Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 26
Nú skal segja, nú skal segja hvernig iitlir drengir gera: Slá á trumbu, slá á trumbu, og svo snúa þeir sér í hring. Nú skal segja, nú skal segja hvernig ungar stúlkur gera: Þær sig hneigja, þær sig hneigja, og svo snúa þær sér í hring. Nú skal segja, nú skal segja hvernig ungir piltar gera: Taka ofan, taka ofan, og svo snúa þeir sér í hring. Nú skal segja, nú skal segja hvernig gamlar konur gera: Prjóna sokka, prjóna sokka, og svo snúa þær sér í hring. I Nú skal segja, nú skal segja hvernig gamlir karlar gera: Taka í nefið, taka í nefið og svo snúa þeir sér í hring. Þriðja ljóðið heitir: Litlu andarungarnir. Ekki veit ég hver höfundurinn er. Litlu andarungarnir allir synda vel. Höfuð hneigja í djúpið og hreyfa Jítil stél. Litlu andarungarnir synda út á haf. Fyrst í fjarlægð skima og fara svo í kaf. Að lokum er hér lítið ljóð, sem heitir: Bráðum koma blessuð jólin. Um höfund er mér ókunnugt. Bráðum koma blessuð jólin. Börnin fara að hlakka til. Allir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsta kerti og spil. Hvað það verður, veit nú engnin. Vandi er um slíkt að spá. Eitt er víst, að alltaf verður ákaflega gaman þá. Dægurlagaþátturinn óskar öllum lesendum sínum gleðilegra jóla. Stefán Jónsson. Draumur Önnu í Gunnhildargerði Framhald af bls. 406 ....— „Ertu búin að mjólka Hálsu?“ Hún neitaði því, og þráttuðum við eitthvað urn þetta. Sýndi hún mér þá mjólkina í sinni mjólkurskjólu, og var hún álíka og vant var. Þegar inn var komið og átti að fara að skilja, þótti mjólkin heldur með rninna móti. Þá mælti nafna mín við mig: „Þetta hefur verið ósvikið berdreymi, sem þig dreymdi í nótt!“ En nú var draumurinn algerlega úr huga mínum horfinn og hafði orðið að víkja fyrir dagsins önn. En hvað sem valdið hefur, þá var þetta með þeim hætti fram yfir sumarmál, að á morgnana var sama sem eng- in mjólk í framspenunum á kúnni, en' á kvöldin var þetta allt með eðlilegum hætti. En eftir því sem leng- ur leið, voru þó ekki eins mikil brögð að því, hve mik- ið vantaði af eðlilegri mjólk kýrinnar. Um vorið hætti svo alveg að bera á þessu. Kýrin var alltaf hraust, og bar aldrei á, að hún hefði júgurbólgu eða nokkur eymsl í júgrinu. Þetta sama sumar seint í júlímánuði dreymir mig svo, að mér þykir dyrunum að svefnherbergi okkar hjóna vera lokið upp, og inn kemur maður og gengur að borði við höfðagafl á rúmi mínu og lítur um leið út um gluggann. Ég þekkti óðar, að þetta var draummað- urinn frá vetrinum, og hafði hann þó breytzt mikið í útlíti, og var auðséð, að hann hafði nú búið við betri kjör en í fyrra skiptið, er mig dreymdi hann. Nú kast- ar hann kveðju á mig og segir síðan: „Guð blessi þig fyrir mjólkina! Þig mun víst aldrei vanta mjólk!“ Ég ætlaði eitthvað að fara að andæfa þessu, því mér fánnst ég ekki eiga þetta þakklæti skilið. En þá hvarf hann hröðum skrefum fram að dyrunum, en staðnæmd- ist þar. Leit hann þá til mín svo innilegum þakklætis- augum, að ég mun því seint gleyma. Nú er orðið langt síðan þetta skeði, og margt hefur á dagana drifið. En eitt get ég sagt með sánni, að ég hef verið óvenju lánsöm með kýrnar mínar, og aðeins eina kú orðið að fella fyrir aldur fram. BRÉFASKIPTI Jón Ragnar Scevarsson Þykkvabæjarklaustri, Alftaveri. V.- Skaft óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 12—16 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Þórey Jónsdóttir, Reykjaskóla, Hrútafirði, V.-Hún. óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 16—18 ára. Hildnr Gunnlaugsdóttir, Reykjaskóla, Hrútafirði, V.-Hún. óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 16—18 ára. Lára Ingólfsdóttir, Reykjaskóla, Hrútafirði, V.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 15—17 ára. 426 He.ima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.