Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 4
„Glæsilegasti
maourinn,
sem
Rœtt inh Bernharb
Stefánsson um
Hcinnes Hafstein
Nr ær fjorir tugir ára eru liðnir síðan Hannes
Hafstein lézt. Það lætur að líkum, að þeim
mönnurn sé tekið að fækka, sem muna hann
gjörla, hafa átt tal við hann eða hlýtt á hann
halda ræður á mannfundum. Einn þeirra fáu manna hér
um slóðir, sem man Hannes Hafstein, er Bernharð
Stefánsson, fyrrverandi alþingismaður. Hann sýndi
„Heima er bezt“ þá góðvild að ræða við mig stundar-
korn um þessar minningar og leyfði mér að birta það
viðtal okkar.
Hvenær manst þú fyrst eftir Hannesi?
Fyrst mun ég fyrir alvöru hafa veitt honum athygli,
er ég las „Aldamótaljóð“ hans, sem birtust í Andvara.
Þau hrifu hug minn eins og raunar flestra, sem þau lásu
eða heyrðu, og þetta varð til þess, að ég varð mér úti
um ljóðabók hans til lestrar og hreifst af kvæðum hans
öllum vfirleitt.
En ekki sá ég Hannes fyrr en 6. júní 1903. Þá var
hann í fyrsta sinn í kjöri hér í Eyjafjarðarsýslu. Ég var
á kjörfundinum, sem haldinn var á Akureyri fvrir allt
kjördæmið. Kosið var þá í heyranda hljóði, og fram-
bjóðendur fluttu framboðsræður sínar áður en kosning
hófst. Ég hafði aldrei séð jafnglæsilegan mann. Persónu-
leiki hans allur hreif mig unglinginn, og enn eftir 58 ár
er hann glæsilegasti maðurinn, sem ég hef hitt. Ræða
hans þótti mér bera af öllu, sem ég þá hafði heyrt, og
hafði ég þó t. d. hlýtt á Stefán Stefánsson, skólameistara
flytja aldamótaræðu á Möðruvöllum í Hörgárdal af
frábærri mælsku og glæsibrag. En Stefáni lét afburða-
vel að flytja slíkar tækifærisræður.
Tveimur árum síðar, eða 1905, var ég aftur staddur á
þingmálafundi á Hrafnagili. Þá var Hannes Hafstein
orðinn ráðherra, fyrstur allra íslendinga, og þingmaður
Eyfirðinga. Andstæðingar hans gerðu að honum harða
404 Heima er bezt