Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 16
220
BJARMI
með góðum árangri, því yfirleitt var
stofan vel sótt þann tima sem hún starf-
aði (vertíðina), og margir gestir hennar
ijetu i ljósi ánægju sína yfir starfinu, þó
mikið vantaði á að það væri eins fuil-
komið og fjelögin, sem að þvi standa,
hefðu óskað.
Vísi til bókasafns hefir stofan eignast
og eiga gestir hennar frjálsan aðgang að
því. Öll aðal-landsmálablöðin liggja þar
frammi, og töíl eru einnig velkomin
þeim er óska. Stofan selur pappír og
umslög fyrir mjög lítið verð og lánar
skriffæri endurgjaldslaust.
Á fjórða hundrað brjef voru skrifuð á
stofunni síðastliðna vertið, og sumir ljetu
senda brjef sin þangað. Er vert að vekja
sjersiaka athygli þeirra, sem hingað sækja
atvinnu framvegis, á þvi, að þeim er vel-
komið að láta skrifa á brjef sin Sjómanna-
stofuna (Pósthólf 41). Brjefin koma
stofuna strax eftir að póstur hefir verið
afgreiddur og geta eigendur þeirra tekið
þau þar á hvaða tima dags sem er.
Fjelögin, sem að þessu starfi standa,
telja það hiutverk sitt, að gera stofuna
svo vel úr garði, að allir gestir hennar
geti fundið að þar er þeim rjett bróður-
hönd — þó vanmáttug sje — sem fús er
til að Ijetta þeim byrði hins eríiða og
oft hættulega starfs, með því að gefa
þeim kost á að njóta i s ofunni næðis og
hvíldar, þegar þeir hafa löngun og tæki-
færi til þess.
En takmarkið, sem fjelögin keppa að,
er að leitast við að leiöa þá, sem þau ná til,
til Krists, og vekja áhuga þeirra fyrir
málefni hans.
Að þessu takmarki er einkum unnið
á þann hátt, að í Sjómannastofunni fer
fram stutt guðræknisathöfn á hverju
kvötdi, þegar ekki eru aðrir kristilegir
fundir í húsinu, auk þess sem mönnum
gefst þar kostur á að iesa kristileg blöð
og smárit, bæði innlend og útlend.
Um sýniiegan árangur er auðvitað ekki
að ræða, en í því trausti að það sje
unnið í anda Krists, efumst við ekki um
blessunarríka ávexti þess.
Peir, sem að þessu starfi hafa unnið,
hafa fundið, að það er margra hiuta
vegna bæði erfitt og vandasamt, en sjer
til uppörfunar og gleði hafa þeir líka
fundið, að þeir eru ekki einir að verki.
Margir menn hafa fúslega dregið úr
hinura mikla kostnaöi, sem af starfinu
leiðir, með því að gefa blöð, bækur og
annaö, sem að gagni mátti veröa, og á
annan hátt dregið úr hinnm ytri örðug-
leikum. En það sem fyrst og fremst gefur
vonir um betri framtíö er það, að hafa
þreifaö á kærieiksrikri handleiðslu Guðs
í þessu starfi. Hann hefir á margan hátt
blessaö það litla, sem þegar hefir verið
gert, og við vitum að ef við að eins reyn-
umst honum hlýðin og trú, þá muni hann
vernda og þroska þenna veika starfsvisi,
svo að hann i framtiðinni geti borið
meiri og meiri ávöxt, okkur og öðrum
mönnum til blessunar, og sinu nafni til
dýrðar. Pvi sjerhvert gott verk, sem
h a n n fær að byrja í lífi okkar, mun
hann einnig fullkomna, svo framarlega
sem við ekki bregðumst honum.
Vestmannacyjum, 27. október 1929
S. B.
Kr i s tniboðs f j e1ag kvenna á
Akureyri hjelt hátíðlegt afmæli sitt 1. nóv.
sl. með dálitlu samsæti. — Eignaðist fje-
lagið við það tækifæri 100 kr. til orgel-
kaupa og 147 kr. til kristniboösins.
Kr i s t niboðs f j e1ag kvenna í
Reykjavík varð 25 ára 9. nóv. sl. Hjelt
það þá samsæti, er fór prýðilega fram.
Stofnandi þess og fyrsta forstöðukona
frú Kirstín Pjetursdóttir, ekkja síra Lár-
usar Halldórssonar fríkirkjuprests, er
enn við góða heilsu, en systir hennar,
frú Anna Thoroddsen, hefir verið for-
stöðukona þess allmörg undanfarin ár. —
— Sambandsstjórn kristniboðsljelaganna
sæmdi þær báðar með skrautrituðu
ávarpi á afmælisdaginn og sömuleiðis frú
Ingveldi Guðmundsdóttur, frá Bergi, er
starfaöi kvenna mest og best að kristin-
dómsmálum í Rvík um aldamótin. Kristni-
boðsfjelagið hefir ekki látið mikið á sjer
bera út á við, en kunnugir vita að það
hefir orðið til blessunar Ijölmörgum tje-
lagskonum og gefið síðari árin ótrúlega
mikiö til kristniboðs.
Bjarmi óskar báðum þessum fjelögum
allrar blessunar Drottins.
Af vangá misprentuðust blaðsiðutólur.
svo að næsta bls. hjer er 225 (í stað 221).