Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 6
ANNA OLAFSDOTTIR: Draumur Onnu í Gunnhildarperði egar ég hafði lesið frásögn í mánaðarritinu Hehna er bezt, með heitinu „Nú er langt síðan við höfum sézt“, fór ég að líta í gömul blöð mín, þar sem ég hafði klórað ýmsa viðburði, sem hafa hent mig, ómenntaða alþýðukonuna, nokkr- um sinnum á ævinni. Greinir hér frá einum atburði, sem skeði síðari hluta vetrar 1934. Jörð var að miklu leyti auð, en smásnjóél voru daginn áður en mig dreymdi draum þennan. Við bjuggum þá hér í Gunnhildargerði ung að ár- um, maðurinn minn, Jón Sigmundsson, og ég, með fjögur börn okkar, öll innan sjö ára aldurs, og stúlka á tvítugs aldri, Anna Jónsdóttir að nafni, var hér einnig. Það var nálægt miðjum marzmánuði, að mig dreymdi draum þann, er hér skal greina: Mér þykir ég vakna í rúmi mínu, rísa upp og klæð- ast. Fer ég svo niður og fram göng, opna bæjardyrnar og lít til veðurs. Þótti mér þá vera góðviðri. Af ein- hverri hvöt held ég áfram út á hlaðið að yztu dyrum í húsaröðinni, en það voru fjósdyrnar. Sé ég þegar, að það er annar frágangur á fjóshurðinni, en vera átti. Eg ýti við hurðinni og fer inn. Brá mér heldur í brún við þá sjón er fyrir augu mín bar: Á fjóströðinni lá poki eða einhver ábreiðsla, og þar lá kálfur, sýnilega nýlega borinn. En í básnum stóð maður, og sá ég óðar, að hann þekkti ég alls ekki. Maðurinn var fremur lágur vexti, klæddur vaðmálsföt- um og gráleitum ullarsokkum, og voru buxurnar brotn- ar niður í sokkana. Á fótum hafði hann verpta leður- skó. Mér þótti ég standa þarna við dyrnar um stund og horfa á manninn. Þótti mér kynlegt, að hann skyldi vera þarna um þennan tíma sólarhrings. Að síðustu segi ég þó við hann: „Hvað ert þú eiginlega að gera hérna?“ en hann tjáir mér þá, að hann megi til að fá mjólk handa kálf- inum, því annars drepist hann. Og nú bendir hann á kúna mína, sem var fyrir skömmu borin. Ur henni verði hann að fá mjólk, segir hann, og hjá henni var hann í básnum. Fréttir þessar höfðu nú ekki sem bezt áhrif á mig, en ég svara þó: „Ekki skil ég, hvernig þér getur dottið þetta í hug. Þú sérð að ég á ekki nema tvær kýr, og önnur þeirra bar í haust, en hin núna fyrir hálfum mánuði. Hún átti tvo kálfa, og við urðum að farga þeim báðum vegna þess, hve mikil þörf var fyrir mjólkina. Var þá ekki mikið um ánægju hérna hjá börnunum, því þau lang- aði svo til að eiga kálfana. Börnum þykja dýrin ætíð svo góðir leikfélagar.“ Þá svarar maðurinn: „En ég á nú ekki nema þennan eina kálf, en mörg börn, og það nægir, ef ég gæti fengið mjólk í einar sex vikur.“ Nú fannst mér í svefninum, að ég væri í miklum vanda stödd, og ég svo illa geta misst mjólkina, en á hinn bóginn var þessi ókunni maður svo vesaldarlegur, að mér vöknaði um augu og sagði: „Mikil dauðans vandræði eru nú þetta, þú skalt bara fara hérna á bæina í kring,“ og svo nefndi ég tvo bæi og sagði: „Þar eru heldur engin lítil börn.“’ En ókunni gesturinn sagði aðeins: „Nei! Og svo er líka svo skammt hingað.“ Og um leið bar hann kálfinn á pokanum út á hlaðið og lagði hann þar niður í snjómugguna. Síðan tekur hann í eitt hornið á pokanum, gengur af stað og dregur á eftir sér kálfinn á pokanum út túnið og út fyrir Móhúsið, síðan upp fyrir túnið og upp hlíðina. En ofarlega í hlíðinni er lágt klettabelti, og þar hvarf hann mér sjónum. Ég stóð þarna á hlaðinu sem þrumu lostin, er ég sá hvernig dökk rönd myndaðist í snjónum eftir þetta undarlega ferðalag. Ég vaknaði litlu síðar, og var þá að verða alveg bjart, en ekki komin fótaferð. Mér var þetta allt svo ljóst, að mér fannst þetta hlyti að hafa gerzt, og út frá þeim hugleiðingum sofnaði ég aftur dálitla stund. Um morguninn þegar við hjónin og nafna mín drukkum morgunkaffið, fór ég að segja þeim draum minn, og var hann ráðinn á ýmsa lund. En þannig at- vikaðist, að nafna mín fór á undan mér í fjós að mjólka og var byrjuð þegar ég kom. Ég mjólkaði ný- bæruna að venju. En nú brá mér í fyrstu, því þegar ég ætlaði að fara að mjólka kúna, var sama sem engin mjólk í framspenum hennar, og þeir blautir og kaldir, en í afturspenunum var mjólkin með eðlilegum hætti. Segi ég þá óðar við nöfnu: Framhald á bls. 426. 406 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.