Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 10
vatni. Einungis strjálir sandhólar, strandrifið og lónin voru óbreytt og gamalkunnug. Allt annað var nýtt fyr- ir augað. Þegar ég reið norðuryfir næsta morgun, hafði ég tjald Mikkelsens meðferðis, og var ætlunin að reisa það á áður tilteknum stað. En þegar þangað kom, var þar einn vatnaflói, ótryggur í botni, en lágar sandeyrar stóðu upp úr á nokkrum stöðum, og voru þær engan veginn tryggilegar útlits. Samt reisti ég tjaldið á einni slíkri eyri, sem var tæplega 100 m löng. Síðan hélt ég áfram ferð minni norður að birgðastöðinni. Ég var hálfpartinn hræddur um, að vatnið kynni að hækka enn, og ef það hækkaði, þótt ekki væri nema fáeina þuml- unga, mundi tjaldið fljóta upp. Sá ótti reyndist þó á- stæðulaus. Því að þegar Mikkelsen kom í tjaldstað um kvöldið, var tjaldið ekki einungis á þurru, heldur var þurr sandur svo vítt umhverfis það, að um mílufjórð- ungur var að næstu kvísl eða polli, þurftu þeir því að grafa brunn við tjaldstaðinn, til þess að fá vatn handa mönnum og hestum. Hann var að vísu ekki nema 1—2 fet á dýpt. Þessar sífelldu, gagngerðu breytingar á söndunum valda því, að gróður fær ekki dafnað þar að nokkru ráði. Um sunnanverðan sandinn er ekki stingandi strá, nema kyrkingslegir melskúfar á stöku stað í sandhól- unum. Þegar norðar dregur og nær jöklinum, er sand- urinn fastari. Þar vaxa skófir á steinum, og einstaka mosa- og grasteygingar eru þar, svo að þar er hlaup- hagi fyrir fáeinar kindur, en hvergi svo mikið í stað, að unnt sé að á hestum til nokkurs gagns. Dýralífið á sandinum er jafn fábreytt að kalla má. A norðanverðum sandinum er skúmurinn einvaldur, en kjóinn1) að sunnanverðu. Skörp mörk eru milli svæða þeirra, sem þessar tegundir ráða yfir, og þær koma ein- ungis saman á veiðisvæðinu, sjónum, sem er hið sama fyrir báðar tegundir, ásamt þúsundum sela. Upp úr 6. maí hófust hlýindi og stillur. Þá kynntist ég af eigin raun hinu alkunna fyrirbrigði í eðli allra jökulvatna, en það er hversu mjög vatnsmagn þeirra breytist yfir sólarhringinn, allt eftir því hve mikil leys- ing er á jöklinum. Einkum kom þetta greinilega fram í Skeiðará. Minnst vatn var í henni kl. 7—9 á morgn- ana. Upp úr því tók hún að vaxa og náði hámarki kl. 8—11 á kvöldin. Vöð öll voru næsta ótrygg. Stafaði það ekki einungis af breytilegu vatnsmagni, heldur miklu fremur af því að árnar breyta um farvegu í sí- fellu. Þar sem áin t. d. hlóð upp eyrar af framburði um nóttina, gat vel svo verið, að næsta dag græfi hún margra faðma djúpa farvegi, sem voru ófærir tímunum saman. Flatneskja sandsins veldur því, að mjög gagn- gerðar breytingar eru tíðar á rennsli Skeiðarár. í stað þess að fylgja gömlu farvegunum, er ánni það tamt að !) Höf. notar nafnið Rovmaage, sem í öllum bókum, sem ég hef, er nafnið á kjóanum. Þorvaldur Thoroddsen minn- ist ekki kjóa á Skeiðarársandi, en talar í þess stað um veiðibjöllu. brjóta sér nýjar brautir og færast þannig úr stað. Þann- ig gerðist það í maímánuði að þessu sinni, að farvegur hennar færðist hvorki meira né minna en hálfa mílu austur á bóginn, svo að sumar kvíslar hennar runnu þá saman við Alorsá niður undan Skaftafelli, en í apríl runnu þessar kvíslar fyrst saman undan Sandfelli unt tvcimur mílum sunnar. Núpsvötn eru miklu fastari í rásinni en Skeiðará, og mun það meðal annars vera því að þakka, að einungis helmingur þeirra (Súla) er jökulvatn. Þó eru þau einn- ig býsna breytileg, eins og ég mun reyna að sýna með eftirfarandi sögu. Hinn 3. júní reið ég vestur yfir Skeiðarársand í úr- hellisrigningu. Ég hafði þrjá hesta undir klyfjum, en með mér voru Kristinn og ungur Islendingur, Runólf- ur að nafni, hafði hann aldrei farið þessa leið fyrri. Áður en ég færi frá Svínafelli hafði Jón Sigurðsson með sinni vanalegu umhyggjusemi tekið mér alvarlega vara á Núpsvötnum, sem mundu vaxa geysilega í rigning- unni. Og eins og að venju, þegar víst var að mikið mundi á hestana reyna, hafði Jón léð mér Grana sinn, bezta vatnahestinn í Öræfum. Okkur gekk greiðlega yfir Skeiðará, enda virðist sem úrkoma hafi ekki sérlega mikil áhrif á vatnsmagn henn- ar, en öðru máli gegndi um Núpsvötnin. Allt vorið hafði vaðið á þeim verið undan suðurendanum á Lóma- gnúp. Þar runnu allar slóðir á sandinum saman í eitt, og var þar kominn svo greinilegur troðningur, að ekki varð um villzt. Þegar við komum þangað, var vaðið allt annað en árennilegt. Ég kannaði ána um mílufjórð- ungsleið fyrir ofan það og neðan, en árangurslaust. Um annað var því ekki að ræða en að hætta á gamla vaðið, og það því fremur, sem ný slóð lá út í það eftir sel- veiðimenn, sem höfðu farið þar um morguninn. Ég lét þá Kristin og Runólf bíða með áburðarhestana, en reið sjálfur út í, til að reyna vaðið. Framhald. BRÉFASKIPTI Ingibjörg Hallgrimsdóttir, Reykjaskóla, Hrútafirði, V.- Hún., óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 15—17 ára. Ragnhildur Karlsdóttir, Reykjaskóla, Hrútafirði, V.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 14—16 ára. Margrét Guðmundsdóttir, Reykjaskóla, Hrútafirði, V.- Hún., óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 15—17 ára. Ketilriður Benediktsdóttir, Reykjaskóla, Hrútafirði, V.- Hún., óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 14—16 ára. Sveinn Sigursveinsson, Fossi, Mýrdal, V.-Skaft., óskar eftir bréfaskiptum við dreng eða stúlku á aldrinum 9—11 ára. Guðrún Herbertsdóttir, Byggðaveg 97, Akureyri, óskar eft- ir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 17—22 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Sigríður Jónsdóttir, Byggðaveg 97, Akureyri, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 25—30 ára. — Æskilegt að mynd fylgi. 410 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.