Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 24
fljótlega á fætur, þreif í hendur Ingvars og dró hann upp úr. Hann var votur upp undir hendur, en engan fann hann botninn. Við stóðum svo þarna á skurðbakkanum, og vatnið lak úr fötum okkar. Útlitið var ekki rétt gott. Við viss- um að enn var alllangt að Grímsstöðum og nú var heldur að herða frostið og élin urðu hvassari. Ekki viss- um við neitt hvaða bæir voru næstir, en þegar élinu létti, sáum við Ijós í stefnu til fjalls, og sýndist okkur það allnærri. Ákváðum við strax að ganga á ljósið. Okk- ur varð litið ofan í skurðinn. Hann virtist ósköp sak- leysislegur, en í öllu sakleysi sínu hafði hann nær því orðið okkur að fjörtjóni. Vatnið var fordjúpt, bakk- arnir flughálir og hvergi hægt að festa hendur á þeim. Við vorum báðir ósyndir og kunnum því ekki að troða marvaðann eða halda okkur á floti, ef hendur hefðu sloppið af skurðbakkanum. Ég man að við vorum staf- lausir, en ef til vill vorum við með kollótt gönguprik. Það hefði verið ömurlegur endir á jólaferð, ef við hefðum drukknað þarna, eins og ósjálfbjarga smábörn, full'hraustir menn um tvítugt. „En margt getur skeð á sæ“, ef ólán er með í för. En hér var enginn tími til hugleiðinga. Kuldinn sagði fljótt til sín, og nú lögðum við upp og gengum á ljósið og fórum allhratt yfir. Á bæinn þann var gott að koma. Fólkið þóttist okkur úr helju heimt hafa, er það frétti um slysni okkar við skurðinn. Þarna var þá allgott timburhús. Okkur var boðið til baðstofu. Þar var hlýtt og gott að koma. Við vorum báðir mittisvotir og meira en það, og var nú komið með þurr föt fyrir okkur innst og yzt. Eitthvað áttum við í basli með að skipta brókum í baðstofunni, þar sem heimamenn, og þar á meðal húsfreyjan og ung heimasæta voru á gangi út og inn, milli baðstofu og eldhúss, en þetta tókst okkur þó skammlaust. Þegar við höfðum skipt fötum, var fram- borinn matur af mikilli rausn, og vissulega vorum við orðnir matlystugir, þar sem klukkan var langt gengin tíu. Undir miðnætti var gengið til hvílu. Húsum var þannig háttað, að piltar sváfu í framhúsi, en inni í hað- stofunni sváfum við ferðafélagarnir, ásamt húsfreyju og heimasætu. Sváfum við í innsta rúmi til vinstri, en á móti okkur húsfreyjan og heimasætan í rúmi aftur af húsfreyju. Eitthvað skríkti í okkur, þegar Ijós voru slökkt í baðstofunni, en við vorum báðir vanir bað- stofulífi og sofnuðum sætt og fljótt. Þessi ágæti bær heitir Valbjarnarvellir. Við sváfum fram á bjartan dag um morguninn. \'ar þá bjart í lofti en allfrosthart. Eftir ágætar góðgerðir lögðum við upp og gengum létt og miklu hraðar en um kvöldið áður. Náðum við að Snorrastöðum snemma um kvöldið, og urðum þá áreiðanlega fegnir að hvíla okkur göngulúna. Ekkert markvert man ég frekar úr þessari jólaferð, en gaman var að koma heim. Suður aftur fórum við þjóðveginn, þótt hann væri lengri, og bar ekkert til tíðinda á þeirri leið. Á milli hátíðanna fórum við að jarðarför merkis bónda á næsta bæ við Snorrastaði. Var þá frost allhart en veður kyrrt. Þar voru húsakynni allþröng, en fólk margt, og komust ekki allir inn til að hlýða á húskveðj- una. Við Ingvar vorum meðal þeirra, er úti stóðu, og varð okkur lcalt úti. Við munum hafa farið að jarðar- förinni á dönskum skóm, þar sem við vorum skólapilt- ar, en þeir dugðu illa í frosti og snjó, og man ég ekki betur en að félagi minn yrði fyrir því að kala á stóru- tá í þessari ferð. Ég vil enda þennan þátt minn með þeirri ósk, að öll- um ungmennum famist vel í sínum ferðum í jólaleyf- inu, hvort sem þeir ferðast í lofti, á landi eða sjó. Gleðileg jól. Stefán Jónsson. Dœgurlfóð og jólcdjót) Undanfarnar vikur hefur hljómað í útvarpinu næst- um daglega Ó, María mig langar heim. Höfundur ljóðs- ins er Ólafur Gaukur, sem leikur í hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar og bregður því líka fvrir sig að yrkja dægurljóð og lög. Eg veit að á leiðinni eru mörg bréf, sem biðja um þetta ljóð, svo vinsælt er það. Ég ætla því að bregða vana mínum og birta ljóðið áður en bréfin berast, þar sem beðið verður um það. Hann sigldi út um höfin blá í sautján ár, og sjómennsku kunni hann upp á hár, hann saknaði alla tíð stúlkunnar og mynd hennar stöðugt í hjarta bar. Ó, María mig langar heim, ó, María mig langar heim, því heima vil ég helzt vera, ó, María hjá þér. í höfnunum var hann hrókur mikill fagnaðar og heillaði þar allar stúlkurnar, en aldrei hann meyjarnar augum leit, það átti ekki við hann að rjúfa sín heit. Ó, María mig langar heim, ó, María mig langar heim, því heima vil ég helzt vera, ó, María hjá þér. Svo kom að því að hann vildi halda heim á leið, til hennar, sem sat þar og beið og beið, 424 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.