Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 2
„Himneskt er að lifa“ Svo komst Hannes Hafstein að orði í einu fegursta ljóði sínu, og vel mega þau orð vera einkunnarorð að ævisögu hans. Ekkert íslenzkt skáld hefir hyllt heil- brigða lífsnautn jafneinlæglega og hann, og ekkert þeirra hefir sameinað eins í lífi sínu og starfi drauma og víð- sýni skáldsins og veruleika athafnalífsins. Hann var í senn skáld, sjáandi og brautryðjandi nýrrar aldar, nýs og fegurra þjóðlífs. Hinn 4. desember s. 1. var aldarafmæli Hannesar Haf- steins, þess manns, sein samtíðarmaður hans lýsti svo, „að sakir andlegra og líkamlegra yfirburða hefði hann verið höfði hærri en aðrir menn“. Og fáa höfum vér átt, sem gæddir hafa verið fleiri hlutum þeirn, er mann mega prýða. Hannes Hafstein var hverjum manni fríð- ari, mikill að vallarsýn og glæsilegur í framgöngu, hann var betur búinn íþróttum en títt var í þá daga einn af fremstu skáldum samtíðar sinnar, stjórnvitur og kunni jafnt til víga í sókn og vörn á vettvangi stjórnmála, samn- ingamaður en fastur fyrir, framsýnn og athafnasamur, djarfur en þó gætinn, og allra manna glaðastur, þegar við átti. Sakir gáfna sinna var hann til forystu fæddur. Og hann bar gæfu til að hvetja þjóð sína til dáða, og færa henni heim mikilvægan sigur á úrslitastundu, og ryðja með því leiðina til fulls sjálfstæðis hennar. Ungur að aldri vann Hannes Hafstein hug þjóðar- innar með ljóðum sínum. Þegar hinir fjórir ungu menntamenn, sendu ritið Verðandi heim frá Kaup- manna höfn 1882, er lítið vafamál, að Hannes eignaðist flesta aðdáendur fyrir ljóð sín. Þar kom hann fram sem fullmótað skáld aðeins rúmlega tvítugur að aldri. Þar birtast allir þeir þættir, sem síðan einkenna skáldskap hans, karlmennska, lífsgleði, ástir og umbótavilji. Hann er þá þegar skáld veruleikans, þess tíma, sem koma skal. í þessum kvæðum unir hann á flughröðu fleyi með ást- mey sinni, ögrar landvættum til að senda sér „ærlegt regn og íslenzkan storm á Kaldadal“, svngur stormin- um alfrjálsa lofsöng og heitir honum fylgd sinni, og þar lofsyngur hann íslenzka náttúru og kveður sitt fagra sólarljóð: „Þar sem háir hólar“. Þarna var slegið á nýja strengi, sem heilluðu unga fólkið, og hinir eldri fundu einnig að þar var snert við einhverju, sem farið var að stirðna í hjörtum þeirra. Æskuljóð Hannesar Hafsteins voru eins og vorleysingin, áköf en hlý og þrungin gróð- urmagni. Síðar komu ættjarðar- og eggjana-ljóðin. Aldamótakvæðið, sem varð stefnuskrá aldarinnar, og líklega hefir oftar verið vitnað til en nokkurs annars íslenzks kvæðis, þegar rætt er um framfarir og frelsi þjóðarinnar. Enn síðar yrkir hann minningarljóðin um Jón Sigurðsson, og þegar hann horfir yfir baráttu lið- inna ára verður til kvæðið I hafísnum, og loks helsærð- ur yrkir hann minningarljóðin um konu sína, sem eru ein innilegustu saknaðarljóð, sem ort hafa verið á ís- lenzka tungu. Og hverja strengi hörpu sinnar, sem hann sló, snerti hann hjarta þjóðar sinnar. Skáldið Hannes Hafstein var óskmögur allra ljóðavina, þótt svalt gæti andað urn hann frá hinum sömu í stjórnmálunum. Þótt Hannes Hafstein gæti sér þann orðstír í íslenzk- urn bókmenntum, sem seint mun fyrnast, verður hann þó enn minnisstæðari í sögu þjóðarinnar sem stjórnmála- maður og foringi, sem sá lengra en flestir samtíðar- manna hans, og leysti þann hnút, sem kominn var í sjálf- heldu. Hannes Hafstein átti flestum mönnum drýgri þátt í að heimastjórn fékkst árið 1903. Hann var þá sjálfkjör- inn til að verða fyrsti íslenzki ráðherrann, og þannig kom það í hans hlut að móta stjórnarhætti landsins. Stjórnartímabil hans hið fyrra, 1904-1909, einkenndist af hraðari framförum í verklegum efnum og menningar- málum, en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar. Og í öllum þeim málum var Hannes Hafstein í fararbroddi. Af afrekum þeirn ber lausn símamálsins hæst, og oss furðar nú á, hvernig unnt var að æsa upp jafn hatram- lega andstöðu gegn því máli og raun bar vitni um. Mun vandfundið neikvæðara form stjórnarandstöðu en þeirr- ar, sem Hannes átti við að stríða og felldi hann að lok- um, með þeim svartagaldri, sem hún magnaði gegn sambandslagauppkastinu 1908. Það hefir verið tízka, að telja þá menn, er þar gengu fram um skjöldu þjóðhetj- ur. En hlutlaus sagnaritun mun síðar sanna, að þar var miklu fremur að verki neikvæð og skammsýn stjórnar- andstaða, sem unni ekki andstæðingi sigursins. En þótt sambandslagauppkast Hannesar Hafsteins félli, var sigurinn í raun réttri hans megin. Því að hann hafði fyrstur manna fengið Dani til að viðurkenna fullveldi Islands. Og þótt „uppkastið“ væri fellt, lögðu Hannes Hafstein og samverkamenn hans þá þann grundvöll, sem síðari samningar um sjálfstæði landsins hvíldu á. Hannes Hafstein varð ekki langlífur. A sextugsaldri brast heilsa hans snögglega. Síðustu æviárin var hann farlama sjúklingur og hann andaðist 13. des 1922. A Hannesi Hafstein sönnuðust áþreifanlega hin fornu um- mæli, „að til frægðar skal konung hafa meir en langlífis.“ Þótt ævi hans yrði eigi lengri, verður hans lengi minnst í þjóðsögunni, sem höfuðskálds og eins fremsta og far- sælasta stjórnmála-foringja í allri vorri sögu. Níðróg- urinn, sem samtíðarmenn hans þyrluðu upp um skeið, 402 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.