Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 13
B JA R M I 217 Ókunni maðurinn. (Pýdd stnásaga). Prestskonan bauð kunningjakonum sínum til sin á afmælisdaginn sinn. Konurnar settust að vel búnu kaffi- borð og gæddu sjer á því, sem á borð var borið, meðan þær spjölluðu um heima og geima. Meðal annars varð þeim tiðrætt um mann nokkurn, sem hafði verið á ferð í borginni. »Veit nokkur ykkar hverskonar maður hann er?« spurði prestskonan um ieið og hún rjetti sessunaut sin- um kaffikönnuna og bauð henni aftur í bollann. — »Hann var svo dæma- laust einkennilegur, maðurinn. Hann kom hingað einmitt þegar jeg ætlaði að fara að baka i afmælið mitt i gær, og bað mig um að gefa sjer að borða. Hann sagði að sjer hefði ekki verið gert neitt gott á tveim heimil- um, er hann hafði komið á. í öðr- um slaðnum, sagði hann, að hefði verið sagt við sig, að þeir væru al- staðar þessir ólukku betlarar, og það væri föst regla þar í húsi, að gefa engum þeirra neitt, annars gætu menn átt það á hættu, að þeir yrðu alt of nærgöngulir«. »Var það þá hann 1« greip öldruð kona fram í fyrir prestskonunni. »Jeg kannast við hann, því það var einmitt jeg, sem vísaði honum burt. Þeir eru orðnir býsna margir flækingarnir hjerna, það fer að verða alveg ómögulegt að skifta sjer af þeim, og jeg álít lang rjettast að gera þeim öllum jafnt undir höfði«. »í hinu húsinu var honum sagt«, tók prestskonan aftur til orða, »að húsbóndinn hefði farið í ferðalag árla morguns, og morgunverðar hefði því verið neytt mjög snemma, og að matur væri þar ekki framreiddur um það leyli dags«. »Hvað heyri jegl« hrópaði þá ein frúin, sú yngsta í bópnum, upp yfir sig. »Það er vissulega skrítið að heyra þannig sín eigin orð endur- tekin. En þetta var alveg satt, sem jeg sagði, maðurinn minn fór með fyrstu lestinni í gærmorgun«. Prestskonan tók enn til máls: »Jæja«, sagði hún. »Jeg var í hálf- gerðum vandræðum með manntetrið. Mig langaði mest af öllu til að los- ast við hann sem fyrst, en þá hafði hann komið auga á matarleifarnar, sem jeg átti eftir að bera af borðinu, og hann spurði mig ofur hæversk- Iega, hvort jeg vildi ekki gefa sjer bita. Jeg sagði honum alveg eins og var, að jeg hefði ætlað mjer að baka i dag, og hefði þess vegna haft hálfgerða fljótaskrift á morgunverð- inum, svo að jeg hefði eiginlega ekki upp á neitt að bjóða«. »En þarna er matur«, mælti hann og benti á leifarnar á borðinu. »Ef þjer látið yður það nægja«, sagði jeg, »þá er yður velkomið að setjast að borðinu. Gerið þjer svo vel«. Jeg ljet svo hreinan dúk á borðið, hníf og matkvísl, smjör, brauð og mjólk, og ögn af síld og kartöfium. Hann settist að hinni fátæklegu mál- tið, og fórnaði höndum í hljóðri bæn. Hann varð svo lotningarfullur i bragði. Jeg horfði á hann og daðist að því með sjálfri mjer, hve hann var sviphreinn. Jeg fór að dauðsjá eftir því, að jeg hafði ekki borið honum eitthvað betra að borða, jeg hefði svo sem ekki verið lengi að steikja honum kjötbita eða egg. Jeg var komin á fremsta hlunn með að spyrja hann að heiti, jeg veit ekkert hvers vegna jeg gerði það ekki. Hann borðaði matinn og mælti ekki orð. Að lok-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.