Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 12
Stefán Jónsson.
voru 3 auk borðstofu og eldhúss, eftirlit í matvæla-
geymslu og þvotta á fötum pilta. Þegar mestar annir
voru hafði hún unglingsstúlku sér til hjálpar. Kaup
ráðskonu var miðað við tölu heimavistarpilta kr. 7.00
á mann og fæði. Hún bjó ekki í skólanum, varð því að
fara á milli kvölds og morgna. Hún kom sér vel við
ráðsmennina og pilta yfirleitt, svo þeir voru ávallt fús-
ir til að létta störf hennar og rétta hjálparhönd, þegar
hún óskaði þess.
Umfangsmesta bústarfið, til að byrja með, var öflun
matfanga, einkum kaup á sláturfé. Var það keypt úr
fjárrekstrum, sem leið áttu fram hjá skólanum, það var
keypt í slumpum, stundum 10—12 kindur í senn. Unnu
piltar sjálfir mest að slátrun þess og söltun á kjötinu.
Keyptir voru sauðir og geldar ær, sem kostuðu á fæti
kr. 12—16 hver. Til lógunar voru keyptar 40 kindur
alls. Gærur voru lagðar inn í verzlun, verðið var 20—22
aurar pundið. Slátrin voru flest seld, verðið var kr.
1.35 hvert slátur. Af saltfiski og trosi var keypt alls
um 600 pund.
Lítið fékkst þá af garðmat, aðeins féklcst keypt um
5 tn. alls. Kartöflutunnan kostaði kr. 8.00, en tunna af
rófum kr. 4.00. Mjólk fékkst nokkurn veginn eftir
þörfum. Keyptir voru 106 pottar nýmjólk á 16 aura
potturinn og 50 pottar undanrenna á 8 aura potturinn.
Ostur fékkst þá ekki. Af smjöri var keypt 290 pund á
65 og 70 aura pd., kæfa 100 pund á 32 aura pundið.
Aðalúttekt í verzlun var 150 pd. kandís á 0.22 aura pd.,
470 pd. púðursyltur á 0.18, 50 pd. molasykur á 0.23,
300 pd. hrísgrjón á 0.12, 12 heilpokar (100 kg.) á kr.
15.00 pokinri af rúgmjöli, úr því voru bökuð brauð í
Proppé-bakaríi. Kostaði það kr. 4.40 að baka úr pokan-
um, voru af bakaríinu afhentir brauðseðlar að tölu til
eins og talið var að kæmi úr hverjum poka af bökuðu
brauði. Eftir framvísun þeirra var afhent brauð eftir
því sem með þurfti hverju sinni. I bakaríinu var keypt
kaffibrauð, svo sem jólabrauð, bollur, kransar, smá-
kökur og vínarbrauð, sem kostaði 5 aura stykkið. Af
kaffi var aðeins keypt um 30 pund á 50 aura pundið,
en te var mikið notað. Þetta voru aðal nauðsynjavör-
urnar, sem 16 manna heimavistarheimilið notaði í 6
mánuði, auk þvottaefnis og steinolíu, upphitun var
ókeypis.
Daglegt mataræði var þannig: Kvölds og morgna var
te og með því smurt rúgbrauð, og ofan á því kjöt,
kæfa eða rúllupylsa; um miðjan dag ýmist fiskmeti,
sem mikið var notað, eða saltkjöt, með var rúgbrauð
ásamt smjöri eða annarri feiti, smjörlíki var ekki not-
að, á eftir var mjólkurgrautur. Kaffi var ekki notað
nema á hátíðum og tyllidögum.
Allt var fæðið af fremur skornum skammti, og ekki
borið meira á borð en svo, að um leifar var ekki að
ræða, en enginn kvartaði um nauman skammt. Hins
vegar lögðu piltar þeir, er auraráð höfðu, leið sína í
bakaríið og keyptu sér vínarbrauð og gosdrykkja-
flösku, sem þá kostaði 12 aura og neyttu þess við af-
greiðsluborðið og þóttust þá vel haldnir.
Fæðiskostnaður yfir veturinn í 182 daga varð með
ráðskonukaupi alls kr. 101.09 eða um 5 5 V2 eyrir á dag.
Verðgildi peninga var þá meira en nú er, jafnvel 1 evr-
ir hafði að sumu leyti svipaðan kaupmátt og 1 kr. nú
á tímum. Smápeningar lágu því ekki á glámbekk eða
í hirðuleysi eins og nú tíðkast víða.
Þegar heimavistin var tekin til starfa kynnti skóla-
stjóri reglur þær, er þar áttu að gilda varðandi um-
gengni um híbýli heimavistar, hreinlæti og háttvísi. Til
þess að sjá um að settar reglur væru haldnar var kos-
inn af piltum umsjónarmaður heimavistarinnar. Fyrir
því vali varð Bjarni M. Guðmundsson, sem var einna
elztur og þrekmestur þeirra. Var hann á því sviði nokk-
urs konar löggæzlumaður undir yfirumsjón skólastjóra.
í reglum þessum var áherzla lögð á að fara vel með
alla húsmuni, mæta hreinir og þvegnir til kennslu-
stunda, nota ákveðinn tíma til undirbúnings næsta
kennsludags, nota ekki tóbak, sem óþrif sé að innan
húss, fara á fætur og til svefns á tilteknum tíma, gera
grein fyrir fjarveru, slökkva Ijós og loka útidyrum um
kl. 11 að kvöldi. Aður en gengið var til náða var les-
inn húslestur og skiptust piltar á um það, oftast var
skólastjóri þá viðstaddur og stundum eitthvað af hans
fólki, var þetta virðuleg og heimilisleg stund að lokn-
um önnum dagsins. Framhald á bls. 415.
412 Heima er bezt