Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 13
STEINDOR STEINDORSSON FRA HLOÐUM:
/
Pjóðsögur Jóns Arnasonar
(Niðurlag)
Eins og fyrr var getið hét Konráð Maurer fylgi sínu
til að koma sagnasafni Jóns Arnasonar á prent. Efndi
hann heitt sitt drengilega, og fékk hann þýzkan bóka-
útgefanda, J. C. Hinrichs bókaverzlun í Leipzig, til að
kosta útgáfu þjóðsagnanna. Jón Sigurðsson fékk svo
um hnúta búið, að Bókmenntafélagið keypti með hag-
kvæmu verði nægilegan eintakafjölda handa meðlimum
sínum. En Jón forseti var frá öndverðu öflugur stuðn-
ingsmaður nafna síns. Ef þessara tveggja rnanna hefði
ekki notið við er vafasamt, hvort tekizt hefði að koma
svo stóru verki á prent eins og íslenzkri bókagerð var
þá háttað. Nokkur tvískinnungur virðist þó hafa verið
í ráðamönnum Bókmenntafélagsins gagnvart útgáf-
unni, og víst er, að það hefði tekið félagið mörg ár, að
koma öllu safninu á prent, ef það hefði verið eitt urn
hituna. íslenzka þjóðin stendur því í mikilli þakkar-
skuld við hinn þýzka bókaútgefanda fyrir hans hlut.
Þá megum vér ekki gleyma hlut Konráðs Maurers.
Ekki verður neitt fullyrt um, hvort Jón Árnason hefði
haldið áfram söfnun sinni af því kappi, sem raun varð
á, ef ekki hefði notið hvatningar og fyrirgreiðslu
Maurers. Einnig tók Jón niðurskipan Maurers í þjóð-
sögum hans til fyrirmyndar, og gerði það honurn verk-
ið drjúgum léttara, og einnig vafalítið betra, en ef
hann hefði orðið að reisa allt frá grunni. Má sjá þess
Ijósust merki, við að bera saman Hugvekjurnar 1858
og 1861. í seinni prentuninni, er ljóst, að hann hefur
notið við ráða og fyrirmyndar Maurers. Enda segir
hann sjálfur svo í formála sínum: „Þessari bók Maurers
(Islandische Volkssagen), sem ég hef haft fyrir stöð-
ugan leiðarvísi í þessu safni á það allt fyrirkomulag sitt
að þakka. Já, ég get sagt með sanni, að safn mitt hefði
aldrei orðið annað en óskapnaður án hennar ... En þótt
ég hafi aldrei misst sjónar á þessum leiðarvísi mínum
hef ég þó þokað til einstöku atriðum.“
En eins og samgöngum við ísland var þá háttað, var
það miklum vandkvæðum bundið að láta prenta bók
suður í Þýzkalandi, þegar höfundurinn sat heima á ís-
landi. En þar kom enn einn ágætur maður til hjálpar,
sem var Guðbrandur Vigfússon dr., er þá sat í Kaup-
mannahöfn. Var hann milligöngumaður Jóns Árnason-
ar og Maurers, las hann handritið yfir jafnóðum, yfir-
fór það síðan suður í Þýzkalandi áður en prentað væri
og skrifaði að lokum ágætan formála að bókinni, þar
eð formáli Jóns kom ekki í tæka tíð. Var formáli Jóns
fyrst prentaður með 2. útg. þjóðsagnanna.
Allt um þessa erfiðleika sóttist verkið samt, og árið
1862 kom fyrra bindi þjóðsagnanna út í Leipzig, og
síðara bindið tveimur árum seinna. Hafði safnið þá
hlotið heitið: íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Mun
nafnið þjóðsaga þá fyrst vera fast tengt við þessa grein
bókmennta í íslenzku máli. Má vera að enn gæti hér
áhrifa Maurers, sem kallaði sögur sínar frá Islandi
„Volkssagen“. Áður voru nöfnin á þessurn fræðum
mjög á reiki, sem sjá má af uppköstum Jóns Árnasonar
sjálfs, voru sögurnar kallaðar: alþýðleg fornfræði,
munnmælasögur, hjátrúarsögur, ævintýri o. s. frv.
Þegar Þjóðsögurnar komu á prent var þeim vel fagn-
að. Einstöku menn munu þó hafa haft horn í síðu
þeirra, þótt efni þeirra lítt merkilegt og jafnvel sið-
spillandi. En alþýða manna fagnaði þjóðsögunum meira
en flestum bókum öðrum, svo að þær voru bókstaflega
lesnar upp til agna á fáum áratugum. Haft er eftir Jóni
Árnasyni á efri árum hans að „það var mesta gleðin
mín í lífinu, að ég hefi hvergi séð nema rifnar og
skítugar þjóðsögur". Fáir rnunu þeir vera, sem sjá svo
greinilega árangur verka sinna, og var þó ekki liðinn
fullur aldarfjórðungur frá útkomu Þjóðsagnanna þeg-
ar Jón lézt árið 1888. En þessi ummæli hins skrumlausa
manns sýna sem bezt verður kosið, hversu ákaft Þjóð-
sögurnar voru lesnar. Og þegar í byrjun þessarar aldar
voru „Gömlu þjóðsögurnar“, eins og þær oft voru
kallaðar, meðal torgætustu íslenzkra bóka frá síðustu
áratugum. Mér er minnisstætt frá bernsku minni, að
ég heyrði um þær talað, sem fágætan forngrip, og ekki
heyrði ég þess getið, að til væri nema eitt eintak af
þeim í minni sveit, og var þar þó engan veginn lítill
bókakostur. Og þótt mér léki meira hugur á þeirri bók
en flestum öðrum, er ég heyrði getið á þeim árum,
auðnaðist mér ekki að fá þær í hendur fyrri en á skóla-
árum mínum, að ég las þær í Amtbókasafninu á Akur-
eyri. En þótt þær væru svo sjaldgæfar á þessum árum,
hafði allur þorri eldri kynslóðarinnar lesið Þjóðsögurn-
ar en ónýtt þær um leið.
Það var engin furða, þótt alþýða rnanna fagnaði
Þjóðsögunum. Efni þeirra var frá henni sjálfri tekið.
Sögurnar voru úr öllum sveitum landsins að kalla mátti,
svo að flestir könnuðust þar við eitthvað úr sinni sveit.
Þjóðtrúin, dulmögnuð og ævintýrakennd, átti rík ítök
í þjóðinni allri, og í Þjóðsögunum voru fleiri þættir
hennar bókfestir en á nokkrum stað öðrurn. Þjóðin
unni sagnalist, og þarna kom hún fram hrein og ósvik-
in. Jón Árnason brýndi jafnan fyrir skrásetjurum sín-
um, að færa sögurnar í letur sem næst munnlegri frá-
Heima er bezt 413