Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 22
ÞATTUR ÆSKUNNAR RITSTJORI HVAÐ UNGUR NEMUR Þegar menn á mínum aldri minnast jólanna, þá birt- ast þau í minningunni eins og þau komu okkur fyrir sjónir, þegar við vorum 7—10 ára. Við sjáum í hugan- um bjarta og hreina baðstofu, ef til vill eitthvað skreytta með marglitum pappír, ásamt lyngskreyttu jólatré með nokkrum kertum.-------- Yfir þessari hugljúfu bernskumynd hvílir hátíðleiki og helgiblær, sem erfitt er fyrir þá að skynja og skilja, sem nú eru ungir og átt hafa sín bernskujól við allt aðr- ar aðstæður. — En eitthvað var það í þessu fátæklega jólahaldi, sem gerði jólin sérstaklega minnisstæð og næstum ógleymanleg. Enn er jólahátíðin með alveg sérstökum hátíðablæ, ólík öllum öðrum hátíðum, þótt þjóðlífshættir hafi mjög breytzt á liðnum áratugum. Enn er það ósk og þrá allra ungmenna, sem dveljast fjarri foreldrum sín- um og ekki hafa myndað sér heimili, að fá að dvelja heima hjá pabba og mömmu um jólin. Nú eru mörg hundruð ungmenna á aldrinum 14 til 18 ára í skólum víðsvegar urn landið, langt frá heim- ilum sínum. Öll þessi ungmenni þrá að dvelja heima um jólin, en á framkvæmd þeirrar þrár eru ýmis vand- kvæði, sem erfitt er að leysa. Frá því héraðsskólarnir hófu starf sitt viða um land, hefur jólaleyfið verið nokkurt vandamál þessara skóla. Þeir nemendur, sem heimili hafa átt í nágrenni skól- anna, hafa jafnan óskað þess, að fara heim til sín um jólin. Skólastjórar skólanna hafa yfirleitt haft áhyggj- ur af heimferð nemenda í jólaleyfinu, en erfitt hefur verið að mismuna nemendum eftir vegalengdum. Hef- ur því útkoman orðið sú, að fjöldi nemenda hefur fengið heimferðarleyfi, en oftast hafa þó einhverjir set- ið eftir með sárt ennið, ef langt hefur verið að fara og erfitt með ferðir. í hinu fjölmenna skólaheimili verður því oft dauflegt fyrir þá, er eftir sitja, ólíkt því, sem verið hefði, ef allur hinn fríði hópur hefði haldið jólin saman í skólanum. Á þessu er erfitt að ráða bót, og ekki vinsælt að tak- rnarka heimferðarleyfi, enda er aðstaða til vetrarferða gjörbreytt frá því sem var fyrir þremur til fjórurn áratugum. Nú má segja að öruggar bifreiðaferðir séu um meginhluta landsins, ef veðurfar er sæmilegt. Og ekki má gleyma fluginu. Það er dásamlegt að komast á einum klukkutíma þá leið, sem áður var margra daga ferð. Oft er um það rætt, að unglingar nú á dögum sýni litla ráðdeild eða fyrirhyggju í ferðalögum eða kröf- urn sínum til lífsþæginda. Ofurkapp og fyrirhyggju- leysi séu einkenni nútíma æskumanna. Eg vil ekki neita því, að þetta hafi við rök að styðjast, en ég vil líka taka það fram, að þannig hafa æskumenn og ung- menni öll verið frá því sögur hófust á íslandi. Hefur það löngum verið sérkenni tápmikilla ungmenna „að sjást lítt fyrir.a En þrátt fyrir þetta einkenni æskumanna, er það skylda hinna fullorðnu að reyna að vara æskuna við hættum og eggja hana til ráðdeildar og fyrirhyggju. Og verða þeir eldri þá oft að sýna þolinmæði, því að oft virðist árangurinn lítill af leiðbeiningunum. Nú líður óðum að jólaleyfinu. Skólarnir gefa yfir-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.