjartsýni eða oftrú á framförunum meiri en nokkru sinni fyrri. Menn hjeldu að upp væri runnin sönn gullöld frjálsra manna. Þungur dómur Drottins hefir fram farið yfir því öllu Óltalegur var hann. En hver tekur eftir honum? — Enn er verið að benda á gríska drauminn til fyrirmyndar í uppeldis- málum. Dómurinn er þó fram kominn. Fólkið dreymdi um dýrðlegar afleið- ingar sjálfræðisins í siðferðislegum efnum, en mætir í dag siðferðiseyð- ingu, sem engin mentun nje aðvörun getur ráðið við. Frá Ameriku berast tillögur Lindsey dómara (um »bráða- byrgða-hjónabönd«) út um löndin og gerspilla heimilunum. Heimsdrottinn er sá í dag, sem getur sameinað í sjer óskir múgsins. Hann er ofurmennið, sem setur reglurnar fyrir handan gott og ilt. — En vegur Droltins vors um jörðina, er blóði drifinn og döggvaður tárum.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.