Heima er bezt - 01.12.1961, Side 32

Heima er bezt - 01.12.1961, Side 32
Rósækom fram og heilsaði gestinum glaðlega. „Það er heitt á könnunni, Hartmann minn. Það tefur þig ekkert að koma inn.“ Svona var hún alltaf notaleg, aumingja stráið, hugs- aði gamli maðurinn á leiðinni inn göngin. Hann drakk kaffið með prestinum við maskínuhúsborðið, en þá rniklu maddömu sá hann ekki. Þó hann langaði mikið til þess. Hann virti ungu hjónin fyrir sér. Það var fallegt par, ekki var hægt annað að segja, en ekki var hægt að sjá að neitt væri væntanlegt hjá þeim. Það var heldur ekki löng sambúðin. Þau bæði stillt og hógvær. Veslings Kristján, það var tæplega von að hann gæti hugsað til að búa með Asdísi sem konu eftir að hafa haft aðra eins konu fyrir augunum í mörg ár. „Það má segja að það var óvenjulega létt yfir syni mínum meðan hann hafði Jón litla hjá sér. Mikið hefur honum þótt vænt um hann, blessaðan drenginn, enda er hann elskulegt barn,“ sagði gamli maðurinn. „Já, hann var honum góður faðir,“ sagði Rósa. „Hvað ætlar sonur þinn nú að taka fyrir?“ spurði séra Gísli. „Ja, hún bjóst við að geta útvegað honum eitthvað að gera fyrir sunnan þessi kærasta hans. Hann má ekki vera í heyjum. Það hafa læknarnir bannað honum, svo veit ég ekki hvort honum hefur fallið alls kostar við þennan tengdaföður sinn. Hann er ekki beint hrifinn af því að gefa sig undir annars stjórn.“ „Það get ég vel hugsað að eigi ekki við hann,“ sagði prestur. „Það er gleðilegt að hann er kominn til heilsu aftur,“ bætti hann við. Rósa kvaddi gamla manninn og fór inn. Presturinn fylgdi honurn til dyra og óskaði að honum liði vel þeg- ar hann kvaddi með þessum „dísæta“, elskulega mál- rómi, sem líktist helzt móðurmjúkri konurödd heldur en karlmanns. Jón litli sást hvergi. Líklega var hann farinn suður að Þúfum. Þar var hann víst eins mikið og á Hofi eftir því sem Leifi sagði. Gamli maðurinn reið hratt inn bakkana, vel hress eftir kaffið og alúðina, sem honum var sýnd á Hofi. En leiðinlegt var að fá ekki að sjá þessa myndarlegu maddömu. Skyldi hún hafa það fyrir sið að fela sig fyrir oe.stum. Það var orðið aldimmt þegar hann kom heim. Hann sá mann á hesti upp á holtinu. Sá fór af baki og fór ofan að stóra flaginu og stanzaði þar. Hver gat þetta verið? Hann spretti af hestunum og bjóst við að gest- urinn kæmi heim en svo varð ekki. Þá gekk hann suð- ur eftir, þó hann nennti því tæplega. Þetta var þá kven- maður. Skyldi Óla hafa farið að ríða út? Nú þekkti hann hver hún var, — Ásdís. Hann hefði átt að geta sagt sér það að það væru ekki margar konur, sem hefðu áhuga fyrir jarðabótum. „Já, ertu svona seint á ferð, Ásdís litla,“ kallaði hann til hennar. „Það var svo sem auðvitað að það væri ein- hver sem hefði dálítið búvit í kollinum, sem legði krók á hala sinn til að sjá þetta myndarlega flag hans Krist- jáns míns. Við þetta er allur hans hugur bundinn — búskapinn. Eg hefði nú kannske átt að vera búinn að segja: Komdu blessuð og sæl.“ „Já, það býst ég við að hefði verið betur við eig- andi,“ sagði hún, „en hitt er ágætt að fara svolítið aftan að siðunum, og konidu blessaður, Hartmann minn. Ég var svo sem búin að frétta um þetta flag og sjá það ofan úr skarðinu, því stundum geng ég þangað. Það er ekki orðið nema tíu mínútna gangur fvrir mig. En það skal ekki verða langt þangað til flag verður komið á Giljum. Ég var nefnilega að koma frá því að tala við hann, þennan kauða með plóginn og hestana. Hann ætlar að vera hjá mér nokkra daga. Þá skaltu sjá hvort ég get ekki eitthvað líka. Ég er búin að hugsa mér að reyna að gera kotgreyinu eitthvað til góða. Og ef Kristján ætlar sér að fara að verða með eitthvert framfarabrölt hér mun ég reyna að hanga í við hann.“ „Ójá, það er þá svona hugurinn, Ásdís mín,“ skríkti í þeim aldraða. „Ég veit náttúrlega ekkert hvað fram undan er fyrir þeirn rnanni, en hann er búinn að fá dá- góða heilsu, en ólík voru þó vinnubrögðin eða áður hjá honum.“ „Hvað er hann eiginlega að gera hér? Fékk hann elcki jörðina og búið hjá þessum tengdaforeldrum sín- um?“ spurði hún. „Nei, hann verður þar ekki meir. Svava er farin suð- ur fyrir löngu og hann er að síga í hægðum sínum á eftir henni. Komdu svo heim manneskja. Þú ferð ekki yfir fjallið í þessu náttmyrkri. Mér finnst nógu bölvað að fara það í björtu.“ „Ég paufast það einhvern veginn,“ sagði Ásdís. „Mig langar ekkert til að sjá Kristján, son þinn. Hann var ekki svo kurteis við mig seinast þegar ég talaði við hann. Það er áreiðanlegt að þó honum dytti í hug að hafa eitthvað gott af mér skyldi ég vera fljót að segja nei.“ „Hann er ekki hér lengur. Ég var að koma frá því að flytja hann til skips, svo hann sést hér varla næstu daga.“ „Það álitu allir að hann ætlaði að fara að setjast hér að,“ hnussaði í Ásdísi. „Nei, það gerir hann víst ekki í vetur. En eins og ég sagði áðan veit maður ekkert hvað framundan er. Það var nú gleðidagur fyrir honum. Jón litli fékk að fylgja honum út á Eyrina og fram í skip. Ég hef ekki séð þann svip á hans andliti nú í seinni tíð.“ Ásdís hló tröllslega. „Er hann nú farinn að nugga sér upp við það á Hofi. Alltaf heyrir maður eitthvað.“ „Ónei, það er nú ekki í hans fari að auðmýkja sig fyrir neinm. Hann bara gekk heim á hlaðið. Ég beið við hliðið. Hjónin blessuð komu út og svo kom hann með drenginn við hlið sína. Ég kom svo við þar í bakaleiðinni og fékk ágætar viðtökur. En ekki lét hún sjá sig þessi maddama. Sú gengur víst ekki fyrir smæl- ingjana.“ Framhald. 432 Heima. er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.