Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 42

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 42
250 B J A H M I Kirkjumálafundur var haldinn í Borgarnesi 2. og 3. nóv. sl. Mættu þar 3 prestar, sr. í*orsteinn Ástráðsson á Staðarhrauni, sr. Björn Magnússon á Borg og sr. Eiríkur Albertsson á Hesti og allmargt leik- manna. Auk þess sem 2 siðarnefndu prestar flutta ræður á fundinum voru rædd kjör presta og endurskoðun helgisiðabókarinnar. Sr. Eiríkur hóf umræður um fyrra málið, og voru samþyktar út af því máli ýmsar tillögur um miklar um- bætur á kjörum presta, flestar svip- aðar þeim, sem samþyktar voru á almennum kirkjumálafundi á Hvítár- bakka 8. sept. sl. Tillaga kom fram að fækka prest- um í Borgaiflrði úr 6 í 2, en var feld með 30 atkv. gegn 11. — Þó það! Við umræður um helgisiðabókina kom fram þessi tillaga frá Jónasi Einarssyni: »Fundurinn lílur svo á, að sam- eiginleg trúarjátning kirkjunnar sje óþörf eða jafnval óheppileg, og leggur því til, að hin »Postnllega trúarjátn- ing« sje feld niður úr helgisiðaformi kirkjunnar og — »faðir vor« sje haft um hönd í hennar stað. Ennfremur telur fundurinn rjett að gera breytingu á nafni kirkjunnar þannig, að í stað evangelisk lútersk« kirkja komi: kristin kirkja«. Pessi tillaga var samþykt eftir nokkrar umræður með 34 atkv. gegn einu. »Margir greiddu ekki atkvæði, frekar en endranær á fundinum«, segir sr. Björn á Borg, er skýrir frá fundinum í Morgunblaðinu 10. nóv. sl. og hælir auðvitað Borgfirðingum um leið fyrir frjálslyndi! Hvernig líst lesendunum á þessa samþykt? — Þeir telja þessir 34, að það sje óþarfi og jafnvel óheppilegt, að fara með trúarjátninguna postui- legu við skírn og fermingu og al- menna guð>>þjónustu, — ætli þeim hafi verið ljóst, að með því að sleppa henni alveg, segir fámennasta þjóð- kirkjan í heimi sig beinlínis úr sam- bandi við allar aðrar kristnar kirkjur heims? — Of þröngt þykir þeim og að kaila kirkjuna »evangelisk lút- erska«, — en mikið að þeir vildu verr að kenna hana við Krist eða kalla kirkjuna kristnal Væri ekki samkvæmara stefnuleysi þeirra að kalla hana »Allra trúar kirkju« eða enn hreinskilnara: »Trúmálaglund- roðafjelagið á íslandi«? Auðvitað er samþykt þessi bein- línis og óbeinlínis sprottin af starfi nýguðfræðinga, spíritista og guð- spekinga, því þótt margt beri þar á milli, eru þeir sammála um að hafna ýmsu í 2. og 3. grein trúarjátningar- innar. »Jesús var sonur Jósefs, hann reis ekki upp frá dauðum, hann steig ekki upp til himna, hann kemur ekki aftur að dæma lifendur dauða«, kenna þeir flestir. — Og útskýring Lúthers á 2. greininni, perla krist- inna bókmenta«, er í þeirra augum alveg fráleit. En til hvers á að vera með þann yfirdrepsskap, að kalla þá »kirkju« kristna, sem hafnar Kristi, þótt hún mikli Jesú frá Nazaret í orði kveðnu? Og hvað verður þá um jólahátíð- ina? Hún getar að vísu orðið matar- og skemtana-»hátíð«, en lil hvers ætti að kenna hana við Krist og vera að lesa í kirkjunum frásagnir guðspjallanna um fæðingu bans, ef þær eru skáldskapur? — — Langflestir jólasálmarnir og Passíu- sálmar Hallgríms Pjeturssonar eiga auðvitað ekki lengur heima þar sem búið er að reka brott grundvallar trúarjátningu allrar kristninnar. Ætli

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.