Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 30
GUÐRÚN FRA LUNDI
FERTUGASTI OG SJÖUNDI HLUTI
Leifi var fljótur að koma boðunum til skila. Hann
náði Rósu við þvottasnúruna morguninn eftir og skil-
aði þessu orðrétt, eins og það hefði verið sagt við
hann. „Er hann á Bakka núna?“ sagði hún. „Er hann
ekki heilbrigður fyrst hann er svona illa haldinn að
hann getur ekki glaðzt af neinu?“ bætti hún við og
brosti ofurlítið. „Hefur hann ekki kærustuna hjá sér?“
„Ónei, það hefur hann nú ekki, en með hringinn er
hann enn þá, það sé ég,“ sagði Leifi
„Þú kemur inn og færð kaffisopa, Leifi minn,“ sagði
hún. Þau fylgdust að inn í maskínuhúsið, þar sem kaff-
ið beið á könnunni.
Hartmann karlinn átti von á að sonarsonurinn riði í
hlaðið daginn eftir, en svo varð ekki. Það leið svo hver
dagurinn af öðrum að hann sást ekki. Það urðu tals-
verð vonbrigði fyrir gamla manninn, en hann hafði
aldrei sagt Kristjáni frá því að hans væri von, svo hann
saknaði einskis.
Fiskurinn var farinn að dýpka á sér svo nú var ekki
hægt lengur að fara á færi. Jói átti víst skiprúm út á
Eyri og þangað fór hann. Þá var unga konuefnið og
Kristján tvö ein fyrir innan þilið. Hún var hálfvand-
ræðaleg yfir því fram í búri hjá Valborgu, en Val-
borg bjóst við að það hneykslaðist enginn á því, ef
hún hefði hurðina opna. Svafa hafði látið setja hana
fyrir. Ekki hafði hún getað sofið innan um allt heim-
ilisfólkið, sú fína kona. Þau höfðu lampa á borðinu
á milli rúmanna og lásu þegar gömlu hjúin sofnuðu.
„Þau haga sér eins og saklaus börn,“ sagði Hartmann
karlinn, „enda eru þau bæði trúlofuð manneskjurnar.“
En svo fór svo undarlega að bregða við að hurðin
var lokuð á morgnana. Þá fór gömlu hjónaleysunum
ekkert að lítast á blikuna, þegar þau ungu sváfu óvana-
lega lengi fram eftir á morgnana og risu úr rúmi svona
blómleg og ánægð. Óla sagðist hafa svo spennandi sögu
að lesa, að hún gæti ekki slitið sig frá henni fyrr en
komin væri rauða nótt. En hitt skyldi hún ekki því
hurðin var aftur. „Hún var opin þegar ég háttaði og
þá var Kristján hættur að lesa.“ En hún kafroðnaði,
það sáu þau bæði.
Svona gekk það morgun eftir morgun, alltaf var
hurðin aftur. Hartmann talaði um þetta við ráðskonu
sína og sagði að sér þætti þetta kindugt að hurðin
skyldi fara aftur á nóttunni. Aldrei hefði hún látið
svona í fyrravetur.
„Hún er líklega orðin svona liðug á hjörunum," sagði
hún. En hann las út úr svip hennar háð og glettni.
„Það getur svo sem skeð. Það er flest vakurt og lið-
ugt í þessum heimi. En ég get nú varla skilið að þau
þurfi neitt að fela, trúlofaðar manneskjurnar. F.g kann
ekki við að fara að tala um þetta við þau,“ sagði Hart-
mann.
„iMér finnst þú ættir að láta það afskiptalaust. Þetta
eru engir unglingar. Kannske þeim finnist kaldara ef
hurðin er opin,“ sagði Valborg.
Kristján hafði ætlað sér að fara á hestum alla Ieið
suður, en breytti því þegar hann sá að heybirgðir voru
nægar á Grýtubakka. Faðir hans fylgdi honum út á
Hvalseyri. Þar ætlaði hann að taka strandferðaskip.
Hartmann trúði honum þó fyrir því að hann hefði
gert Rósu boð um að Jón litli kæmi inn að Bakka hon-
um til ánægju, en það hefði ekki borið neinn árangur.
Kristján gegndi því fáu, en þegar þeir komu að tún-
hliðinu á Hofi steig hann af baki. „Ég get ekki farið
svo úr sveitinni að ég kveðji ekki drenginn,“ sagði hann.
„Þó öllum hundum staðarins verði siffað á misf skal ég
D D D
sjá hann.“ Svo gekk hann þessa marggengnu götu heim
að bænum. Gamli maðurinn tvísteig fram og aftur fyr-
ir utan hliðið og brann af forvitni. Hann sá að prestur-
inn var korninn út og einhverjir fleiri. Svo kom Krist-
ján og sonur hans hoppaði við hlið hans, en hjónin
stóðu eftir á hlaðinu. „Hann ætlar að fylgja pabba sín-
um út á Eyrina, þessi piltur, og sitja svo á hestinum
til baka,“ sagði Kristján ánægjulegur á svipinn. Hann
settist á bak og tók drenginn á hnakknefið.
„iMér hefði nú ekki þótt mikið þó þér hefði verið
boðið inn upp á kaffi, svo mörg handtökin hefurðu
tekið á þessari jörð,“ sagði gamli maðurinn gramur vfir
því að fá ekki hressingu.
„Adér var margboðið kaffi, en ég treysti mér ekki
til þess að renna því niður,“ sagði Kristján.
430 Heima er bezt