Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 11
B J A R M I 215 Annars leyfi jeg mjer að skjóta þvi hjer inn, að þeir, sem heima sitja, ætta ekki að vanrækja að skrifa iðu- lega ástvinum sínum sem í förum eru eða sjómensku stunda fjarri heim- ili sínu. Sjómönnum, sem öðrum, er auðvitað gleði að fá hiýleg brjef frá vinum heima, — en vonblekkingin er sár þeirra 2ja eða 3ja af skips- höfninni, sem ekkert fá brjefið. Þeir eru sjaldan svo berskjaldaðir fyrir illum freistingum sem þá, og það getur munað um það ótrúlega mikið, hvort sjómaðurinn sest með brjef sín i sjómannastofunni eða rýkur út brjefa- laus og gramur, og kaupir sjer ógæfu fyrir peningana, sem heim hefðu átt að fara. Mörg brjef voru skrifuð á sjó- mannastofunni á Siglufirði i sumar og fjölmörg afhent og það jafnt á nótt sem degi. Merkir Siglfirðingar tjáðu mjer alt hið bcsta um starf Jóhannesar Sig- urðssonar, eins og jeg átti von á, enda sýndu Siglfirðingar starfi hans velvild á ýmsan hátt. Hann fjekk að flytja síðdegisræður vel sóttar í kirkjunni á helgum dögum, og söng- flokkur safnaðarins aðstoðaði þar prýðilega, ýmsir gáfu til starfsins, svo að kostnaðurinn hjeðan að sunn- an varð minni en ella mundi. Vonandi er að unt verði að halda þessu starfi áfram, uns Siglfirðingar taka það alveg að sjer, því að auð- vitað á að því að stefna, að íslensk sjómannaheimili komist upp í öllum stærstu verstöðum og kaupstöðum landsins. Rigning og hrakveður spiltu mjög allri umferð á Siglufirði þessa daga, svo að óvíða var komið og ver sótt kirkjan en ella mundi, en ekki duld- ist mjer, að ýmsir Siglfirðingar mundu vilja hlynna að kristilegum fjelags- skap, ef góðir forgöngumenn væru þar búsettir. — Er raunalegt að K. F. U. M. og K. skuli ekki hafa haft bolmagn tii að festa þar rætur fyrir löngu. Það var í meira lagi kuldalegt að líta á land á Akureyri, laugardags- morguninn 24. ágúst, er við komum þangað með »D otniugunni«. Fjöllin voru hvitleit víða eftir hretið og kuld- inn svo napur, að jeg varð forviða. — En þegar leið á daginn, skánaði veðrið, og næstu daga varð blíðviðri. Á Akureyri dvöldum við rúma 3 daga og attum annríkt. Jeg talaði þar i kirkjunni við guðsþjónustu fyrri hluta dags á sunnudaginn, en konan min flutti eiindi um Mattbildu Wiede siðdegis á sama stað. Uin kvöldið vorum við á all fjölmennum fundi í Kristniboðsfjelögunum. Daginn eftir heimsóttum við bæði Kristneshælið og sjúkrhúsið á Akureyri og fluttum þar kristileg erindi. Á mánudags- kvöldið sýndi Margrjet Sveinsson myndir frá Indlandi og sagði frá kristniboði i einum samkomusal Akur- eyrar. Hún hafði dvalið um brið á Akureyri á vegum Kristniboðsfjelags kvenna og var sammæld við okkur hjónín. Auk þessa þurftum við viða að finna fólk að mali, svo að dag- arnir liðu fljótt. Mikil breyting og góð, þótti mjer á orOin á Akureyri um kristniboðs- malið frá því við hjónin vorum þar siðast á ferð sumarið 1926. Þá tjáðu oss áhugasamar kristnar konur, að lítt hugsandi væri til að stofna þar kristniboðsfjelag. Samt rjeðust þær í það fáeinar um haust- ið, en nú var hópurinn orðinn stór, 50 til 60 minnir mig; og auk þess annað kristniboðsfjelag stofnað með nálægt 20 karlmönnum. Frú Jóhanna t*ór og Aðalbjörn Kristjánsson fyrv. kennari veita þessum fjelögum for- stöðu.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.