Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 15
á gömlu þjóðsagnariti, Álfariti Ólafs í Purkey. Er það eina handritið, sem hér er prentað, og ekki var skrifað fyrir Jón Árnason, heldur all miklu eldra. En hann hefur notað nokkuð úr því í safn sitt, og þótti því eðlilegt, að birta það hér í heild. Langmestur hluti sjötta og síðasta bindisins eru skrár. Þar eru fyrst skrár um handrit og heimildarmenn, því næst koma nafna- skrár. Eru þær í þrernur þáttum: mannanöfn, staða- nöfn og ýmis nöfn. Mannanöfnin eru yfir 5300, staða- nöfnin um 4700 og hin um 1000 og vísa nafnaskrárnar til um 24 þúsund staða í útgáfunni. Gerð er nokkur grein fyrir hverri sannsögulegri persónu, sem á nafn er nefnd, getið fæðingar- og dánardaga og ára, heim- ila þeirra, oft eru mörg heimili sama manns rakin, og þjóðfélagsstöðu og starfa. Er nafnaskráin því gagnmerk mannfræðileg heimild, og liggur óhemjumikið verk að baki hennar. Næst er atriðaskrá, sem tekur fyrir 1500 atriðisorð og vísar til 21 þúsund staða í útgáfunni. Loks er skrá um gerðir ævintýra og ensk-íslenzkur orða- lykill, og er hann ómetanlegur erlendum fræðimönn- um. Nafnaskrár eru sjaldan skemmtilestur, en margt er þó skemmtilegt í skrám þessum, en þær eru annað miklu meira, því að með þeirn er lesandanum fenginn í hend- ur lykill að öllu hinu mikla og margbreytilega efni þjóðsagnanna. Vilji rnenn fræðast urn eitthvert atriði þjóðtrúar, þá er að fletta í atriðaskránni, og um leið eru gefnir allir þeir staðir í safninu, þar sem það efni er að finna. Á sama hátt er furðu fljótlegt að finna þar heimkynni sagna eða þær persónur, sem fyrir koma, hvort sem þær eru sögulegar eða þjóðsagnaverur einar saman. Hafa svo fullkomnar skrár aldrei fyrr verið gerðar við nokkurt íslenzkt þjóðfræðirit, og mættu þær verða öðrum til fyrirmyndar í framtíðinni. Allur ytri búnaður útgáfunnar er hinn fegursti. Hún er prentuð í Prentsmiðjunni Hólum, og hefur Haf- steinn Guðmundsson ráðið öllum ytri búnaði. Hann hefur einnig teiknað myndir af fjölda galdrastafa, sem sýndir eru í bókinni. Band er einnig vand'að. Allmargar myndir prýða þjóðsögusafn þetta. Þar eru myndir þeirra manna, sem mest koma við sögu þjóðsagna Jóns Árnasonar, sýnishorn af rithönd fjölmargra skrásetjara, myndir af titilblöðum eldri útgáfna og handrita Jóns Árnasonar auk galdrastafanna, sem fyrr var getið. Eitt lýti þykir mér þó á búnaði bókarinnar og það er titil- blaðið. Við það fæ ég mig ekki sætt, og þykir það sé sem valbrá á fögru andliti. Jón Árnason var brautryðjandi í söfnun íslenzkra þjóðsagna og þjóðfræða. Hann lagði með útgáfu þeirra svo traustan grundvöll að fræðum þessum, að á honum hafa allir síðari menn byggt, þeir sem fengizt hafa við slík fræði. En af smekkvísi sinni og kunnáttu skapaði hann einnig fágað listaverk með þjóðsagnaútgáfu sinni, og auðgaði með þeim íslenzkar bókmenntir að einu höfuðrita sinna. I heila öld hafa Islendingar notið Þjóðsagna Jóns Árnasonar. Þær hafa verið þjóðinni þrotlaus uppspretta fróðleiks og skemmtanar. Af þeim hafa margir rithöf- undar vorir lært að fága mál sitt og frásagnargáfu. Þær hafa fært oss á vit genginna kynslóða og gert oss hlut- takendur í þjáningum þeirra, gleði og óskadraumum. Og nú höfum vér fengið þetta verk í hendur í þeim búnaði, sem því hæfir, og sem fullkomið vísindaverk. Vel má vera, að ýmsir kjósi heldur að lesa sögurnar í eldri útgáfum. Um það er ekki að sakast. En ef sá tími skyldi koma, að íslenzkir unglingar hætta að lesa Þjóðsögur Jóns Árnasonar þá uggir mig um örlög ís- lenzkrar tungu. En naumast mun til þess koma. Þær eru hafnar yfir tildur og tízku. Þær eru jafnferskar nú og fyrir 100 árum, þegar þær voru fyrst skrásettar. Og þær fyrnast ekki, því að þær eru sprottnar úr íslenzkri þjóðarsál. Heimavist Flensborgarskóla Framhnld af bls. 412. -------------------------- Heimilislíf og samkomulag meðal pilta var gott og starf umsjónarmanns metið og virt, svo ekki kom til árekstra við hann, enda var hann prúður og stilltur. Þó sumir piltanna væru með gáska og ærsli var það ávallt græskulaust, sem frekar vakti gamansemi og hlátur, en ósamkomulag. Áfengisóregla þekktist ekki, enda var engin vínsala í Hafnarfirði. Nábýlið við skólastjóra, sem bjó í rishæð hússins, hafði góð áhrif á heimavistar- pilta, bæði til orðs og æðis, því að allir báru einlæga virðingu fyrir honum. — Á afmælisdag -hans, 24. febrú- ar, færðu skólapiltar honum heillaóskir og smágjöf, mat hann það mikils, þó ekki væri um mikið verðmæti að ræða, því það sýndi hugarþel þeirra í hans garð. I Hafnarfirði var þá rekin gosdrykkjagerðin „Kaldá“ og mun skólastjóri hafa verið aðaleigandinn. I jólafríi lét hann pilta fá ókeypis slatta af drykkjum þaðan, máttu þeir velja þá tegund þeirra, er þeim líkaði bezt, en þeir þóttu unaðsveigar og hátíðlegt búsílag. I jóla- fríinu bauð hann heimavistarpiltum eina kvöldstund til kaffidrykkju í híbýlum sínum, var setið í þeim fagn- aði góða stund, því öll fjölskylda hans gerði sitt, til að gera þessa kvöldstund skemmtilega. Kunnu piltar vel að meta þá velvild og nærgætni, sem þeim var sýnd á þennan hátt. Um 2/3 af nemendum skólans bjuggu utan heima- vistar, leigðu sér húsnæði og keyptu sér fæði og þjón- ustu, aðstaða þeirra til hversdagsþarfa var því allt önn- ur en þeirra er bjuggu í heimavist, enda mun skólaver- an hafa orðið þeim mun dýrari. Heimavistin gerði fá- tækum nemendum kleift að sækja skólann og reynsla sú, er þeir fengu af því að reka það heimilishald sjálf- ir, var skóli út af fyrir sig. Þá sóttu nemendur skólann af námslöngun en ekki vegna lagaskyldu eins og nú er orðið og nær til allra unglinga, sú varð og raunin á, að allir þessir piltar urðu nýtir menn og góðir þjóðfélagsborgarar. Heima er bezt 415

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.