Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 7
B J A R M I 211 i Sumar-minningar. Peim, sem margoft hafa farið á hestbaki milli Suður- og Norðurlands, þykir það nýstárlegt er hann fer í fyrsta sinn i bifreið þá leið. En jafn- aðarlega ber þó miklu færra sögulegt við í bifreiðarferð en á hestbaki. Það er farið svo hratt um landið og erfiðara að fara krók heim til kunn- ingjanna, einkanlega ef samferðafólk- ið er margt, og sumt vill komast sem fljótast alla leið. Pað er lítið gagn og enn minni skemtun að þjóta áfram þreyltur og syfjaður í hastri bifreið á vondum vegum, og sjá tilsýndar bústaði vina og kunningja, sem engin leið er að finna að máli. — Hilt er miklu ánægjulegra að fara í lítilli bifreið, samferða því fólki, sem ekki þarf að flýta sjer og er fúst til að fara smá- króka. Sjaldnast þarf »að fara af baki«, þótt »vegurinn« sje ekki bein- línis gjörður fyrir bifreiðar. Bifreið- arstjórar norðan lands eru þegar orðnir vanir svo misjöfnu á þjóðveg- unum, og þeir, sem jeg hafði kynni af í sumar, voru jafnframt svo gætn- ir og öruggir, að manni kom engin hætta til hugar, þótt göturnar væru sumstaðar ýmist blaular, brattar, tæpar eða grýttar eða hrein vegleysa um móa eða mela og jafnvel deig- lendi. Unglingar í sveit þekkja þá »list« að fara á spretti yfir litlar ár eða stöðupolla, »til að sjá gusurnar«. — rifjaðist það upp fyrir mjer í sumar, er einn bifreiðastjórinn »sló í klárinn«, eða rjettara sagt, jók hraðann stór- nm, er bifreiðin kom að sandbleytu- kvísl. — Áður en hann »tók sprett- inn« ráðlagði hann samt okkur far- þegunum »að fara af baki« og ganga trjebiú, mjóa og ljelega, yfir kvíslina. Jeg hálfsá eftir að jeg skyldi gegna því, því að »auðvitað« tókst »sprett- urinn« vel, þótt »gusugangurinn« væri talsverður, en við urðum af þeirri ánægju að fara í bifreið yfir sandbleytu-kvísl, sem mjer var vel kunn að misjöfnu frá fyrri árum. Pað var besta veður, laugardags- morguninn, sem við hjónin lögðum af stað úr Reykjavik, í ágúst liðið sumar, og samferðafólkið var margt, er norður ætlaði með Páli Sigurðs- syni ökumanni frá Sauðárkrók. Bif- reiðin var stór, en sæmileg á góðum vegi úr Rvík upp að Hvalfirði. Rjett fyrir innan Eyri í Kjós, var »stigið af baki«. Var þá stór bátur Guð- brandar Thorlaciusar bónda í Kala- staðakoti á leið yfir fjörðinn að sækja okkur. — Engin var bryggjan hvor- ugu megin fiarðar, svo bátsverjar urðu að bera karla og konur í bát- inn og úr honum aftur. Traustir voru þeir og vanir, svo að alt gekk það vel, en erlendu ferðafólki þætti sá flutningur nokkuð á eftir timan- um, en þó vel lagaður til frásagna og sýnis í skopblöðum. Dijúgur spölur er frá lendingar- staðnum noiðan Hvalfjarðar og upp að þjóðvegi, og hrein vegleysa um votlendi efri hluta leiðar, svo að bera varð af hestvagni, er átli að flytja farangur okkar upp að bifreið- inni, er beið á þjóðveginum. — Er brýn nauðsyn til að þar verði gjörð- ur akvegur sem allra fyrst, því að alt af vex þar umferðin. Vegurinn alla leið frá Hvalfirði og upp fyrir Hestháls var svo grýttur, og bifreiðin svo »höst«, að jeg fór að kvíða fyrir ferðalaginu. En það lagaðist alt er kom á brautina i Borg- arfirði. — Við »skruppum« ofan í Borgarnes, 20 km. krók, snæddum þar miðdegisverð, og þrent samferða- fólkið settist þar í nýja og góða bif-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.