Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 9
snöggt eins og hendi væri veifað. Við lögðumst fram
á makkann á hestunum, svo að við fykjum ekki af baki,
en regnið fossaði úr loftinu. Hestarnir beinlínis lögðust
upp í veðrið, en allt um það hrakti þá hvað eftir annað
upp úr götunni, en regn, sandur og möl dundi um höf-
uð þeirra. í hljóði þuldi ég afsökun til Jóns í Svínafelli.
A hinum uppgefnu hestum mínum hefði ég ekki kom-
izt að Sandfelli að þessu sinni.
Sandbylurinn olli mér áhyggjum. Eg óttaðist, að ef
til vill hefði hann orðið mælingamönnunum að fjör-
tjóni. Því var það, að morguninn eftir, 29. apríl, fór ég
ásamt Jóni í Svínafelli að leita að Leisted, en ég hafði
ekki haft samband við hann í marga daga. Við riðum
beint suður að Svínafellsós, þar sem Leisted hafði tjald-
að í fyrstu. Þar var ekkert áð sjá, svo að við héldum
vestur með sjónum að Blautaós. Þar fundum við tvo
hnakka, nokkuð af mælingatækjum og nýjar slóðir eftir
menn og hesta. Við röktum slóðirnar um mílu vegar
inn yfir sandinn, og þar hittum við Leisted og félaga
hans. Þeim leið öllum vel, en hann var dálítið eftir sig
eftir sandbylinn.
Meðan hestarnir gripu í heytuggu, borðuðunr við Jón
nestisbita inni í tjaldinu hjá Leisted. Á meðan skýrði
hann mér frá í stórum dráttum, hvernig honum hafði
gengið. Sandfokið niðri á rifinu hafði allan tímann vald-
ið honum nokkrum óþægindum, en engu að síður höfðu
mælingarnar gengið greiðlega. í gær hafði þó óveðrið
keyrt úr hófi, og einkum hafði nóttin orðið þeim ervið.
Þótt stöðugt rigndi, var sandfokið samt svo mikið, að
nærri lá að tjaldið færi í kaf hvað eftir annað. Þeir urðu
jöfnum höndum að ausa úr því vatni og rnoka frá því
sandi. Tjaldið var orðið svo slitið af sandfokinu, að það
hriplak alls staðar. Þá máttu þeir ekki líta nokkra stund
af hestunum. Ábreiðurnar tolldu ekki á þeim, og storm-
urinn tætti af þeim hauspokana, og engin bönd virtust
geta haldið þeim. Sandur barst í heyið, svo að þeir gátu
ekki etið það, og vatn og sandur dundi yfir skepnurnar
án afláts. Leisted óttaðist um að missa hesta sína, og
ekki að ástæðulausu. Hann lét því mann vera stöðugt
hjá þeim, aðallega til þess að hagræða hauspokunum,
sem var hið eina, sem hægt var fyrir þá að gera. Brim-
ið orgaði við ströndina, og hvað eftir annað gengu gus-
ur af sjó yfir tjald og hesta, og jók það á óhugnað næt-
urinnar. Jafnskjótt og lýsti af degi, tóku þeir Leisted
saman farangurinn, og lögðu af stað norður sand, í átt-
ina að birgðastöðinni. Nálægt mílu vegar fyrir sunnan
hana reistu þeir tjaldið, og þar fundum við Jón þá.
Frásögnin um viðburði þessarar óveðursnætur er ef
til vill sviplítil, þegar hún er lesin af blöðum innan
veggja heimilisins, en öðru máli gegndi, þegar við Jón
heyrðum hana sagða í rifnu og skítugu tjaldi, sem
hypjað hafði verið saman og bætt með merkjaflaggi og
heypoka. Þar fann ég gjörla, hver óhugnaður fylgir
því að lifa slíka óveðursnótt, þegar allt leggst á eitt,
myrkur, regn, stormur og brim, til að auka áhrifin.
Eftir klukkustundar hvíld héldum við Jón áfram ferð
okkar að birgðastöðinni. Þar lágu boð frá Mikkelsen um
að hann, af ótta um að missa hestana í sandbylnum,
hefði farið heim að Núpsstað. Þar veiktist annar hjálp-
armaður hans af ofþreytu, og varð að liggja í rúminu
um vikutíma.
Frá birgðastöðinni fórum við síðan heirn að Svína-
felli og komum þangað klukkan 12 á miðnætti. Höfð-
um við þá verið 16 klukkustundir á ferðalagi, alltaf ein-
hesta, og aðeins hvílt okkur eina klukkustund. Vega-
lengdin var 11l/$ úr mílu, af því lágu um 4 mílur yfir
samfelldar sandbleytur, og langmestur hluti leiðarinnar
um vegleysur, sem svo var háttað, að enginn venjuleg-
ur, danskur reiðhestur að minnsta kosti, rnundi komast
þar yfir.
Eg hef hér eftir föngum reynt að lýsa fyrsta veru-
lega illviðrisdeginum, sem við fengum, en sama illviðr-
ið endurtók sig 1,. 2,. 4. og 5. maí.
I storminum 1. maí slitnuðu bæði birgðatjöldin upp,
og surnt af farangrinum, þar á meðal allþungir kassar,
tvístraðist í allar áttir, meira að segja spölkorn frá tjöld-
unum, þar sem þeir höfnuðu í hléi við sandhólana. Járn-
teinarnir í tjaldsúlunum bognuðu og brotnuðu, bardún-
urnar slitnuðu, og svellþykkur tjalddúkurinn rifnaði
þvert og endilangt. Jón Sigurðsson, sem flutti þangað
nýjar birgðir 3. maí, gat þó reist annað tjaldið, en úr
slitrunum af hinu tjaldinu gerði liann heljarmikinn poka’
sem hann fyllti með heyi og festi niður svo tryggilega,
sem auðið var.
Illviðrisdagar þessir höfðu næstum gert út um það,
að unnt yrði að ljúka mælingunni á sandinum. Tjöld
mælingamannanna voru svo gjörslitin af sandfokinu, að
þau rifnuðu, hvað lítið, sem fyrir þau kom, og þótt þau
væru bætt með gömlum heypokum, hripláku þau, og
veittu harðla lítið skjól í stormi og sandfoki. Föt og
svefnpokar var síblautt og sandrunnið, og maturinn því
aðeins ætur, að ekki var annað að fá. Með hverjum degi
sem leið, þiðnaði meira, sandurinn varð stöðugt ótrygg-
ari yfirferðar og torfærari. Enga stund mátti missa til
ónýtis, og þótt veðrið væri illt, varð að reyna að gera
eitthvað. Eftir að hafa brotizt gegnum vatn og sand-
bleytu langar leiðir, hlutu mælingamennirnir að standa
tímunum saman í sandrokinu, blautir upp í mitti, og
bíða þess að storminn lægði snöggvast og svo rofaði til,
að þeir gætu fest sjónir á einhverjum mælipunkti og
gert staðarákvörðun. Eftir slíka erfiðisdaga, sem Iítinn
árangur höfðu borið, þurfti meira en meðalhörku, til
þess að rífa sig upp næsta morgun, til þess að hefja að
nýju sörnu baráttuna við blevtuna og sandfokið, og
bíða á ný eftir að veðrið lægði stutta stund.
Þegar ég kl. 3 aðfaranótt 6. maí reið frá birgðatjald-
inu suður sandinn í kyrru veðri og björtu, þekkti ég
mig naumast. Skeiðarárjökullinn, sem blasti við í norðri,
hafði fram að þessu verið drifhvítur, en var nú bik-
svartur af foksandinum, sem upp á hann hafði borizt.
Um sunnanverðan sandinn hafði stormurinn lamið vatn-
ið vestur á bóginn og afmáð allar okkar slóðir. Kvísl-
arnar á sandinum höfðu breytt farvegum sínum, og víð-
áttumikil svæði, sem áður voru þurr, voru nú undir
Heima er bezt 409