Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 27
ELLEFTI HLUTl „Þú hefur verið svo mikið veikur að undanförnu, góði minn, að þú hefur ekki þekkt hana, en hún hefur engu síður en ég hjúkrað þér í þessum veikindum þín- um, og án hennar held ég bara, að ég hefði algerlega yfirbugazt.“ „Nú er ég loksins kominn til sjálfs mín aftur, og mig er farið að langa til að sjá aftur dóttur mína.“ „Á ég að kalla á Elsu hingað inn til þín?“ „Já, góða mín, gerðu það, ég þarf að ná tali af henni sem allra fyrst.“ Frú Helga gengur þegar fram úr herbergi manns síns og biður Elsu að koma þangað inn. Elsa fylgir síðan móður sinni inn að sjúkrabeði föður síns og nem- ur þar staðar. í fyrstu segir hún ekkert, hún átti síð- asta orðið, þegar þau feðginin ræddu saman síðast, og nú ætlar hún að láta föður sinn ávarpa sig að fyrra bragði. Árni sýslumaður horfir þögull á dóttur sína nokkur andartök og segir síðan þýðlega: „Komdu sæl, Elsa mín, ég þakka þér fyrir síðast.“ * „Sömuleiðis, pabbi minn, hvernig líður þér?“ „Mér líður nú vel, eftir ástæðum. Það er mikið búið að hafa fyrir mér að undanförnu, eftir því sem móðir þín hefur skýrt mér frá, og þú átt þar víst stóran hlut að máli, dóttir mín.“ „Minn hlutur er nú harla smár, miðað við suma aðra. Ekki hef ég hætt lífi mínu á neinn hátt til að bjarga hvorki þér né öðrum.“ „Það hefur heldur ekki komið til þcss, að þú hafir þurft að gera slíkt, Gunnar reyndist einfær um björg- unar-afrekið.“ „Já, þannig bregzt sönn hetja við, þegar mest á reynir.“ „Já, Elsa mín, nú er mér augljós sannleikur þeirra orða, að í raun skal manninn prófa, og ég ætla mér líka að sýna Gunnari það í verki, að honum á ég líf mitt að launa.“ „Hann verðskuldar líka fullkomna viðurkenningu.“ Elsa horfir þýtt, en einarðlega á föður sinn. Árni sýslumaður brosir. „Ég ætla að gefa honum „Kóngsdótturina og ríkið allt að launum,“ hvað segir þú um það, góða mín?“ „Ef þú meinar mig með „kóngsdótturinni“, þá er ég engin verzlunarvara, eins og ég hef áður sagt, og Gunnari þarftu ekki að gefa mig, því það hef ég sjálf gert fyrir löngu. En það gleður mig innilega, faðir minn, að þú hefur reynt, hver maður Gunnar er, og ég veit, að þú kannt að meta það að verðleikum.“ „Jæja, Elsa mín, svör þín eru lík og fyrr, en ég er þá samþykkur þínum eigin vilja, sé þér það nokkurs virði í framtíðinni." „Já, faðir minn, það er mér mikið verðmæti, því ég met þig mikils.“ „Gefðu þá pabba gamla hlýjan koss á vangann, eins og þegar þú varst lítil telpa, því til staðfestingar.“ Rödd sýslumannsins klökknar. „Já, pabbi minn, það skal ég veita þér.“ Elsa lýtur niður að föður sínum og þrýstir hlýjum kossi á fölan vanga hans. Milli þeirra hvílir enginn skuggi lengur. Gunnar vetrarmaður gengur að beiðni Árna sýslu- manns inn í svefnherbergi hans, en þeir hafa ekki sézt, síðan Gunnar bar húsbónda sinn þangað inn kvöldið sem hann bjargaði lífi hans. Gunnar nemur staðar við sjúkrabeð sýslumannsins og segir hæversklega: „Oskaðir þú eftir samtali við mig, Árni sýslumaður? “ „Já, Gunnar.“ Sýslumaður réttir honum hönd sína. „En á þessari stundu á ég engin orð til, sem megna að tjá þér að fullu þakklæti mitt fyrir lífgjöfina. Lof- aðu mér að þrýsta hönd þína, vinur.“ Þeir takast fast í hendur. „Það er ekkert að þakka, Árni sýslumaður. Ég gerði ekkert fram yfir það, sem skyldan bauð mér að gera.“ „Það má sjálfsagt lengi deila um það, hve langt skylda okkar nær gagnvart meðbróðurnum, Gunnar, en drenglund þín og dáð verður aldrei þökkuð né launuð að verðleikum.“ „Ég óska mér engra launa.“ „Þau er heldur ekki í mannlegu valdi að veita nema Heima er bezt 427

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.