Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 28
að litlu leyti. En mig langar til að bjóða þér að eiga þitt framtíðarheimili hér á Grund, sé þér það nokkurs virði. Dóttir mín segist hafa valið þig til samfylgdar á lífsleiðinni, og ég er ánægður með það fyrir hennar hönd.“ „Ég þakka þér fyrir þau orð, Árni sýslumaður. Meiri lífshamingja getur ekki fallið mér í skaut en samfylgdin með Elsu dóttur þinni.“ „Þá hamingju verðskuldar þú líka með sönnum heiðri, Gunnar.“ Sýslumaður þrýstir hönd hans á ný. Mæðgurnar hafa hlýtt þögular á samtal þeirra, en nú snýr frú Elelga sér að Gunnari og segir: „Ég hef enn ekki tjáð þér þakklæti mitt, Gunnar, en orð mannsins míns eru töluð fyrir munn okkar beggja.“ „Ég þakka ykkur hjónunum báðum.“ Frú Helga tekur innilega í hönd Gunnars og þrýstir hana í orðvana þakklæti. Árni sýslumaður lítur á Elsu og segir klökkur: „Dóttir mín, lofaðu mér að lokum að leggja saman hendur ykkar Gunnars, og þá er ég ánægður.“ Elsa gengur til Gunnars og nemur staðar við hlið hans. Gunnar snýr sér að Elsu, og augu þeirra mætast í órjúfandi ást og lotningu. Árni sýslumaður tekur um hendur þeirra beggja og leggur þær saman. „Hamingjan fylgi ykkur, börnin mín,“ segir hann innilega, og blikar á tár í augum hans. Örlögin hafa náð marki sínu. Handaband ungu elskendanna rofnar ekki, og þögn- in er of heilög til að rjúfa hana á þessari stundu. Elsa og Gunnar brosa til sýslumannshjónanna og leiðast svo hljóðlega fram úr svefnherbergi þeirra. XIX. Reikningsskil og hctlli. Pálmi fulltrúi situr einn á sýslumannsskrifstofunni og vinnur að skyldustörfum sínum. Enn hefur hann ekki gengið á fund húsbónda síns síðan hann veiktist, aðeins látið sér nægja að fá daglegar fréttir um líðan hans. Nú er Árni sýslumaður farinn að klæðast, og Pálmi býst við honum á hverri stundu inn í skrifstof- una. Fulltrúinn kvíðir því ekkert að sýna sýslumannin- um, hvernig hann hafi rækt störf sín í fjarveru hans, en hann óskar þess þó í huganum, að það dragist sem lengst, að fundum þeirra beri saman, við það fær hann ekkí ráðið. Lengra hefur fulltrúinn ekki náð í hugleiðingum sín- um, er skrifstofuhurðin opnast hægt, og Árni sýslu- maður birtist í dyrunum. Pálma bregður í fyrstu, er hann sér hve veildulegt útlit sýslumannsins er, en hann rís þegar á fætur, gengur til móts við húsbónda sinn og réttir honum höndina. „Sæll og blessaður, Árni sýslumaður, og velkominn hingað aftur,“ segir hann virðulega. „Ég þakka þér fyrir, komdu sæll, Pálmi.“ Sýslumað- ur þrýstir hönd Pálma lauslega, gengur inn í skrifstof- una og tekur sér þar sæti á sínum vana stað. Pálmi sezt einnig. Fyrst er þögn um stund. Það er eins og báðir hiki við að hefja samræður, en að lokum rýfur sýslumaður þögnina og segir: „Jæja, hefur ekki allt gengið vel hér á skrifstofunni í fjarveru minni?“ „Jú, þakka þér fyrir. Þú lítur nú yfir störf mín, þeg- ar þér hentar bezt. Reikningar og skjöl, sem ég hef gert í fjarveru þinni, eru öll hér í hillunum.“ „Það er ágætt, ég athuga það allt síðar.“ Árni sýslu- maður andvarpar þreytulega. Pálmi lítur á húsbónda sinn og segir: „Hvernig er annars heilsan, Árni sýslumaður?“ „Þakka þér fyrir, hún er að smábatna. En þetta síð- asta ferðalag mitt til Víkur og afleiðingar þess hafa gerbreytt viðhorfum mínum til framtíðarinnar.“ Pálmi roðnar ósjálfrátt. „Vonandi nærðu brátt fullri heilsu aftur,“ segir hann. „Það getur verið, að ég nái sæmilegri heilsu aftur með nógu löngum tíma og rólegheitum. En sýslu- mannsembættinu segi ég af mér næstkomandi vor. Ég treysti mér ekki til að gegna því lengur.“ „Jæja, svo þú hefur ákveðið það.“ „Já, það er fast ákveðið, og nú þarf ég ekki þinnar þjónustu við lengur en til vorsins. En hvað hugsar þú þér að starfa í framtíðinni? “ Spurning sýslumannsins snertir Pálma óþægilega. Hann hélt að Árna sýslumanni væri nokkurn veginn kunnugt, hverjir framtíðardraumar hans væru. Hann situr þögull um stund, en segir svo: „Fyrst þú þarft ekki mína þjónustu lengur, veit ég sannarlega ekkert hvað ég geri.“ Sýslumaður lítur fast á Pálma og segir: „Ég hef hugsað mér að sjá svo um, að þú hljótir embætti mitt, ef þú vilt taka það, en jafnframt ráðlegg ég þér, ef þú verður eftirmaður minn, að tryggja þér aðsetur í Vík. Það er heppilegra fyrir sýslumanninn, sem þjónar þessu umdæmi, að eiga þar heima. Þá þarf hann síður að leggja á sig löng og hættusöm ferðalög og losnar einnig við mörg önnur óþægindi, sem fylgja því að búa á afskekktu sveitasetri eins og til dæmis hér á Grund. Hvað segir þú um þetta, Pálmi?“ Pálmi hikar við svarið. Honum kom þetta allt mjög á óvart. Árni sýslumaður ætlar honum þá ekki að hafa aðsetur á Grund sem eftirmanni sínum, og ef til vill hefur þá fleira breytzt af framtíðarfyrirætlunum hans. En Pálmi ákveður að taka að sér sýslumannsembættið, fyrst honum stendur það til boða, hvernig svo sem allt annað skipast, og hann segir að lokum: „Ég þakka þér fyrir, Árni sýslumaður. Ég kýs gjarn- an að verða eftirmaður þinn.“ „En hvað segir þú um það að setjast að í Vík? Ég skal útvega þér hús þar með góðum kjörum, ef þú vilt.“ „Þú telur það hentugast fyrir mig að setjast að í Vík?“ 428 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.