Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 33
BJARMI
241
um að láta börnin verða frísk, þau
eiga svo gott, þau eru svo greind og
þau mega leika sjer«.
»Þjer batnar líka, elsku drengur-
inn minn«, sagði mamma hans.
»Nei, mamma, jeg vil deyja. það
er mikið betra fyrir þig og pabba,
þá losnið þið við að eiga hjervilling
fyrir son, sem fær kanske aldrei að
komá út, þegar hann er orðinn stór«.
Móðir hans svaraði engu. Hún
hugsaði að hann hefði óráð,
»Mamma! í*að verður yndislegt á
himnum«, sagði hann. »Þar er Jesús
og englarnir, og litla systir min og
mörg önnur börn — þar fæ jeg að
leika mjer — þar kallar enginn mig
hjervilling«.
»Hefir nokkur kallað þig hjervill-
ing?«
»Já, skólabörnin, sem vilja ekki
leika við mig, af því jeg er hjervill-
ingur«.
í*á skildi móðir hans alt í einu þung-
lyndi drengsins. Henni varð það ljóst
hvernig hugsunarleysi og heimska
mannanna hafði rænt drenginn henn-
ar hinni eðlilegu og sjálfsögðu lífs-
gleði barnsins.
»Elsku drengurinn minn!« sagði
hún með grátþrunginni rödd. bPú ert
enginn hjervillingur. þú ert alveg
eins greindur og hin börnin«.
»Þú segir þelta, mamma, af því
að þjer þykir vænt um mig — en
það gerir ekkert tíl, á himnum verð
jeg glaður; — þar fæ jeg að leika
mjer við hin börnin«.
Daginn eftir sátu foreldrarnir hjá
litla likinu. Konan bar sorgina betur
heldur en maður hennar, og reyndi
að hugga hann.
»Jeg held það haíi verið best fyrir
hann, vinur minn«, sagði hún. —
Hann sagði ekkert. Honum fanst
annað, en hann vildi ekki andmæla
henni.
Tveim dögum síðar, þegar hringt
var skólabjöllunni, og börnin voru
sest í sæti sín, kom móðir Hinriks
inn í kenslustofuna, heilsaði kennar-
anum, sagði honum lát Hinriks litla,
og bað um leyfi til að segja fáein orð
við börnin.
Skólakennarinn hneigði sig djúpt,
það var nú reyndar ekki siður hans,
en hann bar dýpstu virðingu fyrir
þessari fallegu og tígulegu konu, sem
stóð frammi fyrir honum.
Með því að hann var í hálfgerðúm
vandræðum með hvað hann ætti að
segja við hana, vjek hann máli sfnu
til barnanna og skipaði þeim, roynd-
ugur í máli, að vera grafkyr og stein-
þegjandi á meðan frúin talaði við
þau. — »Þið hafið víst heyrt að
Hinrik litli er dáinn«, sagði hann.
»Móðir hans ætlar að tala fáein orð
við okkur«.
Svo sagði hún börnunum varlega
og ástúðlega, án þess að láta í ljósi
nokkra þykkju eða ávítun, frá þung-
lyndi Hinriks litla og hve annarlegur
hann hefði orðið eftir að hún skýrði
fyrir honum hvað »hjervillingur«
væri, og hvað hann hefði sagt sein-
asta kvöldið er hann lifði.
»Jeg segi ykkur þetta, börn«, sagði
hún að endingu, »til þess að þið
skuluð varast að nota særandi orð,
og til þess að þið hættið að setja
börn hjá, sem langar til að leika
sjer með ykkur. Jeg veit að þið ætl-
uðuð ykkur ekki að vera vond við
Hinrik litla, og það hefir hann skilið.
Þess vegna gat hann beðið fyrir ykkur
að ykkur batnaði, og að þið gætuð
verið glöð og leikið ykkur«.
Mörg af börnunum fóru að há-
gráta. Kennarinn tók af sjer gler-
augun og fór að þurka þau.
»Þakka yður fyrir að þjer komuð«,
sagði hann, »og — og það sem þjer
hafið sagt við okkur, — við munum