Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 31

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 31
B JARMI 239 Þegar hann var fæddur, fanst báð- um að hamingja þeirra vera fullkomin. Pegar sýslumanns-frúin frjetli að hún væri orðin amma, ljet hún mann sinn eigi í friði, fyr en hann sam- þykti ferð hennar til þess að skoða dóttursoninn, og Ijet meira að segja svo lítið, að skrifa tengdasyninum og bjóða honum peningahjálp, til þess að setja á stofn verslun í Drammen. Það var þó viðunandi að eiga kaupmann fyrir tengdason, eitthvað annað heldur en rjettan og sljettan viðarhöggsmann. En sýslu- maðurinn varð fyrir þeim vonbrigð- nm, að dóttir hans þáði ekki boðið. Hún vildi ekki flytja úr sveitinni. »Maðurinn minn kann best við sig í sveitinni«, sagði hún, »og jeg sömu- leiðisct. Drengurinn óx. Hann varð stór og þrekvaxinn, þunglamalegur og tor- næmur, en góður við alla, kurteis og vel upp alinn. Hann var fríður sýnum, eins og foreldrar hans, Ijós- hærður og bláeygur. Svo fæddist litil stúlka, sem lifði aö eins eitt ár. — Andlát hennar var fyrsta sorgin þeirra — og hún sameinaði þau enn betur. Móðurinni þótti vænt um litla dreng- inn sinn, — hinn fyrsta og eina. Faðirinn var »upp með sjer« af hon- um. Auðvitað átti hann annaðhvort að verða prestur eða sýslumaður. Faðir hans hafði safnað saman nokkrum hundruðum króna og lagt í sjóð. — »það kostar mikið að lesa við háskólann i Osló«, sagði hann við konu sina. En hún var ekki al- veg á sama máli og maður hennar. — »Jeg held það sje rjettast að hann verði organleikari«, sagði hún. »Hann er gefinn fyrir sönglist«. En Hinrik var lítill drenghnokki enn þá, og fyrst var að kenna hon- um grundvallaratriði mentunarinuar. Hann var sendur í barnaskólann, til þess að læra lestur, skrift og reikning. Honum gekk ekki vel í skólanum. Honum gekk svo illa að þekkja upp- hafsstafina og þó var reikningurinn enn þá erfiðari. — Einn daginn barði kennarinn hnefanum í borðið og sagði byrstur: »Hinrik, þú ert hjer- villingur 1« Hinrik þótti mjög vænt um hin börnin. Fram að þessu hafði hann ekki haft aðra leikfjelaga en foreldra sína, en nú var hann með mörgum jafnöldrum sínum, piltum og stúlkum. Það var svo gaman þegar þau vildu leyfa honum að leika sjer með þeim. E*au gerðu það fyrst í stað, en svo hættu þau því. — Hinrik var besta grey — víst var hann það, og altaf vel klæddur, mamma hans var líka af heldra tæginu, — en hann var svo klaufalegur og seinn, og skilningssljór, sögðu böinin i sinn hóp. Einu sinni reyndi hann að smeygja sjer í leikinn hjá hinum börnunum, en stóru strákarnir ýttu við honum og ráku hann burt. »Hvað ætlar þú, hjervillingurinn 1« sögðu þeir. Þann dag kom Hinrik grátandi heim til móður sinnar. Hún spurði hann hvað gengi að honum, en hann vildi ekki segja það. Eftir þetta stóð hann oft í dyrum skólahússins og horfði á leik hinna barnanna. Einhverju sinni sá hann fáeinar smátelpur leika sjer saman, hann herti upp hugann og fór til þeirra, og vildi fá að vera með í leiknum. »Nei, haldið þið það sje! Kemur ekki hjervillingurinn og þykist vera mik- ill maður!« sögðu smátelpurnar. Um kvöldið, þegar mamma hans bað kvöldbænina með honum, tók hann alt i einu utan um hálsinn á

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.