Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 16
TÓMAS EINARSSON:
spurningunni
til þess að stuðla að
Hvað er hægt að gera,
auknum samskiptum við Vestur-Islendinga?
essari spurningu er ekki gott að svara tæmandi
í stuttu máli, til þess er efni hennar of viða-
mikið og víðtækt. En nokkur atriði vildi ég
drepa á, sem að mínu áliti myndu treysta bönd-
in milli okkar hér heima og landa okkar vestan hafs.
1. Við verðum að viðhalda og efla kennarastól þann
í íslenzkum fræðum, sem nú er starfandi vestan hafs,
eins og unnt er, því öllum má vera ljóst hve miklu
hlutverki hann hefur að gegna í eflingu og viðhaldi
íslenzkrar tungu og menningar þar vestra, ef vel er á
haldið.
2. Við skulum senda héðan að heiman, mennta-, fræði-
og listamenn til byggða íslendinga vestan hafs, til fyrir-
lestra, upplestra úr eigin verkum, tónlistahalds og sýn-
inga á eigin listaverkum og í staðinn stuðla að því, að
landar okkar vestan hafs geti goldið í sömu mynt.
í þessu sambandi mætti taka upp á segulbönd, hljóm-
plötur eða á annan hátt, úrval íslenzkra verka bæði í
söng, tónlist og bundnu og óbundnu máli og senda
vestur til flutnings í útvarp eða á annan tiltækan hátt.
Enn fremur ætti Ríkisútvarpið að senda fréttamenn
vestur, sem öfluðu efnis til flutnings í útvarp hér heima.
3. Við verðum að gera okkur það ljóst, að íslenzk
tunga er á undanhaldi fyrir enskunni meðal ungra
manna af íslenzkum ættum vestan hafs. Er þetta eðli-
leg þróun, og ekki unnt að breyta henni. En við skul-
unt jafnframt gera okkur það Ijóst, að unga kynslóðin
vill vita um uppruna sinn, þótt hún tali ekki tungu
feðra sinna og skilji hana ekki. Við verðum að tala til
þess á því máli, sem það skilur, ensku.
Við verðum að vinna að því öruggt og markvisst, að
þýdd verði á ensku helztu bókmenntaverk okkar og
rit, sem skrifuð hafa verið á íslenzku, en snerta ein-
vörðungu landnemana íslenzku vestan hafs. T. d. Saga
íslendinga í Vesturheimi og Vestur-íslenzkar æviskrár
og síðan verði þessar útgáfur til sölu í byggðum Vest-
ur-íslendinga. Þar verði einnig til sölu á sömu stöðum
íslenzkar hljómplötur og listaverkabækur.
Ég held, að hér þurfi mikið átak til úrbóta, því ís-
lenzkar bókmennitr á ensku eru afar fáskrúðugar, og
það sem þýtt hefur verið af íslenzku á ensku er að litlu
leyti fyrir tilstuðlan okkar hér heima.
4. Unnið verði að því, að koma á víðtækum skipt-
um á æskufólki héðan að heiman til náms og dvalar
vestra og að vestan til náms og dvalar hér heima.
Mér hefur dottið í hug, að héðan að heiman fari
hópar unglinga til nárns í skólum og byggðum Vestur-
Islendinga og í staðinn komi unglingar að vestan til
náms hér heima. Nám þetta væri stundað í hinum ýmsu
skólum svo sem unglinga-, húsmæðra-, bænda- og iðn-
skólum, svo eitthvað sé nefnt. Einnig verði unnið að
hópferðum skemmtiferðafólks milli íslands og byggða
Vestur-íslendinga og valdir leiðsögumenn stjórnuðu
þeim ferðum. Hér er verkefni fyrir flug- og skipafélög
okkar að glíma við. Ég tel, að á þennan hátt myndu
ættarböndin styrkjast og gagnkvæmur skilningur auk-
ast á kjörum og allri aðstöðu landanna vestan hafs og
austan.
5. Stuðlað að auknum verzlunarviðskiptum, þannig,
að íslenzkar framleiðsluvörur yrðu á boðstólum í
byggðum Landa vestra, einkum þjóðlegar framleiðslu-
vörur og sérkennandi fyrir okkur, og jafnframt reyndu
íslenzk fyrirtæki að stofna til viðskipta við fyrirtæki í
eigu Vestur-íslendinga, og flyttu inn vörur frá þeim.
Ég hef reynt hér að framan að minnast á nokkur
atriði, sem komið hafa upp í huga minn, er ég fór að
velta fyrir mér spurningu þeirri, sem er upphaf þessa
máls.
En það þarf að taka mál þessi föstum tökum. Við
þurfum að setja á fót einhvers konar stofnun, sem hefði
yfirstjóm á málum þessum og skipulegði þau. Hún
þyrfti að afla fjármuna til þessara framkvæmda, bæði
hjá einstaklingum, stofnunum og ríkisvaldinu, en eins
og kunnugt er, þarf mikið fé að vera fyrir hendi, ef
eitthvað þarf að gera, sem kostar mikið fé. En fyrst og
fremst þarf hér að koma til áhugi og fórnfýsi almenn-
ings, sem gerði sér þýðingu þessa máls ljósa, og teldi
ekki eftir sér, að leggja nokkrar byrðar á sig til þjón-
ustu fyrir þetta málefni.
Stofnun þessi hefði jafnframt náið samband við þjóð-
ræknisfélög og önnur slík félagssamtök vestan hafs og
ynni að þessum málum í samvinnu við þau.
Að endingu vil ég þakka „Heima er bezt“ fyrir þetta
skemmtilega verkefni, og óska þess, að fram komi mörg
snjöll svör, sem verði tekin til athugunar, og hrundið í
framkvæmd. Það yrði okkur hér heima á íslandi ómet-
anlegt tjón, ef íslenzka þjóðarbrotið í Vesturheimi
týndist þar og hyrfi sporlaust í það mikla þjóðahaf.
Það tjón fengjum við aldrei bætt.
Holtsgötu 22, Reykjavík, 19. september 1961.
416 Heima er bezt