Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 23
leitt jólaleyfi frá 18.-20. desember og leyfin standa til 3. eða 6. janúar. Nú fara ungmenni héraðs- og gagn- fræðaskóla víða unt land, ásamt menntaskólanna, að undirbúa heimför í jólaleyfinu. Ekki vil ég árnæla ung- lingum fyrir heimþrá þeirra um jólin. Hún á sér helg- ar rætur, því að gott heimili er æskunnar bezta skjól í harðviðrum hfsins. Er |>að öllum ungmennum hollt að njóta birtu og hlýju heimilisins á hátíðastundum lífsins ékki síður en á sorgarstundum. Fyrir [iremur til fjórum áratugum var varla um ann- að að gera, er farið var í jólaleyfi, en annað hvort að leggja land undir fót og fara gangandi, eða fara með strandferðaskipum. Nú er 'um mörg farartæki að velja, og er því heimförin fyrst og fremst fjárhagsmál. Sá sem býr vel með peninga, á í engum erfiðleikum með heimför í jólaleyfinu. Hæfileg peningaráð leysa marg- an vandann, og peningar auka líka lífshamingjuna, ef skynsamlega er með þá farið. Þar ríður mest á að læra að þræða hinn gullna meðalveg. Ef ég næði til ykkar allra, hinna lífsglöðu, þróttmiklu skólanema, sern hugsið ykkur að bregða ykkur heim í jólaleyfinu, þá gæti ég áreiðanlega hvíslað að vkkur mörgum varúðarorðum, því að ég hef allmikla reynslu af vetrarferðum. En ég ætla að sleppa því að festa þau orð á pappír, en segja lesendum mínum í þess stað sanna sögu af heimferð minni í jolaleyfi, annan vetur- inn, sern ég var að heiman. Munuð þið af þeirri sögu sjá það, að fyrirhyggjuleysi og þrá til ævintýra var ekki síður einkenni æskumanna þá en nú. Ég var uppalinn á ágætu heimili, þar sern pabbi og mamma reyndu að leiðbeina börnurn sínum og hvetja þau til ráðdeildar og fyrirhyggju, en ég sé það núna, að þessum ráðleggingum og leiðbeiningum glevmdi ég ef til vill helzt, þegar mest á reið, og ferst mér því ekki að lá unglingum, sem líkt fer og mér. Og hér kemur þá sagan: Haustið 1911 fór ég í Hvítárbakkaskólann og var þá 18 ára. Hafði ég aldrei dvalið neitt að heiman fýrr og var því lítið veraldar-vanur. Vitanlega ætlaði ég heim í jólaleyfinu, ef ég fengi leyfi til þess. Nokkuð var þá æfð glíma í skólanum og tók ég þátt í þeim æfingum. I vikunni fyrir jólin var glímuæfing og varð ég þá fyrir því óhappi að hrasa á leggjarbragði og reka illa niður hægri hendina. Við þá byltu brotnaði geislabein- ið rétt við úlnliðinn og var þar með útilokað, að ég færi hcim í jólaleyfinu. Ég sætti mig sæmilega við þetta ó- happ mitt, enda báru mig allir á höndum sér yfir há- tíðarnar, þar sem ég var slasaður með hönd í fatla. Leið svo veturinn. Næsta haust fór ég í eldri deild skól- ans, og nú átti heimferð ekki að bregðast í jólaleyfinu. Leiðin frá Hvítárbakka í Borgarfirði vestur að Snorra- stöðum í Hnappadalssýslu er um 50 til 60 km., bein sjónhending, en allmiklu lengri leið, ef farinn er þjóð- vegurinn niður undir Borgarnes og þaðan vestur. Fyrir jólin 1912 var tíð fremur hagstæð. Lítill snjór var á jörðu í Borgarfirði. Sæmilegt hjarn var yfir öllu, en ís var þó ekki traustur á lækjum og ám. Ég ákvað að fara stytztu leið heim, eða beina sjónhendingu frá Hvítarbakka að Snorrastöðum og Iá sú lína um bæinn Grímsstaði á Mýrum. Stendur bærinn Grímsstaðir hátt undir samnefndum múla, og er þar nálægt því hálfnuð leiðin að Snorrastöðum. Var áætlunin sú, að leggja upp eftir kennsiutima, kl. 3—4 siðasta kennsludaginn, og freista þess að ná að Grímsstöðum um kvöldið. Með méi réðist til ferðar Ingvar Pálsson frá Ljótshólum, núverandi bondi a Balaskarði í Austur-Húnavatnssýslu. Báðit áttum við Ingvar íslenzka leðufskó til að ganga á og góð sokkaplögg, en vorum að öðru leyti fátæk- lega og kuldalega klæddir, ef miðað er við Ítin ágætu ferðaföt, sem unglingar eiga nú. \dð félagar vorum albúnir, þegar síðustu kennslu- stund lauk. Þá drukkum við miðdegiskaffið, kvöddum skolastjorann, köstuðum kveðju á nemendur hér og þai, uti og inni, og lögðum svo upp. Alla nemendur kvöddum við lauslega, eins og við værum að skreppa til næsta bæjar, en ekki að fara í langferð til hálfsmán- aðar dvalar eða rneir. Við vorunt víst báðir eitthvað lnifnir af söniu stúlkunni og kvöddum hana því Iaus- lega eins og önnur skólasystkini, en ekki einslega. Við fengum tvo hrausta pilta til að ferja okkur yfir ána, og svo var lagt upp á göngu. Ennþa var bjart. Fjallasyn var góð og veður allgott, hægur útsynningur með vægum éljurn. Við tókum strax beina stefnu á Grímsstaðamúla. Norðurá var á gömlum ís, en dáiítið var viðsjált í flóum og várasamt mjög, þar sem voru lækjadrög eða dýjafætur. Við gengum fremur létt af stað og skilaði vel áfrarn. Leið okkar lá um túnið á Svignaskarði, en ekki gáfum við okkur tíma til að stanza þar, því að ætlunin var að ná að Grímsstöðum um kvöldið. \ eðui var milt og okkur tók að hitna á göngunni. Hægðum við þá heldur ferðina. Nú var orðið aldimmt, en K> sæmilega vegljóst, þar sem snjóhrafl var á jörðu’ og halft tungl óð í skýjum. Bar nú lítið til tíðinda. - Skóglendi tafði fyrst dálítið för okkar og flóarnir voru þreytandi, þótt mjúkir væru þeir undir fæti. \’ið vor- um aIyeg ókunnir leiðinni, en fórum alltaf sem næst því beint af augum og höfðum stefnuna á Grímsstaða- rnula. Oðru hverju sáum við ljós í glugga, en ekki viss- um við fyrir vist á hvaða bæjum það var. \ ið vorum staddir í flóadæld rnilli tveggja holta. \ ið sáuni vatn eða tjörn framundan, en vildum ekki ganga yfir vatnið, ef ísinn væri ótraustur við landið \ ið gengum svo hlið við hlið meðfram vatninu oo- uggðum ekki að okkur. En allt í einu skeði óhappið. Hyldjúpur skurður lá úr mýrinni út í vatnið. Yfir hann \ai hemað, og vissum við ekki fyrri til en við féllúnt báðir samtímis niður í hyldjúpan skurðinn, en þó var það lao með óláni, að ég kastaðist yfir á hinn bakkann, náði þar handfestu og gat hafið rnig upp úr, mittisvot- ur. Ingvar féll dýpra í skurðinn og gat aðeins tevgt hendur upp á skurðbarminn, svo að hann sökk ekkfí vatnið. Báðir vorum við algjörlega ósyndir. Ég komst Heima er bezt 423

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.