Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 10
214 R.IARMI spretti, gjörðist hann þægur sem lip- ur smalahestur hjá unglingi, og minti hann mig þá á móskjóttan reiðhest föður m ns, sem fullorðnir rjeðu lítt við í samreið, en lullaði á seinagangi með okkur systkinin, meðan við vor- um að læra að sitja á hestbaki. Niðdimm þoka byrgði alla bæi, er kom út í Ódandshlíðina, og jeg sá því ekki akbrautina, sem veiið er að gjöra út Miðhúsamýrar. En svo var mjer tjáð, að á næstu árum mundi verða »bílfært« frá Sauðárkrók og út í Fljót, og sumir bæltu við: »a 11 a leið til Siglufjarðar«, samt ekki yfir Siglufjarðarskarð, bröttustu fjallagöt- ur noiðanlands, heldur út Almenn- inga og fyrir Stráka. En dýr verður sú braut, og væri held jeg betur kom- ið fjeð til að reisa sæmileg íbúðar- hús í Skagafirði, því að enn er þar víðast hvar raunalega illa húsað. Við Reykjaihól kvaddi síra Guð- brandur okkur, en Kristín frá Saur- bæ fylgdi okkur alla leið um Hoísós og út að Bæ á Höfðaströnd og tók svo hestana til baka. Þegar jeg kom síðast að Bæ, var Jón Konráðsson hreppsljóri sár-las- inn og hafði lengi verið all-þjaður með köflum, en nú var heilsan aftur heimt, eftir stóran uppskuið hjer syðra liðið vor. Var oksur þar ágæt- lega tekið, bæði af eldri og yngri hjónum og fiutt næsta dag til skips í Hofsós, er Lagarfoss kom innan fjörð- inn. — Báða dagana fengum við samt tóm til að heimsækja síra Palma F'óroddsson í Hofsós og þakka fyrir gamalt og gott. Áætlunin var að fara með Lagar- foss um Siglufjörð og Akureyii alla leið til Austfjarða, en bæði voru mörg verkefni á Siglufirði, og farþegarúin lítið og þ öngt á Lagarfoss, svo að við rjeðum af að bíða á Siglufirði eftir »Drottningunni«, er átti að geta náð Lagarfoss á Akureyri. — En ein- mitt þá dagana hófst versta illveð- urskast sumarsins á Norðurlandi, svo að »D ottningin« lá á Siglufirði lengur en ætlað var og náði ekki í Lagarfoss. Norheim, forstöðumaður sjómanna- bælisins norska, bauð okkur hjón- unum að búa hjá sjer þá 2 daga, er við dvöldum á Siglufirði, og þar hitt- um við Jóhannes Sigurðsson for- stöðumann sjómannaslofunnar í Rvik, en hann sá um lestrarstofu fyiir ísl. sjómenn á Siglufirði í sumar, eins Og kunnugt er. Forstöðunefnd Siómannastofunnar f Rvik sneri sjer í vor sem leið til bæjarsljórnar Siglufjarðar og bauðst til að senda ráðsmann Stofunnar i Rvík til Siglufjarðar um síldaitímann, ef bæjarstjórnin sæi fyrir húsnæði handa honum. Þessu tók hún vel, Og er þannig bæjarstjórn Siglufjaiðsr fyrsta bæjarstjórn hjerlendis, sem veitir kristilegu starfi meðal sjómanna ókpypis húsnæði. Ónunnugir kynnu að ætla, að þar sem Norðmenn eiga einkar myndar- legt sjómannaheimili á Siglufiiði, og Hjálpræðisheiinn lestrarstofu handa sjómönnum, þá væri það meir en nóg, En sannleikuiinn er sá, að útlend- ingar sækja þessar 2 stofnanir miklu fremur en íslendingar, og mann- mergðin er oft svo mikil, að ekkert næði er til að skrifa þar brjef, m. k. ekki á norska sjómannaheimilinu, þótt rúmgott sje. Pessi nýja lestrarstofa átli fyrst og fremst að vera handa íslendingum, og reynslan sýndi að þeir gengu ekki tram hjá henni. 1 gestabók stofunnar voru fjölmörg nöfn Sunnlendinga — og enda úr ýmsum áttum — og vænt þótti þeim um að mega vilja þangað brjeta sinna þegar póststofunni var lokað.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.