Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 43

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 43
BJARMI 251 einhver »Slrauma«-maður gæti ekki fengið samþykta á einhverjum »kirkjumálafuDdi« áskorun um að brenna Passíusálmana og Helgakver en fela þeim Iialldóri Kiljan Laxness, Pórbergi Pórðarsyni og Einari Magn- ússyni að gefa út spurningakver handa börnum og húslestrabók til lesturs um jól og langaföstu? Til bráðabyrgða mætti líklega notast við »Fræði Strauma« hin minni, Brjef til Láru, Eldskírnina og Um kristni- haldið í Suðursveit eftir Pórberg og Alþýðubók Kiljansl — Ef »Fræði Strauma« hin minni þættu »þurmeti« fyrir unglinga, mætti sækja »viðbitið« í svæsnustu kaflana í »Vefaranum mikla« og í klúryrðustu kynferðis- málabækurnar nýju. Ætli það mætti ekki kalla það einstaklega »frjáls- ]yndan« fermingarundirbúning, ef ný- guðfræðisprestur tæki þann sið upp? Varla mundi unglingum í neðri bekkjum Mentaskólans leiðast á meðan t. d. trúmálakennari þeirra hlýddi þeim yfir slíkan lestur. Ætli enginn fáist til að tala með því á næsta kirkjumálafundi í Borg- arnesi? En óhætt er að segja þessum 34, og öllum þeim annarsstaðar, sem eru þeim sammála, að þeir eru æði margir enn á landi voru, sem trú og þrek eiga til að vera með þess- um eina, sem einurð átti til að greiða atkvæði gegn þessari fjarstæðu á fundinum. — Var það leikmaður eða prestur? — Og það fara að koma brestir í þjóðkirkjubygginguna alla áður en trúarjátningunni postullegn er varpað á dyr, og meira að segja alveg óvíst um launahœkkunina. — Kristnir menn og konurl Látum þessa árás verða til þess, að vjer játum trú vora, bæði nú um jóla- hátíðina og endrarnær, með enn 'meiri alvöru en nokkru sinni fyrri, og ihugum betur en áður skýringar Lúthers. Hvaðanæfa. ....—.... —jj Helma. Ólafur Ólafsson kristniboði skrif- ar frá Shanghai i Kína 27. okt. s. 1.: ». . . Jeg er eini karlmaðurinn í norska fylgdarliðinu og hefl þvi fyrir 3 konum og 10 bðrnum að sjál — Alt útlit er fyrir að hjer i landi fari nú aftur alt í bál og brand. En vonandi rætist betur úr, en margir spá. Kristniboðarnir halda sínu verki áfram víðsvegar um landið og heflr þeim fjölgað stórum í haust. — Hingað komum við 24. þ. m. en leggj- um af stað uppeftir íljótinu 29. — Viö höfum mikinn farangur; hefi jeg keypt hjer ýmsar nauðsynjavörur fyrir fjelaga mina, sem inn í landi eru; t. d. matvörur fyrir nálega 2 þús. krónur. — Hefi haft mikið fyrir þvi. Og svo er jeg fjárhalds- maður íöruneytisins. — Ferðalagið heflr gengið prýðisvel hingað til«. Krishnamurti, Indverjinn, sem Guðspeki-vinir og Stjörnufjelagsmenn hafa hingað til talið nýjan mannkyns- fræðara, hefir lýst því yflr á Alþióða- fundi Stjörnufjelagsmanna í Ommen i Hollandi í ágúst siðastl., að Stjörnu- tjelagsskapnum sje slitið. — Flutli »Morguntilaðið« langa grein um þann fund i haust eftir erlendu blaði, er kemur vel heim við 2 nýprentaðar ræður eftir Krishnamurti. Þar segir að hann hafi eitt sinn sagt áheyrendum sinum »að þeir ættu að hætta öllu bænahaldi«, og »lyrir sjer væri enginn persónulegur Guð til«. Stjörnufjelaginu skyldi slitið, »af því að það skapi ekki andleg verð- mæti, en hætt sje við að úr því verði trúarflokkur, sem geti orðið þröskuldur á vegi sannleikans«. — Trúarbragðafjelög eru sannleikanum einskis virði. — Hann sagði blátt áfram að hann áliti það hlægi- legt að halda fjelagsskapnum áfram, þeg- ar þess væri gætt, hve hann hefði verið vanmegnugur í því, að breyta líferni fje- lagsmanna«.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.