Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 12
216 BJARMI Þessi mikla breytÍDg er frá mann- anna hálfu langmest að þakka starfi Ólafs kristniboða þar nyrðra í fyrra ^etur. Bar mönnum saman um að engar trúmálasamkomur á Akureyri hefðu verið jafn vel sóttar kvöld eftir kvöld og samkomur hans og að margir hefðu í fullri alvöru snúið sjer þá til Guðs, er áður voru á báð- um áttum í kristilegu tilliti. í>ví var það, að ýmsir sögðu við okkur á Akureyri: »Við þurfum um- fram alt að fá vakningaprjedikara sem dveiur hjá okkur nokkrar vik- ur«. — Því miður er ekki völ á mörgum í þeim erindum. Verkefni þessara fjelaga er mikið og ekki vandalaust, meðal annars vegna þess, að Sjónarhæðarsöfnuður hr. Arthurs Gooks er þar miklu eldri og hefir fyrir löngu dregið að sjer hugi alvörugefinna kristinna manna í grendinni, en vill ekkert styðja lút- erskt krisniboð, vildi jafnvel ekki sækja sambænafund með kristniboðs- fjelögunum, sem boðað var til kvöld- ið áður en við hjónin komum. — Á hinn bóginn hefir guðspekin verið öflugri á Akureyri en annarstaðar á landi hjer, og þótt hún hafi senni- lega lifað þar sitt fegursta, eins og »huldumannslækningarnar«, sem loks er hætt að mikla þar nyrðra, þá verður alt af eftir töluverð andúð gegn ákveðnum kristindómi hjá þeim flestum, sem hallast hafa áður i þessar áttir. En þar sem fjelögin eru þegar kom- in vel af stað, er vonandi að þau beri gæfu til að verða andlegt heim- ili, þess fólks á Akureyri, sem ann ákveðnum lúterskum kristindómi og skilur hvað mikilsvert er að trúað fólk innan þjóðkirkjunnar um land alt taki höndum saman um verkefnin inn á við og út á við. — Mjer kæmi það ekki á óvart, þótt trúboðsfjelag kvenna á Akureyri kæmi af stað svip- uðu fjelagi á Siglufirði og enda víðar innan skamms. Á þriðjudaginn nokkru eftir hádegi fórum við hjónin, Margrjet kristniboði og Ingibjörg Johnsen, kona á níræðis- aldri úr Rvík af staö frá Akureyri með Ágústi bifreiðarstjóra frá Blöndu- ósi. Tók hann að sjer að flylja oss alla leið til Reykjavíkur og hraða ekki förinni meir en okkur sýndist, og stóð hann vel við það, svo að förin suður varð hin besta í alla staði, eins og sfðar verður sagt frá. Vídalínspostilla. Bjarma er skrifað vestan um haf: I. Merkur höldur að heiman, sem jeg var staddur hjá á siðustu stundu hans, gaf mjer Jónsbók, með þeim oröum, að eigi mundu synir sínir lesa haua. Hafði hann lesið hana alla æfi, enda bar hún þess merki, því að hún er lúin og slitin, svo að vart má lesa hana með köflum. — Nú er þó sú bók lesin á heimili eins sona hans á helgum dögum. Var einn þeirra að ræða um hana við mig fyrir skömmu, og gat þess með lotningu fyrir bókinni, að faðir sinn hefði lesið hana, er hann var að alast upp hjá honum, og að enga væri slíka húslestrabók að finna II. Orkt eyslra er Árna postilla Helga- sonar var nýútkomin: Arnabók jeg upp vil teikna — eftir skilning þanka mins — hún er eins og ryk að reikna hjá ræðugjörðum Vídalíns. III. Bjarmi hefir fengið aðfinningar fyrir að hafa birt ritdóm B. J. kennara um ritverk sira Arna Möllers athugasemdalaust, en það er á misskilningi reist. Pað er vist engin leið til að hrekja það sem sira A. M. seg- ir um »heimildarrit« postitlunnar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.