Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 35
19. Og nú steyptist vatnsmagnið foss- andi og freyðandi yfir mig með öllum sínum þunga. Eg beiti höndunum og reyni af öllum mætti að halda höfðinu upp úr vatninu, en allt árangurslaust. Brátt er ég í bólakafi. 20. Vatnið hvæsir og suðar í eyrunum á mér, og hundruð hugsana þjóta um heila minn. En allt í einu hverfur þung- inn af bakinu á mér. Trjábolurinn flýt- ur upp með bylgjunum. ... Eg er aftur frí og frjáls! 21. Ég spyrni fótum í botninn og er þegar kominn upp á yfirborð vatnsins, sem rennur enn í stríðum straumum. Mér verður fyrst hugsað til Mikka. Ég brýst áfram og sting mér, þar sem ég veit að hann er enn fastur. 22 Það er vandalaust að finna hann, því að hann stritar af öllum mætti við að komast upp á yfirborðið. Ég kippi af honum hálsbandinu, þríf í hnakkann á honum og dreg hann til lands. 23. Ég er svo himinlifandi glaður yfir björgun okkar Mikka, að ég gleymi al- veg að athuga, hve dauðþreyttur og sem lurkum laminn ég raunverulega er. Og án þess að hvíla mig legg ég af stað heimleiðis. 24. En eftir að hafa gengið stuttan spöl, segir þreytan til sín. Ég verð óstöðugur á fótunum, og mér sortnar fyrir augum. Allt í einu dett ég um koll og ligg nærri meðvitundarlaus á jörðinni. 25. Eftir stundarkorn rakna ég aftur við. Ég finn að ég er einkennilega veik- ur. . . . Ég tauta við Mikka: Hlauptu heim, Mikki, og sæktu hjálp! Skilurðu! Heim! Hlauptu heim!.... Ég get ekki meira, Mikki! 26. Ég fell í djúpan dvala. Og ég veit ekki hve lengi ég hef legið meðvitund- arlaus. En þegar ég rakna við og átta mig, verð ég þess var, mér til mikillar undrunar, að ég ligg alklæddur í rúmi og breitt ofan á mig í ókunnu húsi. 27. Hvar er ég niðurkominn? Hér er áþekkast verkfærageymslu.... Ég rís upp úr rúminu.... Ég er í skyrtu, sem ég kannast ekkert við.... Ég stjákla fram að dyrunum og ætla að opna þær. En hurðin er aflæst. Ég er lokaður inni. Heima er bezt 435

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.