Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 7
J. P. KOCH: Mældur ÖRÆFA- JÖKULL Framhald. Sama daginn og Skeiðarárhlaupið brauzt fram, fór vatnið að hækka í Súlu, og daginn eftir, 27. maí, náði hlaup hennar hámarki. Allur sandurinn milli Skeiðarár og Núpsvatna var nú einn vatnsflaumur, en annars er um 4j/2 míla á rnilli vatna. En grösug engjaspilda hjá bænum á Núpstað ónýttist í hlaupinu. Annan júní var hlaupið.tekið svo að þverra, að póst- urinn komst austur yfir sand, að vísu með því að leggja sig í lífsháska. Núpsvötn voru þá orðin reið, en aust- urhlutinn af sandinum var eitt blevtuforæði og Skeið- ará ófær með öllu. Hélzt svo allt sumarið, og hlutu menn því að fara drjúgan hluta leiðarinnar á jökli. Hinn 27. maí urðu menn þess varir, að eldur var uppi í Vatnajökli, í norður frá Lómagnúp. Ekki er mér kunnugt, hvort til eldsins hefur sézt fyrr, en enginn vafi getur á því leikið, að eldsumbrot þessi hafa valdið jökulhlaupinu. í september 1903 reið ég vestur yfir Skeiðarársand. Á hálfrar til einnar mílu svæði var sandurinn allur um- rótaður. Hvarvettna voru geysistór trektarlaga ker eða hvörf, og í botni þeirra voru óbráðnir jakar. Þegar ég nú í apríl, 11 mánuðum síðar, fór um sömu slóðir, var allur jökullinn bráðnaður af yfirborðinu, en þar sem jakarnir höfðu grafizt niður í sandinn voru þeir hvergi nærri bráðnaðir, eins og ég kynntist betur síðar. Þegar ísinn bráðnar myndast á slíkum stöðum margra metra djúp ker, en þar sem yfirborð jakans var áður, verður til þunn, svikul sandskán. Ker þessi eru engan veginn hættulaus, og fékk ég eitt sinn að kenna á því. Ég hafði riðið út á sandskánina, en hún brast undan hestinum. Ekki veit ég þó til þess, að manntjón hafi orðið á þess- um stöðum. Sakir hinna erfiðu vinnuskilyrða varð að takmarka mannafla og farangur svo sem framast var unnt. Hvor mælingamaður hafði með sér tvo íslenzka fylgdar- menn, og höfðu þeir 3 hesta með sér alls. Auk mæli- tækjanna fluttu þeir með sér lítið ristjald úr léttum, þunnum segldúk með vatnsheldum botni. Tjaldsúlur og mæniás var úr bambus. Hvoru tjaldi fylgdu þrír léttir svefnpokar og hitunartæki. Tjaldið með öllum útbúnaði var nægilegar klyfjar á hest. Mælitækin og matarforðinn var annar hestburður, en svo þurfti um 20 pund af heyi handa hverjum hesti á dag, og fór það eftir atvikum, hvað mikið var flutt af því í hverri ferð, einn eða tveir hestburðir. Þar sem hestarnir voru not- aðir daglega við mælingarnar, þurfti þrenn reiðtygi og auk þess tvenna ldyfsöðla. Tuttugasta apríl flutti Leisted frá Núpstað suður að Svínafellsós. Sama dag var gengið frá birgðastöðinni, en daginn áður byrjaði Mikkelsen að mæla sandana vestur frá Núpsvötnum. Nú var unnið af því kappi, sem kraftarnir framast leyfðu. Veður var hagstætt, og allt virtist ganga að óskum. Það hafði gengið til all- hvassrar norðanáttar með þéttingsfrosti. Heiðskírt var á daginn en dáítil snjókoma á nóttunni. Frostið var okkur kærkomið, því að nú voru allar gljárnar á ís. Snjórinn varð okkur einnig að gagni. Að vísu olli það nokkrum óþægindum, að fyrir kom, að tjöldin sliguð- ust urtdan snjónum á nóttunni, og stundum á daginn huldi skafrenningur mælipunkta, en slík óþægindi voru smámunir, hjá því hnossi, sem það var að vera laus við sandfokið, sem snjórinn hélt algerlega í skefjum. IV. Mikkelsen lauk mælingunum vestan Núpsvatna 25. apríl. Því næst tók hann að mæla allbreitt svæði aust- ur frá bænum Hvoli og austur að birgðastöðinni. Til þess að spara sér tíma hugðist hann að ríða Núpsvötn- in undan Hvoli, þar sem þau eru venjulega talin ófær. Ég var þá með honum, og þar fengum við að þreifa á því, hvernig vötnin myndu verða yfirferðar, þegar hlýnaði í veðri og leysingin byrjaði. Þar sem við ætluðum yfir vötnin, eru þau um einn kílómetri á breidd á sumrin, en núna runnu þau í mörg- um kvíslum og sandeyrar á milli. Okkur farnaðist sæmilega yfir fyrstu kvíslarnar. En þegar lengra dró frá landi fór sandbleytan vaxandi, og frostskelin á eyr- unum hélt ekki lengur hesti. Um leið og skelin brotn- aði lágu hestarnir á kviði í sandbleytunni. Loks gripum við til þess ráðs, sem íslendingar nota oft á þessum slóðum, en það er að vaða á undan hestunum og troða slóð í sandkvikuna. Þetta var ekkert notalegt verk í margra stiga frosti, að vaða upp undir mitti í vatni og leðju, og seinlegt er það einnig. En loks komumst við yfir, blautir og hraktir, og það sem eftir var dagsins höfðum við fast land undir fótum að kalla mátti. Tuttugasta og níunda apríl var kyrrt veður, glaða- sólskin og nokkurra stiga hiti. Snjórinn hvarf í skyndi, ýmist gufaði hann upp eða bráðnaði og var horfinn eftir nokkrar klukkustundir. Sandarnir blöstu nú við í sinni réttu mynd, gráir og ömurlegir, en yfir þeim titraði létt tíbrármóða. Snemma um morguninn fór Mikkelsen með fylgdarmönnum sínum frá birgðastöð- inni út að Hvalsíki, en til þess að spara honum tíma, Heima er bezt 407

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.