Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 21
B J A R M I 229 Hvað verður um dýrð hins nýja ríkis? Vjelamenningin gerir oss að jarðar- drottnum, hugðu menn, reynslan varð að vjelamenningin fjötraði mannkynið. Ótal-mannúðar- og líknarfjelög sjá ekki út yfir verkefni sín, og þótt starfsmönnum fjölgi vaxa verkefnin fljótar, það eru framfarirnar marg- lofuðu. Hvað er kirkjan að hugsa? Það er viðkvæðið úr öllum áttum nema þar sem menn búast við að gæf- an blómgist best á rústum kristninnar. Hvað er kirkjan að bugsa? »Hún á að styðja auðvaldsstefnuna«, segja sumir. »Nei, nei, samvinnufjelög eiga N að vera óskabörn hennar«, segja aðr- ir. Hún á að bæta úr húsnæðisleysi, gangast fyrir atvinnubótum, skifta landi milli smábænda, vernda eign- arrjettinn, o. s. frv. Margoft er henni hótað fullum fjandskap, ef hún gengur ekki í lið meö þeim eða þeim flokknum, sem til hennar kallar i það skiftið. En hvað gerir þá kirkjan? — Hún er ekki aðgerðalaus. Sum umbóta- slörf hennar eru bersýnileg; — önn- ur, og ef til vill þau mikilvægustu, komast i engin hagtiðindi. — En væri hún ekki annað en umbótastarfsemi við hlið margra annara, þá væru dagar hennar taldir. Hlutverk hennar er að veita það, sem engin hinna getur en allir þurfa. Hún boðar raunveruleikann um lif- andi Guð, Hið mikilvægasta og nauð- synlegasta hlutverk hennar er lóð- rjetta starfið, öll lárjettu störfin henn- ar blessast að sama skapi sem lóðrjetta starfið er velrækt, starfið að því að efla droltinvald Guðs orðs og heilag- an vilja Guðs, sem þar er birtur. — Skýrsla ályktana-nefndarinnar. I. Játuingaryfirlýsing. Yfirlýsing lútherska alþjóðaþingsins viðvíkjandi játningu hans getur að eina falið í sjer vitnisburð þar sem skýrt og ákveðið kemur í Ijós fyrir augliti Guðs og allrar veraldar, skil- yrðislaus og óbreytt fastheldni við heilaga ritningu og þær játningar, sem vjer höfum tekið að arfi frá lút- herskum feðrum vorum. Þessum vitnisburði um örugga og óbreytta fastheldni við trú feðra vorra, má ekki saman blanda við aðkallandi störf, sem starfsskilyrði og aðstæður nútimans valda, og draga kunna jafn- framt athygli frá hinu eiginlega inni- haldi játningarinnar. Yfirlýsing þingsins verður að koma svo greinilega fram, að hún verði ekki misskilin, en jafnfram vera svo fáorð að hún mótist óafmáanlega i skilningi og samvisku. Þannig gerði Eisenacher-þingið1) er það lýsti fastheldni sinni við ritn- ingu og játningu, og vjer leggjum til að trúarjátningar-yfirlýsingin frá Eisenach verði endurnýjuð á þessa leið: II. Fræði Lúthers hin minni. Annað Lútherska alþjóðaþingið tek- ur þált f þakkar-minningum allrar lútherskrar kristni, minningum, sem 400 ára afmæli hinna minni Fræða dr. Marteins Lúthers vekur. Þinginu er ljúft að játa (eða sam- þykkja) sannbiblulega framsetningu Fræðanna á hinni guðlegu opinberun, sem er jafn ómissandi fyrir fræðslu æskunnar, sem velfallin til að móta stefnur og trúarlíf safnaða fullorð- inna manna. Þingið telur þess vegna hlutverk 1) Fyrsta lútherska alþjóðaþingið, hald- ið í Eisenach á Pýskalandi árið 1923.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.