Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 14
sögn. iMargir þeirra hlýddu því fullkpmlega, aðrif minna, en allir þó að eihhverju leyti. Aður en prent- að váeri, heflaði hann sjálfur ýmsar frásagnirnar, en hvergi þó meira en svo, að sérkenni sögumannanna héldust. Mun slíkt vera eins dæmi að í nokkru landi séu þjóðsögur jafn traust mynd af málfari fólksins eins og íslenzkar þjóðsögur eru. En fágætara mun þó, að ólærð- ir alþýðumenn hefðu svo orðsins list og rétt tungutak á valdi sínu sem Þjóðsögurnar bera vitni um. Skrásetj- arar Jóns voru margir snillingar á sína vísu. En fremst- ur þeirra mun lengstum verða talinn síra Skúli Gísla- son á Breiðabólsstað. En fleiri mætti nefna, svo sem Þorvarð Olafsson, Jón Sigurðsson á Gautlöndum, Sig- urð málara Guðmundsson, Brynjúlf Jónsson frá jMinna Núpi og fleiri. Þjóðsögur Jóns Arnasonar urðu ekki eingöngu skemmtilestur íslenzkrar alþýðu. Málfar þeirra og stíll hefur tvímælalaust orkað mjög til málbóta, og mun víða mega rekja merki þess. Þær vöktu menn og til hugsunar um; hvílíkan menningarauð væri enn að finna meðal íslenzkrar alþýðu, og í kjölfar þeirra hafa siglt ótal margir safnendur og sagnasöfn. Beinn arftaki Jóns og samverkamaður varð frændi hans, Ólafur Davíðsson, en sagnasöfnun og sagnaritun Sigfúsar Sig- fússonar, Brynjúlfs frá Minna-Núpi, Jóns Þorkelsson- ar og síra Jónasar Jónassonar á Hrafnagili má tvímæla- laust rekja til áhrifanna frá Jóni Árnasyni. Og enn bætast menn í þann hóp fræðimanna, sem vinna í þeim sama anda. Þegar Þjóðsögur Jóns Árnasonar voru prentaðar .1862—64 komust stórir efnisflokkar, er hann hafði safn- að til, ekki að. Ekkert var þar prentað af »átum, leikj- um eða þulum. Það varð síðan hlutverk Ólafs Davíðs- sonar,- að gera þeim þáttunl full skil með safnritinu: íslenzkar gátur, skemmtamr, vikivakar og þulur, sem Bókmenntafélagið kostaði á árunum 1887—1903, í fjór- um bindum. Gáturnar í því safni eru verk Jóns, og til allra hinna bindanna hefur hann Iagt drjúgt efni, þótt þau séu að miklum meiri mun verk Ólafs. Áratugir liðu svo frá því Þjóðsögurnar gömlu voru uppseldar og upp lesnar, að enginn treystist til að gefa þær út á ný. Björn Jónsson, ritstjóri, sem margt þarft vann íslenzkri bókagerð, gerði úrval úr öllum helztu flokkum þeirra ög lét prenta í handhægum kverurn, alls 9 talsins. Nutu þau mikilla vinsælda einkum meðal unglinga á fyrstu tugunr aldarinnar, og sum þeirra hafa verið endurprentuð. Og þeir munu býsna margir, sem læknuðust af letinni við að læra að lesa, þegar þeir fengu í hendur þjóðsagnakverin frá ísafold. Loks réðst Sögufélagið í það að endurprenta Þjóð- sögur Jóns Árnasonar. Voru þær ljósprentaðar á árun- um 1925—1939. Sá tími gefur oss nokkra hugmynd um, hversu Islendingum mundi hafa gengið að koma frum- útgáfunni á prent. Sögunum fylgdi nú nafnaskrá eftir Guðna Jónsson og efnisskrá eftir Einar Ól. Sveinsson, hvort tveggja til hinna mestu hagsbóta. Þá var og for- máli Jóris Árnasonar prentaður í fyrsta sinn. Hlaut SöguféTagið vinsældir fyrir framtak sitt, en útgáfan seldist upp á fáum árum. Þegar Þjóðsögur Jóns Árnasonar höfðu verið ófáan- legar á bókamarkaðinum um nokkurt skeið, efndu nokkrir áhugamenn til félagsskapar, til að annast nýja útgáfu þeirra. Hlaut félagsskapurinn nafnið Þjóðsaga. Síðar, gerðist Hafsteiim Quðmundsson einkaeigandi fyrirtækisins og leiddi það farsællega til lykta. Til þess að annast hina fræðilegu hlið útgáfunnar völdust tveir ágætir fræðimenn í íslenzkum fræðum, þeir Arni Böðvarsson og Bjarni, Vilhjálmsson. Eins og fyrr var getið, var útgáfu þessari lokið á þessu ári. Er hér í raun réttri um algerlega nýtt verk að ræða, sem bezt sést á því, að gamla útgáfan var í tveimur bindum, og halda þau sér að vísu enn, en við er aukið fjórum bindum alls, og tók 6 ár að koma þeim á prent. Þegar tekið var til að undirbúa hina nýju útgáfu varð fyrst fyrir að kanna handrit Jóns Árnasonar og bera þau saman við prentuðu útgáfuna, kom þá brátt tvennt í Ijós. í fyrsta lagi að geysimikið þjóðsagnaefni var enn óprentað, og einnig hitt, að Jón Árnason hafði breytt ýmsu frá frumhandritum skrásetjara, fágað og fegrað. Varð nú að ráði, að gefa Þjóðsögurnar út beint eftir frumhandritunum, þar sem þau voru fyrir hendi, er því útgáfa þessi öll sömun orðrétt eftir því, sem skrásetjarar bjuggu ritin i hendur Jóni Árnasyni. Má vera að ýmsum þyki sögurnar í tveimur fyrstu bind- unum stirðlegri og svipminni en þeir hafa þekkt þær áður, því að hvarvetna hnigu breytingar Jóns í þá átt að gera frásögnina hnökraminni og svipmeiri. En þess ber aftur að gæta, að það sem sögurnar kunna að missa í listfengi er margfaldlega endurgoldið við hið aukna yísindalega gildi, sem þær nú fá um málfar og frásögn almennings á öldinni sem leið. Einnig réðst það, að prenta nú allt hið óútgefna sagnaefni, sem til var í handritum Jóns. Margir höfðu að vísu prentað einstak- ar sögur þaðan, einkum þó Ólafur Davíðsson og Jón Þorkelsson. En bezt þótti fara á því, að láta það koma fram í einu lagi án tillits til þessa. Ivemur þá enn betur fram en áður, hvílíkt feiknaverk Jón hefur unnið, og eins er á hitt að líta, að meðferð ýmissa sagna í fyrri prentunum hefur verið lakari en skyldi. Af þessu leiðir aftur að meira er hér um sögur, sem mjög eru líkar að efni og orðfæri en í gömlu útgáfunni, þar sem Jón valdi úr hið bezta. Hins vegar verður heildarmyndin af þjóðtrú og alþýðumáli 19. aldarinnar miklum mun fullkomnari og víðtækari en áður var. Má fullvrða, að engin heimild önnur kemst þar í hálfkvisti við. Útgáfa þessi hin nýja er þannig með fullkomnu vísindasniði, og verður þannig um alla framtíð undirstöðurit í ís- lenzkum þjóðsagnafræðum enn meira en frumútgáfan sjálf. Hverju bindi fylgir nákvæm greinargerð um hverja einstaka sögu, handrit hennar, sagnamann, skrá- setjara, svo og ýmsar skýringar og missagnir. Er hinn mesti fróðleikur í þessum skýringargreinum fólginn. Loks er síðasta bindið einstakt í sinni röð. Það hefst 414 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.