Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 29

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 29
ÖJARMI 237 Bannlögin í Finnlandi. Skrifstofustjóri í socíal-ráðuneyti Finna, Liakka kanselliráð, frá Helsingfors, flutti ýms erindi um áfengisbann Finnlands á bindindisþingi Danmerkur liðið sumar. Er hjer siutt ágrip af orðum hans. Bannlögin ern 10 ára gömul I Finnlandi, en baráttan fyrir þvi máli miklu eldri. Árið 1907 saraþykti lög- Liakka skrifstofustjóri. gjafarþing Finna bannlög nærri í einu hljóði — að eins fáeinir sænsk mæl- andi þingmenn á móti. — En Rússa- stjórn neitaði að samþykkja þau. Jafnskjótt og fult sjálforræði var feng- ið, 1919, komust þau á. en þá bafði ófriðurinn mikli og síðan innanlands- styrjöldin spilt mjög löghlýðni og aukið stjettahatur. Bændur og verka- menn höfðu aðallega borið málið fram í fyrstu og eru helstu stuðnings- menn þess enn. Seinna snerust prest- ar og kennarar yfirleitt á sömu sveif, en fjölda margir læknar og lögreglu- menn, einkum i æðstu embættum höfðu verið þeim mótfallnir, sjerstak- lega f sænskumælandi hjeruðum Finn- lands, er einmitt liggja flest með sjó fram og á eyjunum þar sem hægast er að smygla. Alt þetta hafði vitanlega valdið erfiðleikum um framkvæmd laganna, en samt er langmestur hluti þings og þjóðar eindreginn með bannlögunum, og er sannfærður um að, þrátt fyrir öll lagabrot hafa lögin aukið velmeg- un almennings. Allar tillögur, sem komið hafa fram gegn lögunum á þingi Finna, hafa verið tafarlaust feldar. Andstæðingar laganna, er sjá að þeir geta engu umþokað heima fyrir, hafa, — liklega í samráði við erlend andbanningafjelög — dreift út um heiminn ótal lygasögum um slæman árangur af lögunum. Rær eiga að spilla sigurför svipaðra lagasetninga í öðrum löndum, og eru þvf rækilega birtar í blöðum andbanninga úti um heim. Jeg get nefnt eitt dæmi af mörgum, sagði hr. Liakka. í vor sem leið fór sú fregn frá Helsingfors, að samkvæmt opinberum skýrslum hefði tiundi hver maður í höfuðborg vorri, Helsingfors, verið sektaður árið sem leið fyrir bann- lagabrot. — Rað mátti ekki minna vera! — Skýrslurnar sjálfar sögðu: Árið 1928, tók lögreglan í Helsingfors 20473 karla og 1390 konur fastar fyrir drykkjuskap, 17662 þessa fólks fjekk sektir eða þingri dóm. Auðvitað eru þessar lölur sorglega háar, en margt er þó að athuga áður en nokk- ur sanngirni er að síma þær afbak- aðar til erlendra blaða. lbúar borg- arinnar voru í árslok 223544, og fjölda margir þeirra, sem dóm fengu voru aðkomumenn, sem sleppa sjer í stór- borginni. Ennfremur er rjett að minn- ast, að árið fyrir ófriðinn, meðan engin bannlög voru í Finnlandi, og íbúar í Helsingfors að eins 163083,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.