Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 34

Bjarmi - 01.12.1929, Blaðsíða 34
242 BJAR M1 ekki gleyma þvf«. — Hann ætlaði að segja eitthvað meira, en gat það ekki. »Hvað segið þið, börn ?« spurði hann börnin því næst. Þá stóð upp Jóhann úr Skógar- húsum, stór drengur, tólf ára gamall. »Jeg segi, aö jeg vildi að einhver flengdi okkur öll, og það rækilega«. »Jeg skil þig vel, drengur minn«, sagði kennarinn. Hinrik litli var jarðaður á björtum og bliðum voidegi, að viðstöddu fjöl- menni, því allir, sem vetlingi gátu valdið, fylgdu honum til grafar; aðra eins líkfylgd höfðu menn ekki sjeð fyrri þar í sveit. Presturinn hjelt hjartnæma og vekjandi ræðu, og lagði út af orðum frelsarans: »t*að sem þjer viljið að mennimir geri yður, eigið þjer og þeim að gera«. Um þessar mundir var ófriður, og ófriðar-frjettir bárust um löndin. Blöðin voru full af hroðasögum um víg, morð og svik; en uppi í afskektu fjallasveitinni vakti það ekki nærri eins mikla athygli eins og andlát litla, kyrláta drengsins. — Og margir þeirra, sem enn þá eru á unga aldri, eiga eftir að segja börnum sínum þessa átakanlegu sögu, til þess að vara þau við að tala ógælileg og hranaleg orð, og læra að vera góð og vorkunnlát við aðra. (Guðrún Lárusdóltir þýddi úr norsku). Frú Ingibjðrg Pálsdóttir, kona síra Ólafs Ólafssonar, fyrrum prófasts i Hjarðarholti, andaðist 9. okt. sl. Hún var fædd 17. jan. 1855 í Dagverðarnesi í Dala- sýslu, voru foreldrar hennar sira Páll Matthiesen og Guðlaug Porsteinsdóttir. Frú Ingibjörg giftist 1885 og áttu þau hjón 6 börn; eru 3 þeirra á lífi. FrúA. Elisabet Porvarðardóttir kona síra Porvarðar Porvarðarsonar í Vík í Mýrdal, andaðist 16 okt. s.l., 55 ára að aldii. Foreldrar hennar voru Porvarð- ur Guðmundsson og Svanhildur Pórðar- dóttir i Litlu-Sandvík í Flóa. Hún giftist árið 1898, og flutlust þau hjónin ári slðar að Viðirhóli á Fjöllum og árið 1907 til Mýrdalsþinga. Pau eignuðust 8 börn og eru 7 á lífi. Frú Steinunn Skúladóttir, kona sfva Magnúsar Helgasonar fyrv. skólastjóra, andaðist 18. f. m. Hún var dóttir Skúla læknis á Móeiðarbvoli Thor- arensen, giftist árið 1882 efiirlifandi manni sinum. Hún fluttist með mannijsinum að Breiðabólstað á Skógarströnd, ári síðar að Torfastöðum og síðan þaðan 1905, er liann varð kennari við Flensborgarskól- ann og litlu síðar forstöðumaður kenn- araskólans í Rvík. Allar þessar prestskonur hafa hlotið lofsamleg ummæli kunnugra manna. Bogi Th. Melsteð sagnfræðingur andaöist í Kaupmannahöfn 12. nóv. úr lungnabólgu. Hann var fæddur i Klaustur- hólum i Grímsnesi 4. mars 1860, og þangað á nú að flytja lík hans. — For- eldrnr hans voru Jón prófastur Melsteð, bróðir Páls Melsteðs sagnfræðings, og Steinunn dóttir Bjarna Thorarensen amt- manns. — B. Th. M. var einlægur vinur kristindóms og kirkju vorrar. Sanna það bæði gjafir i Prestslaunasjóð, Hóla-, Skál- holts- og Strandarkirkju, og Ársrit Fræða- fjelagsins, sem Bogi sá um að flytti jafnan margar góðar og kristilegar ritgerðir. — Bjarmi misti þar trúfastan vin, enda fjekk það hlutverk hjá honum, beinlinis eða óbeinlinis, að annast um stofnun og fjár- söfnun til fyrgreindra prestslaunasjóða. — Pað sannast á sinum tima, að kirkju- vinir islenskir blessa minningu B. Th. M., er fje kemur úr sjóðunum til framkvæmda snemma á næstu öld. Hefðu biskupsstól- arnir fornu fengið slíkar gjafir, og jafn vel um þær búið, um 1800, væru þar ekki útkirkjur nú. Gunnlaugur Briem Einarsson cand. theol., frá Reykholti, andaðist 19. sept. sl., rjettra 32 ára gamall. Hann var sonur prestshjónanna í Reykholti, síra Einars Pálssonar og Jóhönnu Eggerts- dóttur Briem, mesti efnismaður.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.