Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 9
B J A R M I 213 leysu. — t*á kyntist jeg fyrst veru- lega hvað Norðlingar bjóða bifreið- um og hvað þeim lánast að koma þeim um vegleysur. Akbrautin frá Sauðárkrók var ekki fullgjörð nema að Garði í Hegranesi, en bifreiöin fór þaðan út og ofan móa og mela niður á Eylendið, yfir margar kvislar úr Hjeraðsvötnum, og austan þeirra upp Gljúfráreyrar, sem eru svo grýttar að jeg gat aldrei farið þær »nema felið« á hestbaki — og upp brekkur, móa og traðir heim á hlað i Vatnsleysu. Jósef Björnsson fyrv. alþingismað- ur býr enn á nokkrum hluta Vatns- leysu, hann er prýðilega ern eftir aldri og talar um jarðabætur eins og ungur ábugamaður. Við dvöldum þar öll góða stund við mikla gestrisni þeirra bjóna Jósefs og frú Hildar, uns frænka mín, Krist- in Björnsdóttir frá Saurbæ i Kolbeins- dal, reið i blaðið með 3 til reiðar. Kvöddum við þá vígslubiskup, er steig í bifreiðina, en við bjónin stig- um á bak reiðhestanna frá Saurbæ, og hjeldum út yfir Hrísháls með Iíristlnu. Jeg mintist þess á Hríshálsi að margoft sneri jeg klárnum miuum þar við á haustin tii að kveðja æsku- heimili mitt Neðra-Ás í Hjaltadal, og margoft hlakkaði jeg til á vorin að sjá bæinn af Hrishálsi, en nú voru umhugsunarefnin önnur, enginn tími til að stansa í Neðra-Ási, þótt gatan lægi um hlaðið, og vinir minir á öðrum bæjum i grendinni, og enginn tími til að finna þá flesta. Altaf Jer vegurinn jafn vondur frá Ilrishálsi niður að Viðvik, víðast svo giýltur að íljótlegra er að ganga en liða. Jeg skil ekkert í sveitinni að hún skuli ekki hafa endurbætt hann fyrir löngu, Hlýtur það að vera meir en lítil þolimæðinnar raun sóknar- presti að fara yfir annað eins grjót á sunnudögum, er hann fer að Hof- stöðum eða R p til messuílutnings. Förinni var heitið að Sauibæ um kvöldið og varð því styltri viðdvöl í Viðvík en ella mundi. Það bætti þó úr, að síra Guðbrandur hjet að sækja okkur heim næsta dag og fylgja okk- ur drjúgan spöl út með firöinum. t*að var orðið svo framorðið að allir voru gengnir til náða í Neðra- Ási, er við fórum þar meðfram bæj- arveggnum, og það er ekki til neins að vera að segja bjer frá því hvernig bernskuminningarnar rifjuðust upp hver af annari við að fara gamlar smalagötur yfir Ásinn fyrir ofan bæ- inn og inn með Hreðuhólum. Gamla smalabyrgið mitl stendur enn að mestu ófallið á melnum inst í Hreðu- hólum, en nú þarf enginn að nota það, því að nú situr enginn »Bjössi í Ási« yfir ám í Ásnesi á sumrin. En vænt þótti mjer um að sjá að væn gaddavfrsgirðing skifti landi milli Neðra-Áss og Unastaða. þar voru óglögg landamerki fyrrum og nokkur átroðningur á báðar hliðar engum til ánægju. Viðtökurnar f Saurbæ hjá Birni og Ragnheiði voru í besta lagi, en sá ljóður þó á, að við máttum ekki dvelja bjá þeim, nema næturlangt og enginn tími til að heimsækja fieiri góðkunningja í dölunum. Ferðinni var heitið brott úr Skagafirði með Lagarfoss á öðrum degi. Laust eftir hádegi á þriðjudaginn kom sfra Guðbrandur og rjett á eftir kom blesótti gæðingurinn frá Una- stöðum, sem jeg hefi fyr gelið að góðu hjer í blaðinu. Mjer fanst það á honum, er jeg kom á bak, að hann byggist til að blaupa likt og siðast, er við urðum sainferða, en þegar hann varð þess var, að jeg mat meira að skrafa við sira Guðbrand en harða

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.