Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 8
skyldi ég koma á eftir með farangurinn á þremur hest- um. iVIér til aðstoðar var 16 ára piltur úr Reykjavík, Kristinn að nafni, röskleikastrákur, stundum næstum því um of. Hvorugur okkar hafði fyrr farið svo langt suður á sandinn, en við treystum því, að létt yrði að feta í slóð þeirra Mikkelsens. Við áttum langa og þreytandi ferð fyrir höndum. Fyrst var um tveggja mílna vegur, að kalla beint suð- ur að sjó. Síðan lá leiðin urn mílu vegar eftir malar- kömbum milli sjávar og lóna vestur með ströndinni. Þegar við kómum suður að sjónum var tekið að hvessa af vestri, og fíngerðasti sandurinn tekinn að rjúka. Slóðirnar hurfu þá brátt með öllu, en það sakaði ekki svo mjög, því að ekki var um aðra leið að ræða en fram með sjónum. Ekki höfðum við lengi farið eftir kömbunum, er við komum að fyrsta ósnum, Vestri Melaós. Hann var svo djúpur, að sýnilegt var, að allt færi þar á sund. Á það þorði ég ekki að hætta vegna farangursins. Hins vegar var það heldur ófýsilegt að bíða þar á bersvæðinu við ósinn klukkustundum sam- an, þangað til svo væri fallið út, að ósinn væri reiður. Eg freistaðist því til þess að reyna að komast vestur sandinn fyrir ofan lónið. Eg fór á undan, teymdi reið- hest minn og reyndi fyrir mér með mælingastöng. Kristinn kom svo í slóðina með áburðarhestana. Milli lækjanna, sem í lónin falla, gekk þetta sæmilega, því að sandurinn var frosinn 1—2 fet niður. En farvegir lækj- anna voru þíðir, eða ísskánin svo þunn í botni þeirra, að hún hélt ekki hestunum. Hvað eftir annað lágu þeir í bleytunni hálffastir. Þegar einhver áburðarhesturinn festi sig, urðum við að hafa hraðar hendur, losa hann úr lestinni, koma hinum hestunum á þurrt, taka ofan klyfjarnar og lemja síðan vesalings skepnuna miskunn- arlaust, unz hún brauzt upp úr ófærunni. Eitt skiptið festist aftasti hesturinn án þess Kristinn yrði þess var þegar í stað, vegna þess að taumurinn slitnaði um leið. Rétt á eftir festist annar, og hinn þriðji áður en komið væri yfir kvíslina. Nú leizt mér ekki á blikuna. Ekki var tóm til þess að koma klyfjunum á þurrt land, heldur urðum við nú að rífa þær af úti í vatninu, og lemja síðan hestana áfram. Undir öðrum kringumstæðum hefði þessi barsmíð litið út eins og hreinasta villimennska, enda hraus mér hugur við henni hverju sinni. Okkur gekk vonum framar að losa fyrstu hestana, en þegar kom að þeim síðasta, hafði hann leg- ið svo lengi í vatninu að klyfjarnar voru orðnar renn- blautar og líkt og soguðust ofan í vatnið. Við urðum báðir að ganga á hvora klyf til þess að losa hana og gekk þó fullerfiðlega. Eftir um klukkustundar strit, skepnuníðslu og svaml í vatni og leðju, komumst við loks uppgefnir, og hund- votir á nokkurn veginn þurrt land og gátum haldið áfram ferðinni. Ég hafði nú misst alla löngun til þess að halda áfram ofan við lónin, en annars var nú ekki úrkosti, því að alófært var yfir lónin fram á malar- kambinn. Við héldum því áfram og reyndum að krækja fyrir verstu torfærurnar. En allt um það endurtók sama sagan sig hvað eftir annað með umbrot í bleytunum, barsmíð og erfiði. Loks komumst við þó fram á rifið, þar sem Mikkelsen hafði rekið niður mælistiku til merkis um, að þar ætlaði hann að tjalda. Höfðum við þá verið 6 stundir á leiðinni fyrir ofan lónin, sem er um hálfrar mílu vegur, ef beint væri farið. Meðan við Kristinn vorum að taka ofan af hestun- um kom Mikkelsen. Ég var glorsoltinn og bað hann að gefa mér matarbita. Þegar hann heyrði, að ég ætlaði þegar af stað aftur fékk hann mér morgunverðarpakk- ann sinn, sem hann hafði ekki gefið sér tíma til að borða allan daginn síðan kl. 7 um morguninn, en nú var hún 5 síðdegis. Nú kynntist ég því fyrst af eigin raun, hversu foksandurinn smýgur inn, þar sem nokk- ur glufa er. Þegar ég tók brauðið úr umbúðunum var það svart af sandi einkum þó smjörmegin. Mér þótti þetta ólystugt, en þegar Mikkelsen sagði mér, að ef ég skæfi sandinn burt mundi ég finna rúllupylsu undir honum, þá réðumst við Kristinn á brauðið og gerðum því góð skil. Vesalings hestarnir fengu ekkert, því að hér mátti ekki eyða heyi, jafn erfitt og var að koma því hingað. Okkur gekk greiðlega heimleiðis. Hestarnir voru lausir og heimfúsir. Nú var líka komin fjara, svo að við gátum fylgt rifinu og riðið ósana tálmunarlaust. Þó náðum við ekki til birgðastöðvarinnar fyrr en kl. 11 um kveldið. Daginn eftir, 28. apríl, fórum við Kristinn austur að Sandfelli. Nú var stormur af austsuðaustri með svo miklu sandfoki, að við grilltum aðeins fáar hestlengd- ir frá okkur. Stormurinn var nærri því beint í fangið og tókum við stefnuna eftir vindstöðunni, og nálguð- umst byggðina smám saman. Eftir því sem sandurinn varð grófgerðari birti ögn til, en kastvindar ofan frá fjöllunum enn snarpari en áður. I hörðustu byljunum reif upp smásteina og möl, sem þeyttist umhverfis okk- ur. Við gátum hlíft andlitinu með því að bretta upp krögunum og draga höfuðfötin niður fyrir augu. En ég var hins vegar berhentur og var því allur skrámað- ur á höndunum. Þegar við náðum Svínafelli, hugsaði ég að öllum erv- iðleikum væri lokið. Nú var einungis um míla vegar eftir, og það mátti kallast greiðfær leið. Ég varð því meir en lítið undrandi, þegar bóndinn þar, Jón Sigurðs- son, réð mér fastlega til að fara ekki lengra. Ég hló að viðvörunum hans og hélt sem svo, að fyrst ég væri þangað kominn í þessu veðri, léti ég ekki þenna spöl, sem ófarinn var, tálma ferðum mínum. En Jón hélt á máli sínu af svo mikilli alvöru, að ég féllst á að skipta um hesta, og að fá lánuð olíuföt, þótt enn væri alger- lega þurrt veður. Við riðum í sprettinum frá Svínafelli í áttina að Sand- felli, því að Jón hafði léð okkur tvo beztu hestana sína. Við höfðum nú storminn á hlið. Okkur varð óþægilega heitt í olíufötunum, og var það dálítið þreytandi. Én rétt þegar við komum að vegamótunum fyrir neðan Sandfell, skall óveðrið yfir okkur ofan úr fjallinu, 408 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.